Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.06.2013, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 07.06.2013, Blaðsíða 28
3 m/s - raforkuframleiðsla hefst 15 m/s 28 m/s 34 m/s - raforkuframleiðsla stöðvast Kjöraðstæður til raforkuvinnslu Bíltúr á Búrfell Gagnvirka orkusýningin í Búrfellsstöð við Þjórsá er skemmtileg og lærdómsrík fyrir fólk á öllum aldri. Skammt fyrir norðan stöðina eru vindmyllurnar tvær sem Landsvirkjun hefur reist í rannsóknar- skyni, þær fyrstu sinnar gerðar á Íslandi. Akstur frá Reykjavík tekur aðeins um eina og hálfa klukkustund og við erum alltaf með heitt á könnunni. Gestastofur Landsvirkjunar eru opnar 10-17 alla daga í allt sumar: Búrfellsstöð Gagnvirk orkusýning og vindmyllur á Hafinu Kröflustöð Jarðvarmasýning í gestastofu Fljótsdalsstöð Gestastofa í Végarði og leiðsögn um Kárahnjúka Nánari upplýsingar á www.landsvirkjun.is/heimsoknir Þ órunn Kristín Emilsdóttir hefur frá barnæsku búið yfir skyggnigáfu og skynjað fleiri víddir tilverunnar en blasa við flestum. Í upphafi bældi hún náðargáfuna niður enda var hún ekki tekin alvarlega sem barn þegar hún færði fólki fréttir frá ýmsum handanheimum. Eftir að hún meðtók hæfileika sína hefur hún nýtt þá til þess að hjálpa fólki í ýmsum raunum og jafnvel verið fengin til þess að aðstoða lög- regluna við rannsókn sakamála. Eftir að Valgeir Víðisson hvarf sporlaust í júní árið 1994 og grunur kviknaði um að hvarfið tengdist fíkniefnaviðskiptum og að honum hefði verið ráðinn bani leitaði faðir hans til Þóru Stínu, eins og hún er jafnan köll- uð, og bað hana um að nota skyggnigáfuna til þess að hjálpa til við leitina að syni sínum. Þóra Stína leiðbeinir meðal annars dauð- vona fólki og aðstoðar það við að skilja við. Sjálf hefur hún mátt reyna ýmislegt, hefur barist við krabbamein og fékk heilablóðfall 2010. Mótlætinu hefur hún mætt æðrulaus enda fullviss um að annað líf bíði að þessu loknu. Talin með afbrigðum lygin „Það getur verið erfitt að vera barn sem skynjar það sem flestir aðrir skynja ekki og vegna þessa var ég talin með afbrigðum lyg- in enda var ég alltaf að segja frá einhverju sem aðrir sáu ekki.“ Þóru Stínu lærðist því smám saman að þegja yfir því sem hún sá og skynjaði en geymdi upplifunina með sjálfri sér. „Þannig að ég hætti að segja frá en um leið og ég gat farið að skrifa byrjaði ég að skrifa það sem ég upplifði í stílabækur og kallaði þetta að ég væri að skrifa til Guðs. Hjálpar alls konar fólki Þóra Stína segir alls konar fólk leita til sín með margvísleg vandamál og það kemur sjaldan að tómum kofanum hjá miðlinum. „Þetta er allt milli himins og jarðar. Til mín kemur fólk sem á stundum í einhverj- um erfiðleikum í vinnunni, er í sálarangist, þjáist af sjúkdómum eða á í erfiðleikum með barneignir. „Mér finnst ég hafa grætt svolít- ið á því að ég fékk sjálf krabbamein þannig að ég skil þá vel sem berjast við það mein, get hjálpað þeim og jafnvel fylgt þeim alveg fram á síðustu stundu. Ég vil samt ekki segja að ég sérhæfi mig í að hjálpa dauðvona fólki og ég geri bara allt sem ég get til þess að hjálpa öllum sem koma til mín.“ Þóra Stína segir fólk ekkert endilega þjakað af áhyggjum af framtíðinni þegar það kemur til hennar. „Þetta er alls konar og manni getur jafnvel liðið mjög illa án þess að nokkru í lífinu sé um að kenna. Þá þarf ég að leita í fyrri lífum vegna þess að stundum er maður að glíma við fólk í dag sem maður átti í samskiptum við í öðru lífi og tekur þau vandamál svo með sér á milli tilverustiga. Þannig að það er ekki allt sem sýnist.