Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.06.2013, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 07.06.2013, Blaðsíða 4
Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 www.grillbudin.isOpið kl. 11 - 18 virka daga Opið kl. 11 - 16 laugardaga Er frá Þýskalandi 79.900 VELDU GRILL SEM EN DIST OG ÞÚ SPARA R Frábært grill fyrir íslenskar aðstæður 16,5 KW 40 gerðir gasgrilla 20 gerðir kolagrilla ALLT FYRIR GRILLIÐ Á EINUM STAÐ veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Léttskýjað, en þykknar upp vestantiL og rigning um kvöLdið. Höfuðborgarsvæðið: Sólarglenn- ur, en Skýjað og bláStur um kvöldið. smá rign. s- og v- Lands um morguninn. annars þurrt og sóL n- og a-tiL. Höfuðborgarsvæðið: að meStu Skýjað og Skúrir framan af degi. rigning með köfLum sunnantiL, en þurrt að mestu n-tiL Höfuðborgarsvæðið: Smá rigning eða Skúrir. kröftug sumarbyrjun Sumarið kom þetta árum með látum og áfram lítur út fyrir bæði milt og sólríkt veður norðan- og austanlands. Þó nú frekar að tala um hita um 15 stig í stað 20 eins og framan af vikunni. úrkomu- bakkar verða viðloðandi sunnan- og vestanlands, einkum fyrripartinn á laugardag og þá strekk- ingsvindur um tíma. aftur vætusamt á sunnudag. eftir helgi rofar til og hlýnar jafnframt á höfuðborgarsvæðinu. 12 10 13 16 14 10 9 15 15 11 9 9 14 12 10 einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is bjóða heim á sunnudaginn Það verður líf og fjör hjá stórum hluta ferðaþjón- ustubænda um allt land á opnu hús á sunnudaginn, 9. júní klukkan 13-17. almenningi gefst tækifæri á að kynna sér starfsemina á ferðaþjónustubæjum, fá nýja bæklinginn „upp í sveit“ og njóta veitinga og afþreyingar í boði bænda. ferðaþjónusta bænda hf. er ferðaskrifstofa í eigu bænda sem býður upp á fjölbreytta gistingu hjá 180 ferðaþjónustuaðilum um allt land; á sveitahótelum, í gistihúsum, sumar- húsum, heimagistingu, svefnpokaplássi og á tjald- svæðum. boðið er upp á mikið úrval afþreyingar og áhersla er lögð á mat heima úr héraði, með sjálfbærni og persónulega þjónustu að leiðarljósi. Í tilefni útgáfu bæklingsins ætla fjölmargir bæir innan ferðaþjónustu bænda að hafa opið hús á sunnudaginn þar sem gestir geta skoðað aðstöðuna. Þeir geta gætt sér á ljúffengum heima- bakstri og öðrum afurðum úr sveitinni, heilsað upp á dýrin, skoðað fjós, tekið þátt í leikjum, notið lifandi tónlistar, kynnt sér tóvinnu og fræðst um ylrækt, auk annars. bæir sem bjóða heim verða merktir með grænum og hvítum blöðrum við veginn. nánari upplýsingar og lista yfir bæina í hverjum landshluta má finna á vefsíðu ferðaþjónustu bænda www.sveit.is. - jh sparneytnir yaris og polo dísilbílar Sigurvegari í sparaksturskeppni fÍb og atlantsolíu sem fram fór síðastliðinn föstudag var júlíus H. eyjólfsson á toyota Yaris dísil. eldsneytiseyðsla bíls júlíusar að meðtöldum refsistigum fyrir að fara út fyrir tímamörk, reyndist 3,92 lítrar. Það þýðir að eldsneytiskostnaður milli reykjavíkur og akureyrar var krónur 3.516, að því er fram kemur í tilkynningu fÍb. Í öðru sæti varð Hilmar Þorkelsson á volkswagen Polo dísil. rauneyðsla bíls Hilmars var sú minnsta í keppninni eða 3,44 lítrar á hundraðið. en aksturinn var það hægur að Hilmar var talsvert lengur á leiðinni en hann hefði átt að vera sam- kvæmt tímamörkum keppninnar og hlaut hann því 0,48 lítra í refsingu og aftur 0,45 lítra refsingu vegna of skamms hvíldartíma á gauksmýri. Því varð eyðsla hans 4,36 lítrar að meðtöldum refsistigum (lítrum). - jh Sparneytnu