Fréttatíminn - 31.05.2013, Síða 58
58 skák og bridge Helgin 31. maí-2. júní 2012
Skákakademían Opna íSlandSmótið í Skák hefSt í dag í turninum BOrgartúni
Skákin í hæstu hæðum
Þ að er óhætt að segja að Skák-samband Íslands sé í hæstu hæðum: Í dag hefst sjálft
Íslandsmótið í skák á efstu hæð í
Turninum við Borgartún. Af tuttug-
ustu hæð er mikilfenglegt útsýni
yfir alla borg og nærsveitir. Og án
efa mun útsýnið næstu tíu daga
veita keppendum innblástur. Í fyrsta
skipti er mótið öllum opið, sem þýðir
að fulltrúar úr allri fæðukeðju skák-
manna eiga sína fulltrúa: Þarna eru
gamalreyndar kempur og margfald-
ir meistarar, þrautreyndir áhuga-
menn úr öllum landsfjórðungum
og – ekki síst – skari af efnilegum
krökkum, sem nú fá að tefla innan
um meistarana!
Stigahæstur er stórmeistarinn
Héðinn Steingrímsson, sem í tví-
gang hefur orðið Íslandsmeistari.
Hann á hið glæsilega met að hafa
hampað titlinum 15 ára gamall,
yngstur í hundrað ára sögu mótsins.
Héðinn hefur í vetur dvalið við nám
og skák í Texas, og hlýtur að teljast
sigurstranglegur með metnað sinn,
atorku og 2558 stig.
Næstur að stigum kemur okkar
bráðefnilegi Hjörvar Steinn Grétars-
son, kominn með tvo stórmeistaraá-
fanga af þremur. Hann stendur á
tvítugu og er með 2516 stig. Hjörvar
Steinn mun mæta grimmur og glað-
beittur til leiks, svo mikið er víst.
Þriðji að stigum er Hannes Hlífar
Stefánsson, sem fæddist skákárið
mikla 1972. Hann hefur síðustu
árin dalað nokkuð á stigalistanum,
og hefur nú 2507 stig, sem hreint
ekki endurspeglar hæfileika hans.
Hannes Hlífar hefur oftast allra
orðið Íslandsmeistari í skák – ellefu
sinnum!
Þá erum við komin að Henrik
Danielsen stórmeistara, sem hefur
2505 stig, og sem hefur þegar unnið
Íslandsmeistaratitilinn einu sinni.
Henrik er danskrar ættar, en flutti
til Íslands fyrir sjö árum og hefur
síðan auðgað íslenskt skáklíf til mik-
illa muna. Hann er allra okkar stór-
meistara iðnastur við taflborðið, auk
þess að hafa kennt skák á Íslandi,
Grænlandi og í Afríku. Af öðrum
afrekum má nefna að enginn hefur
á Íslandi teflt fleiri blindskákir sam-
tímis en Henrik: fyrir fáum árum
tefldi hann 18 blindskákir samtímis,
gegn mjög efnilegum ungmennum.
Hann vann 15 og gerði þrjú jafntefli!
Margir munu fylgjast með Stefáni
Kristjánssyni stórmeistara, sem nú
hefur 2494 stig. Stefán er einn mesti
hæfileikamaður sem fram hefur
komið í íslensku skáklífi á síðustu
árum, en á ennþá eftir að landa
sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli.
Ekki verður síður gaman að
fylgjast með Braga Þorfinnssyni
alþjóðameistara, sem á dögunum
landaði sínum fyrsta stórmeistaraá-
fanga. Guðmundur Kjartansson
mun örugglega velgja hverjum sem
er undir uggum og Björn Þorfinns-
son er til alls vís. Gaman er að sjá
kempur á borð við Sævar Bjarnason
alþjóðameistara og Gylfa Þórhalls-
son margfaldan meistara af Norður-
landi, innanum fjölskrúðugan kepp-
endahóp, sem er á öllum aldri.
Lenka Ptacnikóva er stigahæst
kvenna. Hún er margfaldur Íslands-
meistari síðustu ára, stórmeistari
kvenna að tign, og gríðarlega góður
skákkennari. Á Opna Íslandsmótinu
2013 er jafnframt keppt um Íslands-
meistaratitil kvenna. Þar er Lenka
vitaskuld sigurstranglegust, en
enginn skyldi vanmeta þær ungu og
bráðefnilegu stúlkur sem stigið hafa
fram á síðustu árum.
Eitt er víst. Íslandsmótið í skák
2013 er í anda einkunnarorða skák-
hreyfingarinnar: Við erum ein fjöl-
skylda!
skákþrautin
Hvítur mátar
í 2 leikjum
Svarti kóngurinn virðist í
góðu skjóli, en það á fyrir
honum að liggja að kafna
í kastalanum. Sérðu
hvernig hvítur klárar
dæmið?
í slenska landsliðið í opnum flokki gerði sér lítið fyrir og vann sigur á Norðurlandamótinu í bridge
sem fram fór um síðustu helgi á Hótel
Keflavík. Spilarar í landsliði Íslands
í opnum flokki voru Jón Baldurs-
son-Þorlákur Jónsson, Aðalsteinn
Jörgensen-Bjarni H. Einarsson og
Ragnar Hermannsson-Guðmundur
Snorrason. Allar Norðurlandaþjóð-
irnar mættu til leiks í opnum flokki
en líka var keppt í kvennaflokki. Þar
vantaði fulltrúa Finnlands og Fær-
eyja. Í opnum flokki var spiluð tvöföld
umferð og 16 spila leikir. Íslands vann
sigur í öllum leikjum fyrri umferðar-
innar og lögðu grunninn að sigrinum.
