Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.06.2013, Side 30

Fréttatíminn - 28.06.2013, Side 30
hann eigi við drykkjuvandamál að stríða því ég tengi 12 spora-sam- tök helst við alkóhólisma en auðvi- tað eru þau fjölmörg. Hann verður hissa en bregst annars vel við. „Ég hef aldrei átt við drykkjuvandamál að stríða. Ég hef aldrei einu sinni prófað fíkniefni. Nema þegar ég tók nauðgunarlyfið,“ segir hann og vísar til þess þegar hann tók svo- nefnt nauðgunarlyf þegar hann var að vinna að þætti um lyfjanauðg- anir fyrir Málið á Skjá einum. „Ég drekk mjög hóflega. Ég tók tímabil í kring um tvítugt þar sem ég datt oft í það en ég vil ekki lengur setja sjálfan mig í þannig ástand að ég upplifi raunveruleikann ekki eins og hann er. Ef ég gerði eitthvað á fylleríi sem mér fannst skemmtilegt þá hef ég æft mig í að gera þessa sömu hluti edrú og njóta þeirra enn meira.“ Allt of margir á geðlyfjum Honum liggur á hjarta að efla sjálfs- rækt og þykir þess vegna til að mynda miður hversu mikið feimn- ismál það er að fara til sálfræðings. „Það er árið 2013 og það er tabú hjá sumum að fara í samtalsmeð- ferð. Fyrir okkur fjölmiðlafólk til að mynda ætti að vera skylda að fara í handleiðslu einu sinni í viku. Það ætti bara að vera hluti af starfskjör- um. Pabbi minn er doktor í barna- sálfræði og ég lærði sálfræði. Fyrir mér er að fara í sálfræðitíma jafn eðlilegt og að fara út í búð og kaupa kók.“ Beintengt þessu er umræðan um notkun geðlyfja á Íslandi. „Fyr- ir mér er þetta einfalt. Læknar eru búnir að koma sér vel fyrir í kerfinu þannig að þeir eru orðnir hluti af tryggingakerfinu, allir nema tann- læknar. Ef þú átt við vandamál að stríða sem snúa að tilvistarkrísu eða erfiðleikum í lífinu þá stendur valið á milli þess að fara til sálfræðings eða geðlæknis. Eftir skamman tíma ertu kominn með sjúkrakort sem veitir þér afslátt hjá geðlækni þann- ig að innan skamms er tíminn hjá honum orðinn meira en helmingi ódýrari en tíminn hjá sálfræðingi. Þetta leiðir af sér að fólk fer frekar til geðlækna. Þeir eru síðan margir, ekki allir en margir, þétt setnir og meðhöndla fólk með lyfjum. Allar rannsóknir sem gerðar hafa verið á meðhöndlun geðrænna kvilla sýna að lyfjameðferð ein og sér skilar aldrei eins góðum árangri og ef hún er samþætt samtalsmeðferð. “ Fyrir Hrun stóð til að byrja að nið- urgreiða sálfræðiþjónustu á Íslandi en aldrei varð af því. „Hér er allt of mikið af fólki á geðlyfjum sem hef- ur aldrei farið í samtalsmeðferð.“ Sölvi leggur áherslu á hvað hon- um finnst það heilbrigt skref að fara í fyrsta skipti í samtalsmeðferð. „Það eru mikil veikindi að vera með stóra og þunga hluti hvílandi á sér og taka aldrei á þeim. Það er miklu heilbrigðara að taka skrefið og byrja að vinna í sínum mánum. Þannig ert þú að segja að þú ætlir að takast á við það sem er í gangi í þínu lífi. Ég er ekki feiminn við að segja að ég hafi farið til sálfræðings. Ég hef ekki gengið í gegn um erfiðari hluti en aðrir. Ég hef bara gengið í gegn um mína hluti og þurft að end- urskoða mig. Fólk er svo misjafnt. Sumir fara í starf eða hjónaband og líf þeirra er í föstum skorðum þar til það kemur eitthvað áfall. Mér líður eins og að á síðustu fimmtán árum hafi ég lifað fleiri en eitt æviskeið, slíkar breytingar hafa orðið á mín- um högum. Þegar ég var unglingur var ég ofboðslega feiminn en í dag hef ég stýrt sjónvarpsþáttum í mörg ár. Þetta er því ég hef sífellt verið að stækka þægindarammann minn. Í dag er gríðarlega margt sem ég treysti mér til að gera sem ég hafði aldrei kjark til að gera.“ Hefur látið af dómhörku Svotil síðustu tíu ár hefur Sölvi ver- ið í samböndum en hann hefur verið einhleypur síðan á síðasta ári. „Mér finnst nauðsynlegt að prófa að vera fullorðinn og einhleypur. Ef maður nær góðu jafnvægi þá kemst maður á þann stað að maður getur boðið annarri mannesku inn í líf sitt, en hún verður aldrei þitt líf. Það er það sem ég myndi vilja þegar og ef ég fer næst í samband. Þá vil ég vera í góðu jafnvægi með mitt líf, önn- ur manneskja er með mér og ég er með í hennar lífi. Ég held að það sé heilbrigt.“ Sölvi hefur nóg fyrir stafni og hann er þegar byrjaður að taka við- töl fyrir næstu seríu af Málinu sem sýnd verður í september. Þá er hann búinn að skrifa undir samning um gerð þriðju seríunnar sem verður sýnd í janúar og tekur við ábend- ingum í gegn um netfangið solvi@ skjarinn.is. Í millitíðinni leggur hann síðan lokahönd á bók um Jón Pál Sigmarsson kraftlyftingamann. Ég kannaðist við Sölva áður en ég tók þetta viðtal við hann en við höfðum aldrei sest niður og rætt málin eins og nú. Mér finnst ég allt í einu þekkja hann miklu betur og ég tek heils hugar undir þegar hann kemur inn á mikilvægan kost við starf fjölmiðlafólks. „Ég hef í gegn um tíðina neyðst til að láta af dóm- hörku. Ég hef hitt fólk sem ég hef verið búinn að mynda mér skoðun á í gegn um fjölmiðla, yndislegt fólk sem ég hélt að væru einhverj- ir vandræðagemlingar. Það hefur kennt mér að maður getur ekki dæmt fólk sem þú þekkir ekki og þú getur ekki dæmt manneskju út frá fyrirsögnum.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Indónesía heillaði Sölva. Honum finnst orkan þar með eindæmum létt og stutt í gleðina. Sölvi var einn úti í mánuð en síðan kom vinur hans, Kristinn Jón Ólafsson, út og sjást þeir hér saman í Kuala Lumpur. 30 viðtal Helgin 28.-30. júní 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.