Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.06.2013, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 07.06.2013, Blaðsíða 32
É g gefst aldrei upp. Ég veit sjálfur hvað gerðist ekki 2. maí 2001,“ segir Sigurður Guðmundsson sem fyrir tíu árum var dæmdur í hæstarétti fyrir að hafa orðið valdur að dauða 9 mánaða drengs sem var hjá honum í dag- gæslu árið 2001. Hann leggur þunga áherslu á orðið „ekki“. Dánarorsök drengsins var úrskurðuð heilablæð- ing vegna svokallaðs „Shaken Baby Syndrome“, heilkenni ungbarnahrist- ings. Sigurður hefur alltaf neitað sök. Í vikunni komu fram ný gögn í málinu sem vekja vonir með Sigurði að hann fái sig hreinsaðan af öllum sakargiftum en fyrir því hefur hann barist frá upphafi málsins. Á þeim tíu árum sem liðin eru frá því að Sigurður var dæmdur í hæsta- rétti hefur læknisfræðileg þekking á ungbarnahristingi aukist til muna. Breskur taugameinafræðingur, dr. Waney Squier, hefur verið einn helsti sérfræðingur dómstóla þar í landi á sviði ungbarnahristings. Fyrir tæp- um tveimur árum vakti hún athygli á því að vegna framfara í læknavísind- um væri hægt að sýna fram á að um helmingur þeirra sem dæmdir hefðu verið fyrir að valda barni dauða með þessum hætti, væru saklausir. Og nú heldur Squier því fram að Sigurður Guðmundsson sé einn þeirra. Barist í tólf ár Allt frá því að dómur í hæstarétti féll hefur Sigurður barist fyrir því að fá mál sitt tekið upp að nýju. Hann fór með mál sitt fyrir Mannréttindadóm- stól Evrópu en árið 2006 var því vísað frá vegna formgalla. Fyrir skömmu fékk lögmaður Sigurðar, Sveinn Andri Sveinsson, dr. Squier samþykkta sem dómkvaddan matsmann til þess að fara yfir málið að nýju í ljósi þeirra auknu þekkingar sem sérfræðingar byggju nú yfir um ungbarnahristing. Fyrir fáeinum dögum skilaði hún áliti sínu þar sem hún hafnar því al- gjörlega að drengurinn hafi látist af völdum ungbarnahristings. Í greinar- gerðinni hrekur hún skref fyrir skref rök þeirra íslensku sérfræðinga sem töldu sannað að drengurinn hefði látist af völdum hristings. Meðal þess sem hún nefnir er að engir áverkar voru á barninu. Hristingur, það öfl- ugur að barnið hljóti skaða af, valdi ýmsum öðrum áverkum, svo sem á hálsi barnsins og einnig væri líklegt að mar væri sjáanlegt á húð barnsins eftir hendur þess sem hristi það. Jafn- framt hafi drengurinn verið eldri og þyngri en flest börn sem látist hafa af völdum hristings, rúm 9 kíló, og því hefði þurft verulegt afl til að hrista hann með þeim hætti sem Sigurður er dæmdur fyrir – sem hefði skilið eftir merki á barninu. Dr. Squier bendir jafnframt á að ekki hafi farið fram fullnægjandi rann- sókn á því sem hún telur merki um óeðlilega blæðingartilhneigingu sem sjá mátti í kringum nálastungusvæði eftir að á spítalann var komið. Þá bendir hún ennfremur á að hegðun drengsins sólarhringinn áður en hann missti meðvitund veki upp grun um að hægfara heilablæðing væri í gangi. Dr. Squier vitnar í fjölmargar nýjar rannsóknir á Baby Shaken Syn- drome sem fram hafa komið á síðustu tveimur árum og breytt geta niður- stöðum þeirra sérfræðinga sem töldu sannað fyrir tíu árum að Sigurður hefði orðið valdur að dauða drengs- ins. Þetta er fyrsta og eina málið sem varðar ungbarnahristing