Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.06.2013, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 28.06.2013, Blaðsíða 58
58 skák og bridge Helgin 28.-30. júní 2013  Skákakademían Jóhann Sigraði á SecuritaS-mótinu í árneShreppi Frábær skákhátíð á Ströndum S kákhátíð í Árneshreppi var nú haldin í sjötta sinn og var efnt til fjölteflis á Hólmavík, tvískákarmóts í Djúpa-vík, afmælismóts Jóhanns í Trékyllisvík, og hraðskák- móts í Norðurfirði. Allir heppnuðust þessir viðburðir framúr- skarandi vel, og gleðin lá í loftinu á sólbökuðum Ströndum. Á afmælismóti Jóhanns voru tefldar 8 umferðir. Össur Skarphéðinsson alþingismaður, sem þekkir vel til á Strönd- um, flutti setningarávarpið og bar verðskuldað lof á stór- meistarann. Össur rifjaði upp nokkur afrek Jóhanns, en hann hefur náð lengst allra Íslendinga í keppninni um heimsmeist- aratitilinn og hefur um árabil verið stigahæstur Íslendinga. Það var svo Oddný Þórðardóttir, oddviti Árneshrepps, sem lék fyrsta leikinn í skák Ástu Þorbjargar Ingólfsdóttur frá Árnesi gegn sjálfu afmælisbarninu. Þrátt fyrir að vera ann- álað prúðmenni er Jóhann ekki þekktur fyrir að gefa grið við skákborðið, og hann vann skák eftir skák á mótinu. Stór- meistararnir Jón L. Árnason og Hannes Hlífar Stefánsson voru meðal fórnarlamba Jóhanns, og síðustu umferð skellti hann fornvini sínum Árna Á. Árnasyni, og tryggði sér þannig 8 vinninga af 8 mögulegum! ,,Bikarinn“ sem kom í hlut sigurvegarans var engin pjátur- dós: Listilega útskorinn ísbjörn eftir Guðjón Kristinsson frá Dröngum. Ísbjörninn er mikil gersemi, og er ,,eignarbikar“. Sérlegur gestur hátíðarinnar, frú Kristjana Guðmundsdóttir Motzfeldt, var afar hrifin af handbragði Guðjóns, en hún þekkir allra Íslendinga best til á Grænlandi. Hún var um árabil gift Jonathan Motzfeldt (1938-2010) sem var forsætis- ráðherra Grænlands í 17 ár. Íslandsmeistarinn náði sigri í Norðurfirði Hannes Hlífar kom næstur með 7 vinninga, Stefán Bergs- son framkvæmdastjóri Skákakademíunnar hreppti bronsið og næstir komu þeir Jón L. og Róbert Lagerman. Bestum árangri ungmenna náði hinn bráðefnilegi Jón Kristinn Þor- geirsson frá Akureyri, sem var sjónarmun á undan Vigni Vatnari Stefánssyni. Um kvöldið var slegið upp dýrindis grillveislu í Trékyllis- vík, þar sem 60 gestir og heimamenn gerðu sér glaðan dag. Í kjölfarið fór fram hinn árlegi ,,landsleikur“ heimamanna úr Ungmennafélaginu Leifi heppna og Strandaglópa. Var þar hart barist en drengilega. Heimamenn voru yfir, þegar flauta þurfti leikinn af þar sem einn af Strandaglópum sleit liðbönd – örugglega fyrsta slíka slysið sem sögur fara af á skákhátíð! Á sunnudag lá svo leiðin í Kaffi Norðurfjörð, þar sem sleg- ið var upp 6 umferða hraðskákmóti, til heiðurs kempunni Böðvari Böðvarssyni, sem varð 77 ára þann dag. Böðvar hefur um árabil látið að sér kveða við skákborðið, og unnið margan frækinn sigur. Aftur voru það hinsvegar stórmeistar- arnir sem voru í aðalhlutverki: Jóhann Hjartarson og Hannes fengu báðir 5 vinninga af 6, og þótt Jóhann hefði unnið í innbyrðis skák þeirra var Hannes hærri á stigum, og hlaut að launum listaverk úr rekaviði eftir Valgeir Benediktsson í Árnesi. m ennta- og menningarmálaráð-herra Illugi Gunnarsson efndi í síðustu viku til móttöku í Ráð- herrabústaðnum til að heiðra Norðurlanda- meistara í bridge í opnum flokki. Flutti ráð- herra stutt ávarp, þakkaði mönnum fyrir góð afrek og sagði að það væri með ólíkindum hvað Íslendingar stæðu framarlega í mörg- um íþróttagreinum. Ráðherra var boðið að sækja námskeið í Bridgeskólanum næsta vetur. Bridge er eina hópíþróttin sem Íslend- ingar hafa orðið heimsmeistarar