Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.05.2013, Qupperneq 18

Fréttatíminn - 31.05.2013, Qupperneq 18
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðuns dóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@ frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. E Erlendir ferðamenn streyma til landsins sem aldrei fyrr. Hvert metið á fætur öðru er slegið. Í liðnum apríl fóru 45.800 erlendir gestir frá landinu um flugstöðina á Kefla- víkurflugvelli, 8.100 fleiri en í sama mánuði í fyrra. Aldrei hafa fleiri erlendir ferðamenn heimsótt Ísland í apríl en aukningin milli ára nemur 21 prósent – og var apríl í fyrra þó metmánuður. Fjöldametin hafa fallið mánaðarlega um langt skeið. Á fyrsta fjórðungi þessa árs voru erlendir ferðamenn 167.900 en á sama tíma í fyrra, sem var metfjöldi, voru þeir 125.300. Aukningin milli ára á tímabilinu er 34 pró- sent. Mikilvægt er að þessi mikla fjölgun er utan helsta annatíma sumarsins. Kortavelta segir sömu sögu. Ekkert lát er á vexti tekna af erlendum ferðamönnum. Heildarúttekt erlendra greiðslukorta nam tæplega 5,3 milljörðum í apríl. Aukningin milli ára var 18,4 prósent. Mikilvægi ferðaþjónustunnar sést af því að hún aflaði á síðasta ári 23,5 prósent af gjaldeyristekjum þjóðarinnar, var í öðru sæti á eftir sjávarútvegi. Gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu námu 238 milljörðum króna, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Ferða- þjónustan hefur mörg undanfarin ár verið í þriðja sæti, á eftir álvinnslu, en fór fram úr henni á síðasta ári en þá fjölgaði erlendum ferðamönnum um 19 prósent og gjaldeyris- tekjur af þeim jukust um 21 prósent. Gjald- eyristekjur af sjávarútvegi námu á liðnu ári 269 milljörðum króna. Álvinnslan skilaði 225 milljörðum. Í samanburði við sjávarútveg og ál- vinnslu sést mikilvægi ferðaþjónustunnar sem undirstöðuatvinnugreinar. Það er því að vonum að ný ríkisstjórn leggi áherslu á langtímastefnumótun fyrir ferðaþjónustu í stjórnarsáttmála með tilliti til uppbyggingar, innviða, markaðssetningar og sköpunar verðmætra starfa í greininni. Í sáttmálanum kemur fram að kannaðir verði möguleikar á gjaldtöku til uppbyggingar ferðamannastaða til að bregðast við auknum fjölda ferða- manna í náttúru Íslands og tryggja sjálf- bærni. Undan því verður vart vikist enda er álag á suma vinsælustu ferðamannastaðina komið að þolmörkum, að óbreyttu. Íslend- ingar greiða möglunarlaust aðgangseyri að náttúruundrum ytra. Hið sama ætti að eiga við hér. Áður en til gjaldtöku kemur þarf þó að gæta samræmis í gjaldtöku milli staða, hófs í verðlagningu og að frágangur og þjón- usta sé boðleg. Áþreifanlegasti stuðningur nýrrar ríkisstjórnar við ferðaþjónustuna er að falla frá áformum um hækkun virðisauka- skatts á ferðaþjónustu. Ferðamálastofa stóð fyrr í þessum mánuði fyrir fundi til að greina þarfir í ferðaþjón- ustu en um gildi slíkra rannsókna fyrir upp- byggingu og þróun greinarinnar þarf ekki að efast. Þar var rætt um grunnrannsókir, markhópagreiningar, þolmarksrannsóknir og tölfræði og enn fremur að lengi hefði verið kallað eftir öflugri rannsóknarmiðstöð sem hefði mannafla til að matreiða kannanir og rannsóknir sem gerðar eru fyrir grein- ina, stjórnvöld og almenning. Tiltekið var að ferðaþjónustan fengi einungis 0,5 prósent af því rannsóknarfé sem fer til atvinnuveg- anna. Miðað við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er líklegt að stjórnvöld líti til þess og færi til betri vegar. Vart verður við það unað að undirstöðuatvinnugrein búi við slíkt svelti. Það að stjórnvöld falla frá hækkun á virðisaukaskatti á gistingu þýðir að fylgjast verður með af mun meiri þunga en gert hefur verið að sá skattur – sem og aðrir í greininni – skili sér. Svört atvinnustarfsemi hefur loðað við ferðaþjónustuna. Því ber að fagna átaki ríkisskattstjóra sem kynnt var fyrr í mánuðinum en embættið mun fara í vettvangsferðir og skoða aðila sem bjóða gistiþjónustu þar sem hvorki eru greiddir skattar né önnur gjöld. Því hefur verið haldið fram að um 90 prósent þeirra sem bjóða herbergi til útleigu í heimahúsum hafi ekki leyfi og greiði þar af leiðandi litla sem enga skatta af atvinnu- starfseminni. Á höfuðborgarsvæðinu eru þessi ólöglegu herbergi talin vera um 1000 – nær fjórðungur gistiherbergja á svæðinu. Það er ólíðandi, hvort heldur á það er litið frá samkeppnissjónarmiði eða þjóðarhags- munum. Ljósar og dökkar hliðar undirstöðuatvinnugreinar Rannsóknarsvelti ferðaþjónustunnar Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Kynjafræði 101 Þá er spurningin sú: Á að refsa öðrum fyrir það að ég hafi fæðst karlkyns? Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, forsætisráðherra, velti upp tilvistarlegri spurn- ingu þegar hann svaraði fyrir kynjahalla í ríkisstjórn sinni. Gróa á Leiti ehf Þessi maður er ekki til og líklega er þetta einhver sem þiggur laun fyrir að elta mig eða slíkt því umræðan síðustu fjögur ár í kommentakerfunum er náttúrulega alveg einstök. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Fram- sóknarflokksins, telur ljóst að fjársterkir aðilar standi á bak við það sem hún vill kalla rógsherferð gegn sér á netinu. Borða meira, masa minna Mér er sagt að maturinn sé svo góður að þingmenn verði að gæta að vigtinni. Elín Hirst, nýkjörinn þing- maður Sjálfstæðisflokksins, er búin að kynna sér að- stæður á nýja vinnustaðnum. Æra metin í ærgildum? Engar takmarkanir virðast á upplognum hugarórum til þess eins að eyðileggja mannorð heiðarlegs fólks. Jón Ingi Gíslason, formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, grípur til varna eftir að fréttir um ákæru á hendur honum fyrir skattsvik komu fram. Baráttukonur sjá rautt Leiga á líkömum kvenna er þarna kynnt til sögunnar sem hluti af hressilegu sumarfríi en ekki birtingarmynd kynferðislegs ofbeldis. Hildur Lilliendahl Viggósdóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir tóku flugfélagið WOW á beinið á vefritinu Knúz.is fyrir sérkennilegan auglýsingatexta um Amsterdam þar sem vakin var athygli á að þar mætti finna vændiskonur og gras til reykinga. VÁ! Óheppni Við hjá WOW air viljum biðjast velvirðingar á því að þessi skrif hafa sært eða móðgað einhvern en það var svo sannarlega ekki ætlunin. Við höfum fjarlægt textann af heimasíðu okkar. Flugfélagið WOW brást snarlega við ábendingum og harðri gagnrýni á fyrirtækið fyrir kvenfyrirlitningu í kynningu á Amsterdam. Árni vinalausi Við verðum greinilega að fá þig heim Árni til að lesa fréttir. Þú átt enga vini. Árni Snævarr, upplýs- ingafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum og fyrrverandi fréttamaður á Stöð 2, furðaði sig á því á Facebook að Logi Bergmann Eiðsson skyldi stíga fram í Íslandi í dag og tjá sig um áralanga vináttu hans og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Gamla fréttahauknum þótti óheppilegt að vinátta fréttalesara, eins og Loga, og forsætisráðherra færi höfð í flimtingum. Logi var skjótari en skugginn að skjóta til baka. Íslenskt óeðli Stjórnmálamenn, fjölmiðla- menn, bloggarar og margir fleiri taka af fullum krafti þátt í eineltinu og oftar en ekki er fórnarlambið einhver sem truflar vegferð hinna velheppnuðu eða sker sig úr á nokkurn hátt – í skoðunum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, kvað sér hljóðs í vikunni og kvartaði yfir eineltistilburðum í stjórnmálaumræðunni. Sérstaklega misbýður henni meðferðin á Jóni Bjarnasyni og Vigdísi Hauksdóttur.  Vikan sEm Var Voltaren 11,6 mg/g, hlaup. Inniheldur 11,6 mg af díklófenaktvíetýlamíni. Ábendingar: Staðbundnir bólgukvillar. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir og börn 14 ára og eldri: 2-4 g af hlaupi borið á aumt svæði 3-4 sinnum á sólarhring. Mælt er með handþvotti eftir notkun, nema verið sé að meðhöndla hendur. Ef meðhöndla á bráð, minniháttar meiðsli í stoðkerfi skal ekki nota Voltaren lengur en 7 daga án samráðs við lækni. Hafið samband við lækninn ef einkenni eru viðvarandi eða versna eftir meðferð í 7 sólarhringa. Frábendingar: Ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, asetýlsalisýlsýru og öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID). Sjúklingar sem hafa fengið astma, ofsakláða eða bráða nefslímubólgu af völdum asetýlsalisýlsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID) eiga ekki að nota lyfið. Síðustu 3 mánuðir meðgöngu. Má ekki nota handa börnum og unglingum 14 ára og yngri. Sérstök varnaðarorð: Má eingöngu bera á heila og heilbrigða húð og alls ekki á slímhúðir eða augu. Getur valdið húðertingu. Varast skal mikið sólarljós, notkun samhliða bólgueyðandi lyfjum eða að hylja notkunarsvæðið með loftþéttum umbúðum. Gæta skal sérstakrar varúðar hjá öldruðum eða astma-/ofnæmis-sjúklingum (hefur valdið berkjukrampa). Hætta á meðferð ef útbrot koma fram eftir notkun. Við notkun á stór húðsvæði eykst hættan á almennum aukaverkunum, t.d. á nýru. Við brjóstagjöf eða meðgöngu má eingöngu nota lyfið í samráði við lækni. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfis hafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ Fæst án lyfseðils Verkjastillandi bólgueyðandi Veldur síður lyfjaáhrifum um allan líkamann eins og þegar töflur eru teknar inn 18 viðhorf Helgin 31. maí-2. júní 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.