Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.05.2013, Síða 20

Fréttatíminn - 31.05.2013, Síða 20
Við bjóðum góða þjónustu E N N E M M / S ÍA / N M 5 6 5 8 0 Við hjólum í verkin Undanfarnir mánuðir hafa sannarlega verið viðburðaríkir hjá Íslandsbanka Þriðja árið í röð bárum við sigur úr býtum í átakinu Hjólað í vinnuna í flokknum 800+ starfsmenn. Við endurgreiddum um 20 þúsund viðskiptavinum okkar vexti upp á samtals um 2,5 milljarða króna. Ergo hefur endurreiknað yfir 7.200 lán einstaklinga og fyrirtækja. Nýtt og endurbætt app Íslandsbanka með Hraðfærslum og stöðuyfirliti leit dagsins ljós. Netbankinn er betri en nokkru sinni með umbótum á notendaviðmóti. Við unnum að breytingum á útsendingu greiðsluseðla til að efla pappírslaus viðskipti og settum okkur metnaðarfull markmið í umhverfisstjórnun. Við vorum hreyfiafl í uppbyggingu verðbréfamarkaðarins með útgáfu víxla og skuldabréfa og vorum umsjónaraðilar í hlutafjárútboði í Tryggingamiðstöðinni hf. Vilborg Arna pólfari kom til liðs við okkur og kenndi okkur og viðskiptavinum markmiðasetningu með fyrirlestraröðinni „Það er svalt að setja sér markmið“. VÍB og Kauphöllin stóðu að verkefninu Raddir atvinnulífsins, við héldum námskeið í notkun á Meniga og settum upp fasteignamælaborð á vefnum okkar í samvinnu við DataMarket. Við efndum til funda og fræðslu um Warren Buffet, Steve Jobs, tækifæri á norðurslóðum, skráningum VÍS og TM, húsnæðismál, efnahagsmál, séreignarsparnað og margt fleira. Við buðum hjálparhönd og gáfum starfsfólki tækifæri til að verja vinnudegi í sjálfboðavinnu í þágu góðs málefnis. Við veittum Hvatningarverðlaun í ferðaþjónustu, stóðum að Frumkvöðlakeppni kvenna ásamt FKA og Opna háskólanum í Reykjavík, veittum styrki úr Frumkvöðlasjóði til verkefna á sviði orku- og sjávarútvegs og styrkjum barna- og unglingastarf Golfsambands Íslands. Já, og svo þeystum við rúmlega 30.000 kílómetra í Hjólað í vinnuna og tókum okkar flokk með trompi.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.