Í síðari umferð tapaðist leikurinn
gegn Danmörku og jafntefli í leiknum
gegn Finnum en Svíar, Færeyingar
og Norðmenn lutu í gras. Það nægði
til að skila næsta öruggum sigri þar
sem lið Danmerkur var eina þjóðin
sem veitti Íslandi keppni. Lokastaða í
opnum flokki var:
1. Ísland ................................................ 137,10
2. Danmörk.......................................... 129,17
3. Finnland .......................................... 108,07
4. Noregur ........................................... 95,50
5. Svíþjóð ............................................. 74,29
6. Færeyjar .......................................... 55,87
Sveit Dana vann sigur í kvenna-
flokki eftir úrslitaleik við Noreg.
Spilarar í sveit Dana í kvennaflokki
voru Hella Rasmussen-Lone Bilde
og Fia Houlberg Jensen-Kristina
Lund Madsen. Kvennalið Íslands
var skipað Önnu Ívarsdóttur-Guð-
rúnu Óskarsdóttur, Ólöfu Þorsteins-
dóttur-Svölu Pálsdóttur og Bryndísi
Þorsteinsdóttur-Maríu Haraldsdótt-
ur. Þær höfnuðu í fjórða sæti eftir
tap í úrslitaleik um bronsið gegn liði
Svíþjóðar. Bötlerárangur íslensku
paranna var jafn og góður í opnum
flokki. Jón Baldursson og Þorlákur
Jónsson deildu efsta sætinu með
0,67 impa í plús með Terja Aa-Allan
Livgård frá Noregi. Í þriðja og fjórða
sæti voru jafnir Aðalsteinn-Bjarni
og Ragnar-Guðmundur með 0,56
impa í plús. Við skoðum hér síðasta
spilið í mótinu í leik Íslands gegn
Finnum. Austur var gjafari og eng-
inn á hættu. Þorlákur Jónsson var
með suðurspilin og átti út gegn 3
gröndum. Hann var með: KG9753,
65, 84, K109.
Sagnir höfðu gengið þannig að
austur opnaði á einum tígli, Þorlák-
ur sagði 2 spaða (veik innákoma),
vestur doblaði til úttektar og austur
stökk í þrjú grönd.
Bridge nOrðurlandamótið
Íslenska landsliðið Norðurlandameistari
Lausn:
1.Rg6+!! hxg6 2.Dh6 mát
ÞITT VILLTAH ARTAJ
Helg ina 7 . – 9. jún í - Lýsuhól i , Snæfel lsnes i
Y o u r W i l d H e a r t - A w e e k e n d o f d a n c i n g 5 R h y t h m s ® , Y o g a , R i t u a l & C e r e m o n y a n d S t o r y t e l l i n g .
Kennarar :
S igurborg Kr . Hannesdótt i r / 5Rytmar
Annska Ólafsdótt i r / 5Rytmar
Auður B jarnadótt i r / Jóga
• 5 R y t m a ® d a n s
• J ó g a
• S ö g u s t u n d i r
• R i t ú a l
Ævintýraleg helgi til að næra þitt villta hjarta,
líkama og sál í einstakri náttúru.
S k r á n i n g o g u p p l ý s i n g a r : K o l b r ú n G u ð m u n d s d ó t t i r
i n f o @ 5 r y t m a r . i s - s í m i 8 6 9 3 9 0 4 .
w w w . d a n s f y r i r l i d . i s
Þorláki leist ekkert á spaðaútspilið og
spilaði út laufatíu. Sagnhafi setti lítið í
blindum, Jón drottningu og hélt áfram
með litinn. Sagnhafi átti aðeins 8 slagi
og gat ekki búið til þann níunda. Þrjú
grönd í AV var lokasamningurinn á öllum
borðum í Norðurlandamótinu og fékk að
standa á 8 borðum af 10. Á hinu borðinu
fékk Aðalsteinn 9 slagi.
nýr formaður í
Bridgefélagi reykjavíkur
Nýverið var haldinn aðalfundur Bridge-
félags Reykjavíkur. Nýr formaður var
kosinn, Bergur Reynisson. Fráfarandi for-
maður, Rúnar Einarsson lét af störfum.
Hár prósentusigur
í sumarbridge
Á öðru kvöldi sumar-
bridge var góð þátttaka,
29 pör mættu til leiks á
öðru spilakvöldinu 22.
maí. Leifur Aðalsteins-
son og Guðmundur
Ágústsson gerðu sér
lítið fyrir og unnu með
65,2% skor. Jafnir í 2.
sæti voru Sigurður
Steingrímsson-Krist-
inn Kristinsson og
Brynjar Jónsson-Ingvar
Hilmarsson með 56,6%.
Spilað er á mánudags-
og miðvikudagskvöld-
um í sumarbridge.
Íslensku spilar-
arnir voru að vonum
ánægðir með sigur-
inn á Norðurlanda-
mótinu. Á myndinni
eru þeir með Árna
Sigfússyni bæjar-
stjóra í Reykjanesbæ
og Jafet Ólafssyni,
forseta Bridgesam-
bands Íslands.
♠64
♥ÁD832
♦96
♣D532
♠ KG9753
♥ 65
♦ 84
♣ K109
♠ 1082
♥ K1097
♦ D107
♣ Á74
♠ ÁD
♥ G4
♦ ÁKG532
♣ G86
n
s
V a
Lenka:
Fremst
skák-
kvenna og
margfaldur
Íslands-
meistari.
74,6%
... kvenna
35 til 49 ára
á höfuðborgar-
svæðinu
lesa
Fréttatímann*
*konur 35 – 49 ára
á höfuðborgarsvæðinu.
Capacent jan-mars. 2013
H E LGA R BL A Ð