Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.05.2013, Page 6

Fréttatíminn - 31.05.2013, Page 6
Ármúla 30 | 108 Reyk jav í k | S ími 560 1600 | w w w.borgun . i s Með Borgun tekur þú við öllum kortum – hvar og hvenær sem er J ó n s s o n & L e ’m a c k s • jl .i s • s Ía Loksins virka debetkort á netinu Það eru álíka mörg debet- og kreditkort í umferð á Íslandi. Tekur þín vefverslun við öllum kortum? Fáðu frekari upplýsingar á www.borgun.is eða í síma 560 1600 Þ að er mál til komið að gefa verkum Kristínar Guð-mundsdóttur sanngjarna umfjöllun því þau bættu án efa lífs- gæði margra. Hún vann með eigin- manni sínum og arkitekt, Skarp- héðni Jóhannssyni, en einnig með öðrum arkitektum og hannaði inn- réttingar húsa. Það merkilega er að nafn hennar kemur hvergi fram á teikningum, heldur eru arkitekt- arnir sem teiknuðu húsin sjálf alltaf skrifaðir fyrir öllum teikningum og þar með hennar framlagi,“ segir dr. Halldóra Arnardóttir listfræð- ingur sem hlaut í vikunni styrk frá Hönnunarsjóði Auroru til vinna að rann- sókn og skrifa bók um framlag Kristínar Guð- mundsdóttur, fyrsta íslenska híbýlafræð- ingsins, til íslenskrar innanhússhönnunar. Ritið mun jafnframt sameina þjóð- félagslegar aðstæður þess tíma sem Kristín vann sem híbýlafræðingur, menntun íslensku konunnar auk þess að fjalla um mikilvægi þess að skapa fyrirmynd í þjóðfélaginu. Að mati Halldóru er saga Krist- ínar að mörgu leyti merkileg. „Bæði hún sjálf sem fagmenneskja og verk hennar en einnig hvernig þjóðfélagið var á þessum tíma. Áhrifa Kristínar gætti víða. Hún sinnti kennslu og flutti fjölmörg erindi í Ríkisútvarp- inu. Síðast en ekki síst er hún góð fyrirmynd og við þurfum auðvitað öll á þeim að halda,“ segir Halldóra. Áhrifamikill híbýlafræðingur Kristín Guðmundsdóttir útskrif- aðist sem híbýlafræðingur frá Northwestern University í Chicago árið 1946. Síðan stundaði hún nám í eitt ár við New York School of Interior Design og kom síðan heim. Híbýlafræðingur er það sama og innanhússarkitekt í dag, þó námið hafi teygt sig í allar hliðar heimilisins hvort sem það var skipulag, innréttingar, litaval eða að útbúa blóm í vasa. Að sögn Halldóru hefur Kristín, þrátt fyrir menntun sína oftar verið þekkt fyrir að vera kona mannsins síns, móðir barnanna sinna og systir bróður síns en hann var einnig arkitekt. Fyrst að loknu námi starfaði Kristín hjá skipulags- deild Reykjavíkur en eftir að hún giftist Skarphéðni vann hún með honum á stofunni, þá sérstaklega á kvöldin þegar börnin voru sofnuð, var bílstjóri, bakaði fyrir þá sem unnu á teiknistofunni, ásamt fleiru. „Kristín hefur mörgu breytt og bætt lífsgæði margra. Hún teiknaði innréttingar í hús við Flókagötu og víðar og einnig í þeirra eigið hús við Laugarásveg. Þar var stórt tilrauna- eldhús og sex baðherbergi sem voru mjög óvenjuleg á sínum tíma,“ segir Halldóra. Kristín hannaði eldhúsinnrétt- ingar, alls kyns skápa og hirslur og leitaðist hún við það í störfum sínum að auðvelda húsmóðurstörfin, hag- ræða og fegra heimilið. Kristínu var skipulag heimilisins einstaklega hugleikið og leitaði eftir jafnvægi, hvort sem það var í litum eða hvern- ig húsgögnum var hagrætt í stofum og herbergjum. „Það er ekki aðeins framhlið húsanna sem skiptir máli eða borgarmyndin heldur líka inn- viðirnir. Það er eins og með mann- eskjuna sjálfa, huga þarf líka að sálinni. Heimilið hefur mikil áhrif á þroska hennar,“ segir Halldóra. Kynntust hjá RÚV Á árunum 2005 til 2007 vann Hall- dóra röð útvarpsþátta um hönnun, heimilið og borgina. Kristín var við- mælandi Halldóru í einum þessara þátta um borgina í huga mannsins. „Við undirbúning þáttarins spjölluð- um við saman um borgareinkenni Chicago og Reykjavíkur. Þá kvikn- aði áhugi hjá mér að skrifa bók um Kristínu og hennar framlag,“ segir Halldóra. Kristín mun fagna níræð- isafmæli sínu 12. júní næstkomandi og ætlar Ríkisútvarpið þá að endur- flytja þáttinn af því tilefni. Halldóra hóf rannsóknarvinnu sína vegna bókarinnar árið 2011 og stefnir að útgáfu á næsta ári. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is  Hönnun Dr. HallDóra arnarDóttir skrifar bók um frumkvöðul í íslenskri innanHússHönnun Ævistarf fyrsta íslenska híbýlafræðingsins á bók Fyrsti íslenski híbýlafræðingurinn, eða innanhússarkitektinn eins og fagið kallast í dag, var Kristín Guðmundsdóttir sem lauk námi fyrir miðja síðustu öld. Verk Kristínar voru eftirsótt en þó var þeirra aldrei getið á teikningum. Dr. Halldóra Arnardóttir listfræðingur hlaut í vikunni styrk frá Hönnunarsjóði Auroru til rannsókna á verkum og hugmyndum Kristínar. Dr. Halldóra Arnardóttir vinnur nú að rannsókn á verkum Kristínar Guðmunds- dóttir, fyrsta íslenska híbýlafræðingsins. Ljósmynd/Hari. Kristín Guðmundsdóttir útskrifaðist sem híbýlafræðingur frá Northwes- tern University í Chicago árið 1946 og leitaðist meðal annars við það í störfum sínum að auðvelda húsmóður- störfin. Ljósmynd/Hornsteinar arkitektar. Litið inn í baksturs- skápinn í eldhúsinu að Laugarásvegi 71. Allt við höndina. Ljósmynd/Hornsteinar arkitektar. Hreinlæti er mikilvægur þáttur í hönnun þvottahúss, en ekki síður litaval. Ljósmynd/Hornsteinar arkitektar. 6 fréttir Helgin 31. maí-2. júní 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.