Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.05.2013, Síða 37

Fréttatíminn - 31.05.2013, Síða 37
Litríkt kaffi beint frá kaffibóndanum Arturo í Gvatemala kaffitar.is Þ egar við notum opinn efnivið eins og greinar, mold, sand, steina og laufblöð getum við leyft ímynd­ unaraflinu að ráða hvaða hlutverki hver hlutur gegnir í leik og starfi,“ segir Guðný Rúnarsdóttir, meistaranemi í listkennslu við Listaháskóla Íslands. Í vikunni stóð hún fyrir vinnustofu nemenda, kennara og foreldra í Landakotsskóla. Að mati Guðnýjar hvetur notkun á opnum efniviði til skapandi hugsunar. „Á skólalóðum er oft mikið malbik og frekar kuldalegt um að litast og umhverfið í föst­ um skorðum. Hefðbundin leiktæki hafa aðeins nokkra möguleika og segja okkur fyrirfram hvað á að gera.“ Markmiðið með vinnustofunni er að auka fjölbreytni á skólalóð Landakotsskóla og að þátttakend­ ur komist í meiri tengsl við náttúruna. „Þegar allir leggjast á eitt þá kemur eitt­ hvað gott út úr því svo það var spennandi að sjá hugmyndir þátttakenda verða að veruleika,“ segir Guðný. Byggingarnar munu sennilega standa í nokkrar vikur og skólalóðin er opin öllum svo fólk getur notið þeirra í sumar. „Seinna er svo hægt að endurtaka leikinn og þá breytist um­ hverfið með fólkinu sem er þar á hverjum tíma,“ segir Guðný. Rannsóknir á útinámi hafa sýnt að nem­ endur tengja skólalóðina við skólann í sín­ um huga en að kennarar og skólastjórn­ endur aftengi oft þetta tvennt og líti á skólabygginguna sem skólann sjálfan en skólalóðina sem aukaatriði. Að mati Guð­ nýjar ætti að vera heildræn stefna á milli þess að nema inni í skólabyggingum, úti á skólalóðinni og í nágrenni skólanna. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is  Menntun SaMvinnuverkefni við LandakotSSkóLa Byggingar úr greinum við Landakotsskóla Nemendur, foreldrar og starfsfólk Landakots- skóla breyttu út af vananum í vikunni og komu saman og smíðuðu bygg ingar úr greinum. Verkið bar yfirskriftina Greinar verða skjól og um- sjón með því hafði Guðný Rúnarsdóttir, meistara nemi í listkennslu. Markmiðið var að gefa ímyndunar- aflinu lausan tauminn og hafa áhrif á umhverfi Landakots- skóla. Guðný Rúnarsdóttir meist- aranemi í listkennslu ásamt hressum börnum í Landakots- skóla. Í vikunni byggðu þau saman hús úr greinum. Mynd/Hari. Nemendur, foreldrar og starfsfólk Landskotsskóla komu saman í vikunni, gáfu ímyndunaraflinu lausan tauminn og byggðu hús úr trjágreinum. umhverfi 37 Helgin 31. maí-2. júní 2012

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.