Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.05.2013, Side 70

Fréttatíminn - 31.05.2013, Side 70
H ún átti fyrst að heita Landís en Landsbankinn vildi ekki lána mér peninga. Pabbi lánaði mér í staðinn og því varð ég eiginlega að nefna búðina eftir honum,“ segir Gylfi Þór Valdimarsson sem hefur opnað ísbúðina Valdísi í verbúðunum á Grandagarði. Gylfi er nýfluttur til landsins eftir tólf ára búsetu í Danmörku. Hann er kokkur að mennt og hefur unnið í faginu í tvo áratugi. „Ég var að vinna á Hilton í fimm ár og var svo í Danmarks Radio í sex ár. Nú langar mig að gera eitthvað nýtt. Það er gaman að gera eitt- hvað sjálfur, að þurfa ekki að treysta á aðra í kringum sig.“ Gylfi kveðst hafa furðað sig á því af hverju Íslend- ingar borði allir sama „loft ísinn“. Þeir geti allt eins sett lakkrís eða Snickers inn í frysti og fengið sér bita. Hann kemur heim með háleitar hugmyndir. „Ég ætla að reyna að breyta íslenskri ísmenningu. Ég ætla að gefa Íslendingum að smakka góðan ís, alvöru ís,“ segir hann ákveðinn. Hvað verður á boðstólum í Valdísi? „Það verður ferskur ís á hverjum degi. Hér verður ítalskur gelato-ís, sorbet og líka soft-ís. Sorbet-ísinn er mjólkurlaus ís sem er gerður úr sykurblöndu og ferskum ávöxtum. Þegar ég geri ananas-sorbet tek ég sykurblönduna mína og blanda við ferskan ananas,“ segir Gylfi sem kveðst munu bjóða upp á 20 tegundir af ís í borðinu hverju sinni. Hvaða tegundir verða í boði ræðst af framboði á fersku hráefni hverju sinni. Mikil uppbygging er nú á Grandagarði eftir að listamenn hreiðruðu um sig í gömlu verbúðunum. Sjóminjasafnið er beint á móti og Sögusafnið verður opnað í gamla Ellingsen-húsinu innan tíðar. Þá verður ítalskur veitingastaður opnaður við hlið ísbúðarinnar í sumar. „Þetta er frábært húsnæði sem ég datt inn á. Ég var bara svo heppinn að geta selt það konsept fyrir listamennina í kring að ísbúð myndi trekkja að fólk hingað. Þetta á eftir að verða líflegt hér,“ segir Gylfi. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is  Sumar Gylfi Þór ValdimarSSon opnar íSbúðina ValdíSi á GrandaGarði Ætlar að breyta íslenskri ísmenningu Þegar Gylfi Þór Valdimarsson flutti heim eftir tólf ára búsetu í Danmörku fannst honum ísmenn- ing landans ekki upp á marga fiska. Hann hefur því opnað eigin ísbúð og kemur með ferska strauma frá gamla höfuðstaðnum. Gylfi Þór Valdimarsson hefur opnað ísbúðina Valdísi í verbúðunum á Grandagarði. Gylfi er kærasti leikkonunnar Önnu Svövu Knútsdóttur og hefur hún aðstoðað hann við undirbúning opnunarinnar. Ljósmyndir/Hari  KViKmyndir anton máni oG Guðmundur SlóGu í GeGn með HValfjörð Frá Remax á rauða dregilinn í Cannes „Fasteignasalan er ekki það ólík framleiðslunni. Og ég hef getað nýtt ýmsa reynslu úr framleiðslunni í fasteignasöluna og öfugt,“ segir Anton Máni Svansson, aðalframleiðandi stuttmyndarinnar Hvalfjörður sem hlaut dómnefndarverð- laun á kvikmyndahátíðinni í Cannes um liðna helgi. Anton framleiddi myndina ásamt Guðmundi Arnari Guð- mundssyni, sem jafnframt er leikstjóri og handritshöfundur hennar. Anton Máni hefur getið sér gott orð sem sölumaður fast- eigna hjá Remax. Hann er 28 ára gamall en hefur starfað sem sölumaður síðan 2007. „Þetta byrjaði nú bara þannig að ég og konan vorum að reyna að fjárfesta í húsnæði en mér fannst þjónustan sem ég fékk ekki nógu góð. Ég hugsaði með mér að ég gæti gert betur og ákvað að sækja um starf. Svo datt ég þarna inn á versta tíma, rétt fyrir hrun,“ segir hann. Anton Máni hefur verið viðloðandi kvikmyndagerð síðan 2004. Hann kveðst hafa fengist við hitt og þetta og áhuginn ágerðist sífellt. Hægt og bítandi færði hann sig yfir í fram- leiðslu. „Það kom í ljós að ég var ábyrgi aðilinn,“ segir hann léttur í bragði. Anton kynntist Guðmundi Arnari árið 2007 og saman gerðu þeir tilraunakennda stuttmynd árið 2008. Sam- starf þeirra leiddi svo af sér verðlaunamyndina Hvalfjörð sem verður að líkindum