“ Átakanleg leit að Valgeiri Valgeir Víðisson hvarf af heimili sínu í júní 1994 og síðan hefur ekkert til hans spurst. Örvæntingarfull leit hans nánustu bar ekki árangur og fljótlega var talið víst að hann hefði verið myrtur vegna deilna í kringum fíkniefnaviðskipti. Faðir Valgeirs lagði sig allan fram um að finna son sinn eða í það minnsta komast að því hver örlög hans urðu og hann leitaði til Þóru Stínu í von um að hún gæti komist á sporið. „Ég hjálpaði lögreglunni með þetta and- styggilega mál og vann með henni á öllum stigum í eitthvað um þrjár vikur. Ég vil helst aldrei gera þetta aftur,“ segir Þóra Stína sem hryllti við því sem hún skynjaði í leitinni sem fékk á hana bæði andlega og líkamlega. „Ég hef sagt lögreglunni að ég skuli hjálpa þeim að henni að leita að týndum börnum hvenær sem er en ekki í dópmálum og ein- hverju þannig ógeði.“ Þóra Stína var með lögreglunni á vett- vangi og á stöðum sem talið var að rekja mætti slóð Valgeirs. „Þetta tók rosalega mikið á mig og var erfitt líkamlega. Ég fór meðal annars í djúptrans sem var mjög erfiður og sem betur fer var allt tekið upp á segulband annars myndi ég ekki getað munað þetta og sagt frá þessu. Það erfiðasta í þessu máli var þegar ég fór í líkama þess látna áður en hann dó og fylgdi honum þang- að til hann hætti að anda. Við þetta lækkaði blóðþrýstingurinn minn, hjartslátturinn fór alveg niður í ekki neitt þannig að þetta var óskemmtileg reynsla.“ Þóra Stína segir rannsóknina hafa verið umfangsmikla og hún hafi opnað henni sýn inn í óhugnanlegan heim. „Þetta var mikill feluleikur og ég vissi ekki hversu ógeðslegir undirheimarnir eru en eftir að ég komst að raun um það kæri ég mig ekki um að koma nálægt þeim aftur.“ Valgeir er enn ófundinn en Þóra Stína segist hafa náð að þrengja hringinn en kennileitin sem hún sá hafi verið svo mörg að lögregla hafi talið ómögulegt að leggjast í leit út frá þeim. Ekki alltaf tekin trúanlega Í bók sinni segir Þóra Stína frá því að hún hafi heyrt hugsanir lögreglumanna sem voru með henni í för og að þeir hafi ekki allir verið jafn ánægðir með að miðli skyldi blandað í mál þar sem hefðbundnar ran- nóknaraðferðir ættu við. Hún segir þó að lögreglan hafi verið tilbúin í samstarf með henni, hversu einkennilega sem það kunni að hljóma. En kemur samt ekki oft fyrir að fólk telji hana hálf klikkaða og leggi enga trú á hæfi- leika hennar og getuna til að valsa milli vídda? „Jú, jú og mér finnst það fínt. Ef allir myndu trúa öllu eins og nýju neti þá væri ekki gaman að vera til. Sem betur fer fæ ég líka einstaklinga sem trúa ekki og þá þarf ég að fara öðruvísi að þeim.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Þjáðist með Valgeiri Víðissyni Þórunn Kristín Emilsdóttir er þekktur miðill sem hefur áratugum saman notað skyggnigáfu sína, næmi og innsæi til þess að hjálpa fólki í alls konar vandræðum. Sjálf hefur hún mátt reyna ýmislegt. Hún hefur tekist á við krabbamein og fyrir nokkrum árum fékk hún heilablóðfall sem varð til þess að íslenskan hvarf úr minni hennar. Þórunn Kristín var á sínum tíma fengin til þess að aðstoða við leitina að Valgeiri Víðissyni, sem hvarf 1994. Þá fékk hún innsýn inn í hryllilegan heim fíkniefnaviðskipta og treystir sér varla til þess að skyggnast ofan í undirheima Íslands aftur. Minn- ingar hennar eru komnar út í bókinni Valsað milli vídda og óhætt er að segja að bókin standi undir nafni þar sem Þórunn kemur víða við í krafti skyggnigáfunnar. Þórunn Kristín Emilsdóttir er þekktur miðill og hefur nú sagt sögu sína og greint frá ýmsum upplifunum í bókinni Valsað milli vídda. Þar segir hún meðal annars frá aðkomu sinni að leitinni að Valgeiri Víðissyni á tíunda áratug síðustu aldar. Mynd/Hari 28 viðtal Helgin 7.-9. júní 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.