Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.06.2013, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 07.06.2013, Blaðsíða 2
Erla Hlynsdóttir erla@ frettatiminn.is Ómissandi á pizzuna, í ofn- og pastaréttina, á tortillurnar og salatið. Heimilis RIFINN OSTUR ÍSLENSKUR OSTUR 100% Sunnulundur vígður Sunnu­ lundur var vígður í gær, í höfuðið á Sunnu Valdísi Sigurðar­ dóttur. Ljós- mynd/Hari Nemendur í 1­4 bekk Klettaskóla vígðu í gær, fimmtudag, lund sem heitir Sunnulundur í höfuðið á Sunnu Valdísi Sigurðardóttur, sjö ára. Hún gaf af þessu tilefni Klettaskóla og Reykja­ víkurborg 3 ný borð með áföstum bekkjum í lundinn. Sunnulundur er grenndarskógur Klettskóla þar sem börnin geta fræðst um náttúruna. Nemendur gerðu sér glaðan dag í tilefnu af vígslu lundarins og grilluðu í hádeginu í gær. Sunna Valdís er eini Íslendingurinn sem greinst hefur með lömunar­ krampa sjúkdóminn AHC, eða Alternat­ ing Hemiplegia of Childhood. Bulsurnar ruku út Bulsurnar sem tónlistarmaðurinn og hönnuðurinn Svavar Pétur Eysteins­ son setti á markað 1. júní síðastliðinn seldust upp á tveimur klukkustundum. Nú hefur Svavar brugðið sér í hlutverk tónlistarmannsins Prins Póló og er staddur á Flateyri við vinnslu kvikmyndatónlistar og er því bulsuskortur. „Það sem fór í búðirnar, um hundrað pakkningar, átti nú að endast út vikuna en það fór ansi hratt. Þegar ég kem aftur í bæinn í næstu viku hefjumst við handa við að hræra í meira,“ segir Svavar Pétur. Svavar framleiðir bulsurnar ásamt eiginkonu sinni Berglindi Häsler, fréttamanni hjá RÚV. Bulsur eru í laginu eins og pulsur en innihalda ekki kjöt og eru meðal annars gerðar úr íslensku bankabyggi, baunum, möndlum, chia­ og hörfræjum og verða fáanlegar hjá Frú Laugu og í Melabúðinni. „Við erum að leggja drög að því að koma bulsunum í stærri dreifingu og meiri fram­ leiðslu,“ segir Svavar Pétur. - dhe Þ etta er svakalega skemmtilegur leik-ur,“ segir Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi alþingismaður. „Ég nota hann töluvert til að tæma hugann þegar ég kem heim úr vinnu og áður en ég byrja á nýj- um verkefnum. Hann er fínn til að kúpla sig út,“ segir hún. „Þetta er skemmtileg glíma, nokkurs konar verkefni sem maður vill ljúka við og svo er maður aldrei í sama borðinu. Hann fyllir mann ákveðinni þvermóðsku þannig að maður verður að halda áfram. Svo tek ég nokk- urra daga pásu, en þó ekki fyrr en mér hefur tekist að klára tiltekið borð,“ segir Guðrún og hlær. Hún segist þekkja fjölda fólks sem spili Candy Crush, „að minnsta kosti eru allir að senda mér baunir,“ segir hún. Tölvuleikurinn Candy Crush er vinsælasti tölvuleikur í heimi og er u f imm - tán milljónir notenda sem spi la leik- inn daglega en um fjöru- tíu milljónir sem spila leik- inn í hverjum mánuði. Daglega spila þúsundir Ís- lendinga leikinn. Hægt er að hafa Candy Crush sem app í snjall- símum eða nálgast hann á samskiptasíðunni Facebook. Leikurinn gengur út á það að not- endur raði sælgæti og þegar búið er að raða þremur eins fær viðkomandi stig. Fólk getur fylgst með því hvernig gengur hjá vinunum og í hvaða borði þeir eru og keppt sín á milli. „Hjá langflestum er tölvuleikjanotkun ekki vandamál, heldur skemmtileg afþreying en þegar hugsanir um tölvuleiki víkja ekki úr huga fólks og það fórnar einhverju úr sínu daglega lífi fyrir tölvuleikinn þá er notkunin orðin að vandamáli. Til