Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.05.2013, Síða 46

Fréttatíminn - 31.05.2013, Síða 46
Dagur 1 - Gamli bærinn Kaffið fyrir kastalaheimsókn Það úir og grúir af keðjukaffihúsum í Edinborg en eigendur Brew Lab (6 College Street) hafa meiri áhuga á góðu kaffi en útþenslu. Skyldustoppið Edinborgarkastali er helsta kenni- leiti borgarinnar og þeir sem mæta með fyrri skipunum sleppa við hjarðir af ferðamönnum. Hliðin opna klukkan hálftíu. Royal Mile Minjagripabúðir standa hlið við hlið á Royal Mile, götunum sem liggja í beinni línu frá kastalanum og niður að þinghúsinu. Það er engu að síður gaman að rölta eftir þessu gamla að- alstræti og þræða verslunargöturn- ar sem liggja þar fyrir neðan, t.d. Victoria Street og Haymarket. Þing- húsið er opið almenningi alla daga nema sunnudaga og það kostar ekk- ert inn. Hollyroodhouse slottið er lokað yfir hásumarið þegar Elísa- betar II. flytur inn en annars geta ferðamenn ráfað þar um. Calton Hill Þessi hóll við austurenda miðborg- arinnar er einn elsti almennings- garður Breta. Héðan er útsýnið ein- stakt yfir gamla og nýja bæinn og út til sjávarsíðunnar. Á toppi hæðar- innar er National Monument sem er sennilega þekktasta ókláraða mann- virki borgarinnar. Kvöldmatur The Outsider (15 George IV Bridge) er vinsæll því þar er sambandið milli gæða og verðs gott. Matseðill- inn er fjölbreyttur og óhætt er að mæla með fiski dagsins. Það borgar sig að panta borð. Dagur 2 - Nýi bærinn Egg og skoskur lax Það er viðeigandi að borða blóð- mör með morgunmatnum að hætti Skota. Þeir sem vilja fara fínna í þetta kíkja í kjallarann hjá Urban Angels (Hannover Street 121) og fá sér Egg Benedict með skoskum laxi. Ríkislistin Við rætur kastalahæðarinnar er Na- tional Gallery of Scotland til húsa í tveimur byggingum. Í þeirri aftari er að finna brot af þekktustu lista- verkum þjóðarinnar ásamt nokkr- um góðum frá frægustu málurum síðustu alda. Frítt inn. Verslað Princes Street blasir við þegar komið er út af safninu. Þar er nóg af búðum og líka á Queen Street og George Street sem liggja samhliða Princes Street. Fiskur og franskar Það er ávallt nýr fiskur á boðstól- um á Queens Arms (49 Frederick Street) og þar er daglega skipt um djúpsteikingarfeiti. Það er því leit að jafn bragðgóðri útgáfu af þessum þekkta rétti. Á pöbbinn til Fraser Hann er með mikið yfirvaraskegg hann Fraser Gillespie á Jay´s Bar (Jamaica Street 39). Og sá hefur gaman að því að segja fólki frá öl- inu sínu og viskíinu. Það er leit að huggulegri knæpu í borginni. Farið í hundana Á annarri hæð Hannover Street 110 er The Dogs til húsa. Stemningin er heimilisleg og maturinn sömuleiðis. The Dogs eru meðal annars fastur liður í ferðabókum Michelin sem segir sína sögu. Kristján Sigurjónsson ritstjorn@frettatiminn.is Kristján Sigurjónsson heldur úti ferða- vefnum Túristi.is en þar geturðu lesið meira tengt ferðalögum til Edinborgar. 46 ferðir Helgin 31. maí-2. júní 2012  Skotland Rölt í höfuðboRginni Fáðu meira út úr Fríinu Gerðu verðsamanburð á hótelum oG bílaleigum út um allan heim oG bókaðu sértilboð á GistinGu á túristi.is T Ú R I S T I Það fer ekki mikið fyrir hinum rómaða Kay´s Bar í Nýja bænum í Edinborg. Tveir dagar í Edinborg Í höfuðborg Skotlands er nánast allt í göngufæri eins og Kristján Sigurjónsson komst að. Hér er tillaga að rölti milli þekktustu staða borgarinnar með nokkrum góðum nestisstoppum. Í hinum glæsilega gamla hluta Edinborgar hefur útimálning ekki átt upp á pall- borðið. Fararstjóri: Steinunn H. Hannesdóttir Sumar 16 24. - 31. ágúst Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Útivist í Tíról Í þessari skemmtilegu útivistarferð til Austurríkis gefst farþegum tækifæri til að stunda hressandi hreyfingu og fyllast krafti og ánægju í töfrandi umhverfi Alpanna. Það verður gengið og hjólað eftir fjölbreyttum leiðum auk þess sem stundaðar verða léttar æfingar og teygjur. Gist á rómantísku fjallahóteli með nýlegri heilsulind. Verð: 188.800 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið!

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.