Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.05.2013, Síða 22

Fréttatíminn - 31.05.2013, Síða 22
Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is sjónarhóll H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 3- 14 64 Draumaferð á hverjum degi ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“ á Facebook Ef þú vilt sparneytinn og rúmgóðan fjölskyldubíl sem kemur skemmtilega á óvart er óþarfi að leita lengra. Nýr Mercedes-Benz B-Class eyðir frá aðeins 4,4 l/100 km í blönduðum akstri og mengar svo lítið að hann fær frítt í stæði í Reykjavík í 90 mínútur. Mercedes-Benz B-Class með 7 þrepa sjálfskiptingu kostar frá 5.090.000 kr. Hlökkum til að sjá þig í sýningarsal Öskju á Krókhálsi 11. Mercedes-Benz B-Class 180 CDI með 7 þrepa sjálfskiptingu, rafstýrðri árekstrarvörn og glæsilegum aukahlutapakka. Verð 5.590.000 kr. Til afhendingar strax. · Hiti í sætum · Inniljósapakki · Hraðastillir · 16” álfelgur · Heilsársdekk · Bakkmyndavél · Krómpakki · Rafstýrt bílstjórasæti með minni · Sæta-þægindapakki · Málmlitur Fullkomnunarárátta kvenna Mistökin skapa meistarann a f hverju þurfa konur alltaf að ein-blína á veikleika sína í stað þess að horfa á styrkleikana,“ spurði góð vinkona mig fyrir stuttu, þegar hún sagði mér frá spennandi starfi sem hún var að velta fyrir sér að sækja um. Þetta var starf sem var nánast búið til fyrir hana, svo mörg hæfnisskilyrði uppfyllti hún. Samt sem áður var hún full efasemda um að hún kæmist ekki einu sinni í viðtal. Þegar ég lauk grunnnámi í há- skóla datt mér í hug að ég gæti haft gaman af blaðamennsku. Það hvarflaði hins vegar ekki að mér að sækja um starf á fjöl- miðli, heldur skráði ég mig í hagnýta fjölmiðlun, sem var diplóma nám í Háskóla Íslands fyrir þá sem lokið höfðu BA prófi. Nemendurnir voru, að mig minnir, 18 talsins – og allt konur. Okkur skólasystrunum var tíðrætt um ástæður þess að í hóp okkar væru engir karlar. Samanlögð reynsla okkar, vangaveltur og umræður leiddu okkur að þeirri niðurstöðu að karlmennirnir sæu líklega ekki ástæðu til að fara í þetta nám. Þeir einfaldlega sóttu um vinnu á fjölmiðlum – og fengu. Ég veit ekki til þess að nokkur okkar hafi sótt um vinnu á fjölmiðli fyrir þennan tíma og fengið höfnun. Við höfðum einfaldlega ekki þorað að reyna. Þó svo að námið hafi ekki reynst neitt sérstaklega hagnýtt gaf það okkur hins vegar fyrst og fremst kjark og þor til þess að ganga inn á rit- stjórnarskrifstofu fjölmiðlanna og sækja um starf. Með diplóma í höndunum. Eitt af því sem konur kljást við á lífs- leiðinni er fullkomnunarárátta. Það má til að mynda sjá á vinnubókum grunn- skólabarna þar sem bækur stúlknanna eru ósjaldan snyrtilegri og vandaðri en drengjanna. Ég veit að þetta er alhæfing – en hana byggi ég á reynslu minni. Eitt mest notaða skriffæri stúlkna í skólum er strokleðrið. Sjálf man ég eftir frústra- sjóninni sem helltist yfir mig í teikningu – því ég var (og er) arfaslakur teiknari. Því er áhugavert að kynnast, í gegnum sjö ára dóttur mína, því hvernig Hjalla- stefnan vinnur gegn fullkomnunaráráttu stúlkna, sem Margrét Pála hjallastefnu- höfundur, hefur sett fingur á. Í Hjalla- stefnuskólum eru engin strokleður. Það er því ekki hægt að leiðrétta, lagfæra, skrifa betur. Jafnframt er reglulega haldin svokölluð mistakavika hjá stúlk- unum. Í mistakaviku (þeim er ekki sagt frá því að nú standi yfir mistakavika) er þeim falin ýmis verkefni sem dæmd eru til að mistakast, svo sem að halda eggjum á lofti. Þegar eggin detta í gólfið og brotna er þeim hrósað fyrir hversu duglegar þær voru að æfa sig að halda eggjum á lofti. Þannig er þeim kennt að það er í lagi að gera mistök enda er ein af kjarnasetningum Hjallastefnunnar (sem ég heyri oft notaða heima hjá mér): æfingin skapar meistarann. VikAn í tölum 18 mánuðir eru síðan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söng- kona og Davíð Sigur- geirsson, kærasti hennar, fluttust til Noregs. Þau er nú á heimleið. 5 ár eru síðan Gunnar Heiðar Þorvalds- son skoraði síðast fyrir íslenska lands- liðið í knattspyrnu. Hann spilaði síðast landsleik í febrúar 2012. 4,6 milljarða hagnaður varð af rekstri Íslands- banka á fyrsta ársfjórðungi. Það er einum milljarði minna en á sama tíma í fyrra. 100 reiðhjól verða boðin upp hjá óskilamuna- deild lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu annan laugardag, 8. júní. 2 milljónir króna þarf Lýður Guðmunds- son, fyrrverandi stjórnarformaður Exista, að greiða í sekt vegna hlutafjáraukningar í Exista í lok árs 2008. 348 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta fyrstu fjóra mánuði ársins. 22 fréttir Helgin 31. maí-2. júní 2012 vikunnar

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.