í. Aðsókn góð í sumarbridge Aðsókn hefur verið góð í sumarbridge und- anfarið. Miðvikudagskvöldið 19. júní mættu 40 pör til leiks. Þrátt fyrir mikinn fjölda para gerðu Gunnlaugur Sævarsson og Kristján Már Gunnarsson sér lítið fyrir og unnu næsta öruggan sigur. Lokastaða efstu para varð þannig: 1. Kristján Már Gunnarsson - Gunnlaugur Sævarsson 67,0% 2. Stefán Stefánsson - Bergur Reynisson 62,4% 3. Oddur Hannesson - Árni Hannesson 58,3% 4. Halldór Svanbergsson - Gísli Steingrímsson 57,8% 5. Þorgerður Jónsdóttir - Aðalsteinn Jörgensen 56,8% Mánudagskvöldið 24. júní var spilaður al- heimstvímenningur og þá mættu 30 pör til leiks. Þar unnu næsta öruggan sigur Ólaf- ur Þór Jóhannesson og Pétur Sigurðsson. Lokastaða efstu para varð þannig: 1. Ólafur Þór Jóhannsson - Pétur Sigurðsson 66,8% 2. Rúnar Einarsson - Stefán Stefánsson 60,9% 3. Páll Valdimarsson - Baldvin Valdimarsson 59,3% 4. Davíð Lúðvíksson - Emma Axelsdóttir 56,1% 5. Birna Stefnisdóttir - Aðalsteinn Steinþórsson 54,7% Skorið á alheimsvísu getur verið annað. Þar eru Rúnar Einarsson og Stefán Stefánsson í fjórða sæti með 62,70% skor þegar þessar línur eru skrifaðar og Ólafur Þór og Pétur í sjöunda sæti með 61,15% skor. Öruggir sigrar í bikar Nokkrum leikjum er lokið í bikarkeppni Bridgesambands Íslands. Lögfræðistofa Íslands vann 98-67 impa sigur gegn Rima, Stilling var 96-36 impa sigur gegn Svölu Stelpunum, Lífís/Vís vann 98-38 impa sigur gegn Vinum Þverárhlíðar og SFG vann 124- 80 impa sigur gegn Vesturhlíð. Óhræddur við sögn Spil dagsins er frá sumarbridge 19. júní. Gunnlaugur Sævarsson og Kristján Már Gunnarsson fengu hreinan topp fyrir þetta spil, en þeir sátu í NS, austur gjafari og NS á hættu. Gunnlaugur sat í norður og heyrði austur opna á einu grandi 15-17 punktar. Kristján kom inn á 2 spöðum á suðurhönd- ina, vestur doblaði t il úttektar, Gunn- laugur pass, opnari 3 hjörtu, suður pass og vestur 3 grönd. Gunnlaugur þurfti að velja sögn og doblaði óhræddur með D5, ÁG874,D109,1093. Öll höndin var svona: ♠ D5 ♥ ÁG874 ♦ D109 ♣ 1093 ♠ Á987432 ♥ D3 ♦ 63 ♣ G5 ♠ G6 ♥ 96 ♦ KG754 ♣ Á862 ♠ K10 ♥ K1052 ♦ Á82 ♣ KD74 N S V A Útspil Kristjáns var spaðasjöa og sagnhafi drap drottningu norðurs á kóng og tók lauf- slagina. Kristján ákvað að henda einum tígli sem kostaði líklega slag en varð þess ekki valdandi að toppurinn hvarf. Sagnhafi tók á ás í tígli og þegar suður sýndi eyðu næst, sætti hann sig við 7 slagi. Tíu sagnhafar af 20 reyndu við þrjú grönd í AV. Aðeins tveim- ur tókst að standa þau þegar vörnin spilaði ekki út spaða. Engum datt þó í hug að dobla þann samning sem var nauðsynlegt til að tryggja toppinn.  Bridge eina íþróttin Sem íSlendingar hafa orðið heimSmeiStarar í Norðurlandameistarar heiðraðir Frá móttöku hins frækna landsliðs sem varð Norðurlandameistari í dögunum. Frá vinstri eru Jafet Ólafsson, forseti BSÍ, Þorlákur Jónsson, Guðmundur Snorrason, Jón Baldursson, Guð- mundur Páll Arnarson, fyrirliði liðsins, Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráð- herra, Bjarni Einarsson, Ragnar Hermannsson og Aðalsteinn Jörgensen. Stórmeistarinn, oddvitinn og heimasætan. Oddný Þórðardóttir leikur fyrsta leikinn fyrir Ástu frá Árnesi í skák gegn sjálfum Jóhanni Hjartarsyni. Stórmeistarar á Ströndum. Jóhann, Jón L. og Hannes undir Árnestindi. Jóhann Hjartarson kom, sá og sigraði á öflugu og bráðskemmtilegu Securitas-móti, sem haldið var í Trékyllisvík á laugardaginn. Sigur Jóhanns var sérlega viðeigandi, því mótið var haldið honum til heiðurs. Meðal keppenda voru stórmeistarar, bændur og börn úr sveitinni, og áhugamenn úr öllum áttum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.