dæmis þegar fólk get- ur ekki sinnt börnunum sínum vegna tölvu- leikja eða hjálpað makanum í eldhúsinu,“ seg- ir Eyjólfur Örn Jónsson sálfræðingur. Fólk á öllum aldri um allan heim spilar leik- inn Candy Crush og telur Eyjólfur að einfald- ir leikir á Facebook eins og þessi nái til breiðs hóps og bendir á að með aukinni tækni sé aðgengi fólks að leikjunum auðvelt. „Stóra vandamálið í dag er kannski að við erum allt- af tengd. Það getur verið kostur en líka galli. Við fáum tölvupóstana hvar og hvenær sem er og höfum aðgang að tölvuleikjunum und- ir öllum kringumstæðum. Það gerir leikina meira aðlaðandi og ávanabindandi,“ segir Eyj- ólfur Örn. Hann mælir með því að fólk geymi síma sína og spjaldtölvur á ákveðnum stað á heimilinu en sé ekki alltaf með þessi tæki við höndina. „Þegar við erum með símann við höndina erum við alltaf að kíkja á hann og fá ýmsar tilkynningar sem trufla okkur.“ Aðrir þekktir einstaklingar sem spilað hafa Candy Crush eru Hildur Lilliendal, Lára Óm- arsdóttir fréttamaður, Henry Birgir Gunnars- son íþróttafréttamaður, Sólveig Arnardóttir leikkona og Jakob Bjarnar Grétarsson blaða- maður, svo fáeinir séu nefndir. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is Lögreglan girti af þann fjórðung Austur- vallar sem snýr að Alþingishúsinu fyrir þingsetningu í gær og var með nokk- urn öryggisviðbúnað. Mótmælendur voru hins vegar afar fáir, flestir þeirra sem mættu báru skilti þar sem aðild að Evrópusambandinu var mótmælt og fóru mótmælin friðsamlega fram. Þingsetningarathöfnin hófst með guðs- þjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, starfandi forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn gengu fylktu liði til kirkjunnar, og að guðsþjónustu lokinni fóru þau í þinghúsið. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, gerði aðildarviðræður að Evrópu- sambandinu að umtalsefni í þingsetning- arræðu sinni. Hann sagði að það virtist litlu skipta hvort Íslendingar vildu ljúka viðræðunum því innan Evrópusambands- ins virðist „... skorta getu eða vilja til að ljúka þeim á næstu árum.“ Hann sagði ennfremur að staða sambandsins hefði breyst gríðarlega á undanförnum árum, það væri í djúpstæðri kreppu og mikil óvissa ríkti um framtíðina. „Enginn veit hvernig Evrópusambandið kann að þróast og evrusvæðið býr við dýpri kreppu en löndin í norðanverðri Evrópu, Ameríku og Asíu,“ sagði Ólafur.  Stjórnmál ForSeti ÍSlandS Segir FramtÍð eSB Í óviSSu Fáir mótmæltu við þingsetningu Þingsetningarathöfnin hófst samkvæmt venju með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Ljósmynd/Hari  aFÞreying Candy CruSh er vinSælaSti tölvuleikur Í heimi Stafræn sælgætisfíkn Vinsældir tölvuleiksins Candy Crush eru gríðarlegar og spila þúsundir Íslendinga öllum aldri leik­ inn daglega. „Einfaldir leikir á Facebook eins og Candy Crush ná til breiðs hóps og með aukinni tækni er aðgengi að leikjunum auðveldara,“ segir Eyjólfur Örn Jónsson sálfræðingur. Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, segir leikinn einstaklega skemmtilegan og fylla sig ákveðinni þvermóðsku. Guðrún Ögmunds- dóttir segir gott að spila leikinn Candy Crush til að slaka á eftir vinnu­ daginn. Ljós- mynd/Hari Leikurinn Candy Crush er vinsæll hjá öllum aldurs­ hópum. Ljósmynd/ Nordicphotos/Getty 2 fréttir Helgin 7.­9. júní 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.