sem komið hefur fyrir íslenska dómstóla. Það var jafnframt fyrsta mál sem ákært var fyrir ungbarnahristing á öllum Norðurlöndunum. Málið fer nú fyrir nýskipaða endur- upptökunefnd sem sett var á stofn samkvæmt nýjum lögum í febrúar síðastliðnum. Álitum 8 sérfræðinga hafnað Dr. Squier er hins vegar ekki eini erlendi sérfræðingurinn sem telur útilokað að Sigurður hafi banað drengnum með þessum hætti. Eftir dóm héraðsdóms árið 2002 fól Sig- urður Sveini Andra málið. Lét hann Ég var spurð- ur hver hafi þá gert þetta fyrst ég hafi ekki gert það. Ég sagðist ekki getað vitað nokkuð um það. Hið eina sem ég vissi var að ég gerði þetta ekki. Ég er ekki barnamorðingi Sigurður Guðmundsson hefur þurft að þola það að vera kallaður barnamorðingi eftir að hafa verið dæmdur fyrir að vera valdur dauða níu mánaða drengs sem lést eftir að hafa misst meðvitund í hans umsjá fyrir tólf árum. Hann var dæmdur fyrir að hafa hrist drenginn svo harkalega að heilablæðing leiddi hann til dauða. Alla tíð hefur Sigurður haldið fram sakleysi sínu og nýlega komu fram gögn sem lögð verða fyrir endurupptökunefnd. Í þeim heldur einn helsti sérfræðingur Breta í þessum málum því fram að Sigurður sé saklaus. Sigurður Guð- mundsson er enginn barnamorðingi ef marka má niðurstöð- ur bresks taugasér- fræðings í svoköll- uðu Shaken Baby Syndrome. Sigurður hefur afplánað 18 mánaða dóm fyrir að hafa banað 9 mánaða dreng með því að hrista hann svo harkalega að blæðing varð í heila. Hann hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu og vonast til að ný gögn verði til þess að mál hans verði tekið upp að nýju í hæstarétti. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson þýða krufningarskýrslur drengsins yfir á ensku og sendi á réttarmeina- fræðinga víðs vegar um heiminn. Átta þeirra svöruðu og voru allir á einu máli: drengurinn hefði ekki látist af völdum ungbarnahristings. Þáverandi saksóknari, Brynjar Níelsson, barðist gegn því að álit sér- fræðinganna væru tekin gild – og hafði sigur. Málaferli Sigurðar fyrir Mannréttindadómstólnum sneru einmitt að ákvörðun hæstaréttar að heimila ekki lögmanni Sigurðar að leggja fram álit erlendu sérfræðing- anna sem gögn í málinu. Sakfelling hæstaréttar hefur haft hörmulegar afleiðingar fyrir Sigurð. Hann missti ekki aðeins æruna og þurfti að þola að vera kallaður barnamorðingi – heldur missti hann einnig fjölskylduna, heimili sitt, at- vinnuna og loks heilsuna í vinnuslysi í fangelsinu þar sem hann braut sjö háls- og hryggjarliði og er nú 75 prósent öryrki. „Þetta hefur verið 12 ára barátta – en ég veit hvað gerðist EKKI þennan morgun,“ segir Sigurður. Hann og þáverandi eiginkona hans voru með daggæslu á heimili sínu þar sem drengurinn var í vistun. Miðviku- dagurinn 2. maí hófst eins og hver annar dagur hjá Sigurði og konu hans. „Við tókum á móti börnunum um morguninn. Smári heitinn kom og mamma hans sagði að hann hefði ekkert sofið um nóttina því hann væri ábyggilega að taka tennur og spurði hvort hann mætti ekki sofa inni. Ég reyndi að leggja hann þarna um morguninn en hann vildi ekki sofna neitt, fór alltaf að gráta þegar lagði hann út af, eins og þegar börn 32 viðtal Helgin 7.-9. júní 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.