dísilbílarnir toyota Yaris og volkswagen Polo. ferðaþjónustubændur verða með opið hús víða um land á sunnudaginn. Þar gefst al- menningi kostur á að kynna sér starfsemina. F óstrurnar tvær þær Pierette og Gentille voru í starfsnámi á Lauf-ásborg í sex mánuði og fóru út til Tógó aftur í maí ásamt nokkrum starfs- mönnum frá Laufásborg sem hjálpuðu þeim að fara af stað með Hjallastefnuna á barnaheimilinu í Glidji. Það var ótrúlegt að fylgjast með hvernig þær rúlluðu þessu upp, það mætti halda að heim- ilið hafi beðið eftir því að verða Hjalla- stefnuvætt. Ég veit ekki hvort það er Hjallastefnan sem hentaði svona vel eða hvort fóstrurnar séu svona miklir snill- ingar. Líklega hvort tveggja. Það eru komnir hópatímar, valtímar og jafnvel kynjaskipting eins og vera ber í Hjalla- stefnuskólum,“ segir Alda Lóa Leifsdóttir, stofnandi hjálparsamtakanna Sól í Tógó, glöð í bragði. Árið 2007 dvöldu Alda Lóa og fjöl- skylda hennar í Tógó í hálft ár þegar þau biðu eftir leyfi til að fara til Íslands með ættleidda dóttur sína. „Þá kynntumst við Smári, maðurinn minn, nunnunni Victo og hennar starfi. Hún er kennari og hafði á þessum tíma tekið að sér mörg börn en því miður bjuggu þau við óviðunandi að- stæður. Victo fékk land frá bænum Aneho og hefur Sól í Tógó styrkt hana til þess að byggja á landinu í Glidji. Einnig veitti Auður Capital styrk til þess að klára leik- skóla í fyrra og í ár fengu samtökin styrk frá Þróunarsamvinnustofnun til að byggja húsnæði fyrir sextíu börn. Barnaheimili nunnunnar Victo er ætlað varnarlausum börnum sem mörg hver eru munaðarlaus. Skjólstæðingar Victo eru tæplega níutíu og sumir búa ekki lengur á heimilinu. Nokkrir unglingar eru komnir í framhaldsnám í öðrum borgum og nokkrar stúlkur eru komnar heim til fjölskyldna sinna aftur en eru styrktar til náms. Rúmlega helmingur skjólstæðinga heimilisins eru yngri en fjögurra ára og er hópurinn að kynnast Hjallastefnunni. Byrjað var með fjóra hópa í maí með jafn- mörgum kennurum sem hvetja og efla hópinn sinn eftir aðferðum Hjallastefn- unnar. Dvöl fóstranna tveggja á Íslandi var bara byrjunin. Næstu mánuði verða þær í vikulegu sambandi við kennara Laufás- borgar varðandi hugmyndafræði Hjalla- stefnunnar og eins til að fá ráðleggingar komi einhver vandamál upp. Næsta vor koma svo aðrir tveir kennarar frá Tógó í starfsnám á Laufásborg í þrjá mánuði. Í millitíðinni mun starfsmaður Laufásborg- ar fara til Tógó og vera fóstrunum þar innan handar. Hægt er að gerast heimilisvinur sam- takanna Sól í Tógó fyrir 2.500 krónur mánaðarlega og styrkja Hjallaverkefnið með því að fara inn á síðu samtakanna www.solitogo.org. dagný Hulda erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is  sól í tógó starFsnám í lauFásborg Næstu mánuði verða fóstrurnar í vikulegu sam- bandi við kenn- ara Laufásborgar varðandi inn- leiðingu á hug- myndafræði Hjallastefnunnar. Hjallastefnan í Tógó undanfarna sex mánuði hafa tvær fóstrur frá samstarfsheimili samtakanna Sól í tógó dvalið á Íslandi og lært aðferðir Hjallastefnunnar hjá leikskólanum laufásborg. Þær eru nú farnar aftur til Tógó og hafa hafist handa við Hjallavæða starfsemi sína. fyrsti hópaskipti matartíminn eftir aðferðum Hjallastefnunnar hjá gentille og stúlkunum í tógó. ljósmynd/Sól í tógó jensína Hermanns- dóttir, leikskólastjóri laufásborgar, með börn- unum í glidji að vinna með heimatilbúinn leir. Ljósmynd/Sól í Tógó. 4 fréttir Helgin 7.-9. júní 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.