frumsýnd hér á landi í haust. Anton og Guðmundur Arnar ætla að hamra járnið meðan það er heitt. Næst á dagskrá er kvikmynd í fullri lengd, Hjartasteinn, sem þegar er komin með vilyrði um fjármögn- un hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Umsetnir í Cannes. Rúnar Rúnarsson meðframleiðandi Hvalfjarðar, Guðmundur Arnar leikstjóri og Anton Máni framleiðandi. Mynd/Halldór Kolbeins Erótíska skáldsagan Elskhuginn kemur út í næstu viku. Bókin er eignuð Karl Franssyni sem er dulnefni höfundarins sem sagður er vel þekktur og hafi hlotið ýmsar viðurkenningar á ferli sínum. Fréttatíminn greindi frá huldupennanum fyrir viku og strax í kjölfarið fóru forvitnir að bera sig upp við útgefandann, bæði með til- gátur og spurningar um hver stæði í raun og veru á bak við Elskhugann. Höfundurinn sjálfur segir að dulnefnið standi fyrir „maður frá Frakklandi.“ Sagan gerist í París og í viðtali við Fréttatímann lýsti Karl Fransson dálæti sínu á borginni. Þetta varð til þess að böndin bárust að Þorgrími Þráinssyni sem sagður er mjög hrifinn af borginni. Forlagið gefur ekkert uppi um hver er þarna á ferðinni frekar en að á þeim bænum hafi verið flett ofan af Stellu Blómkvist sem einnig gefur út hjá Forlaginu. Glæpasögur Stellu hafa gert hana að þekktasta hulduhöfundi lands- ins og að sögn Egils Jóhannssonar, hjá Forlaginu, vilji margir meina að Karl og Stella séu sami höfundurinn. Nafn Árna Þórarinssonar hefur einnig verið nefnt í þessu sambandi en hann er einn þeirra sem legið hefur undir grun um að vera Stella og ýmsir telja að hann hafi fært sig frá glæpum yfir í erótík í skjóli nafnleyndar. Aðrir sem hafa í gegnum árin verið bendlaðir við Stellu Blóm- kvist eru til dæmis Davíð Oddsson, Elías Snæland Jónsson og Auður Haralds að ógleymdum Stefáni Jóni Hafstein en þeir sem halla sér að kenningunni um að hann sé höfundur Elskhugans benda á að hann sé nýkominn heim frá Afríku og hafi gert sig gildandi í samfélagsumræð- unni undanfarið en kjósi að skrifa erótíkina án þess að tengja sig henni beint. -þþ  Karl franSSon leitað að HulduHöfundi Ýmsir grunaðir elskhugar Þorgrímur Þráinsson er að sumra mati líklegur höfundur Elskhugans en bókin kemur út í næstu viku og þá má ætla að leitin að höfundin- um byrji fyrir alvöru þegar textarýnar sökkva sér í erótíkina með kenn- ingar á lofti. F r a n z K o r t Patrice er þrítugur arkitektanemi af íslenskum ættum sem vinnur með náminu á lúxushóteli í París. Lífið er í föstum skorðum þar til hann kemst í kynni við hina heill- andi Mirabelle, konu auðugs demantakaupmanns, sem er að leita sér að nýju leikfangi ... eða hvað? Hún getur veitt Patrice meiri unað en hann hefur nokkru sinni áður upplifað en hvað vill hún fá í staðinn og hvers vegna er hún að draga hann inn í heim hinna ríku og frægu? Hún er heldur ekki eina konan sem kveikir hjá honum ástríðubál og löngun til æsilegs kynlífs – og fyrr en varir er hann kominn í aðstæður sem geta leitt hann á hálar slóðir háskalegra nautna. Höfundurinn hefur víða getið sér gott orð og hlotið ýmsar viðurkenningar á ferli sínum en Elskhuginn er fyrsta erótíska skáldsaga hans. Fr a n z Ko r t Ég var á valdi Mirabelle. Það gæti kostað mig starfið. Hún lokaði ekki á eftir sér. Ég nam staðar og leit aftur fyrir mig áður en ég togaði í hurðina. Hún þreif í mig, læsti og þrýsti mér upp að veggnum. Árni Þórarinsson er meðal þeirra sem grunaðir eru um að vera erótíski rithöf- undurinn Karl Fransson. Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK 3. - 13. ágúst Fararstjóri: Pavel Manásek Verð: 208.800 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Alpafegurð & Arnarhreiður Salzburgerland í Austurríki og þjóð- garðurinn Berchtesgaden í Þýskalandi eru heillandi á þessum árstíma þar sem allt er í blóma og Alpafjöllin skarta sínu fegursta. Sumar 12 70 dægurmál Helgin 31. maí-2. júní 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.