Fréttatíminn - 07.06.2013, Blaðsíða 6
Dagný Hulda
Erlendsdóttir
dagnyhulda@
frettatiminn.is
Ný kynslóð
sólarkrema
Lækjargötu 34 • Hafnarfirði • Opið þriðjudaga kl 14 - 18
Sími 565 0500 • 897-1923
Swiss Nature fást á vefsíðunni www.scincare.is eða í
heitir pottar
Auðbrekku 6 · Kópavogi · Sími 565 8899 · www.normx.is
Við hjá NormX höfum framleitt heita potta í yfir 30 ár fyrir
íslenskar aðstæður. Við bjóðum fjölda gerða og lita ásamt öllu
því sem tilheyrir til að koma sér upp glæsilegum heitum potti
á verði sem kemur skemmtilega á óvart.
GERÐU VERÐ-SAMANBURÐ
Raw Revolution: Augl. í dagblöð, 2d x 10 cm.
LÍFRÆN
HOLLUSTA
LÍFRÆNT
DÚNDUR
LÍFRÆN
ORKA
Heilsa HPV Veirusmit er algengasti kynsjúkdómur á Íslandi
Flestir hafa einhvern tíma smitast af HPV veirunni
Að sögn Kristjáns Oddssonar,
yfirlæknis og sviðsstjóra leitarsviðs
Krabbameinsfélagsins, er HPV
veirusmit mjög útbreitt á Íslandi eins
og víðast erlendis og er talið að flest-
ir sem einhvern tíma hafi stundað
kynlíf geti smitast af HPV veirum,
en til eru margir stofnar þeirra. Veir-
urnar smitast við kynmök hvort sem
það er um leggöng, endaþarm eða
við munnmök. „Þó flestir geti smit-
ast þá er sýkingin yfirleitt tímabund-
in og er talið að hún hverfi hjá 90%
smitaðra á innan við tveimur árum
en að um fimm til tíu prósent fái við-
varandi sýkingu sem eykur áhættu á
krabbameini í leghálsi, leggöngum,
skapabörmum, lim, höfði og hálsi,“
segir Kristján.
Á Íslandi eru stúlkur bólusettar
með Cervarix bóluefni gegn tveimur
af þeim HPV stofnum sem valda 70%
af leghálskrabbameini. Víða erlendis
er notast við bóluefnið Gardasil sem
ver gegn sömu stofnum en einnig
gegn tveimur öðrum stofnum sem
valda yfir 90% af kynfæravörtum.
Bóluefnið sem notað er á Íslandi ver
ekki gegn kynfæravörtum. Að sögn
Kristjáns er verið að skoða hvort
bjóða eigi upp á HPV mælingar hjá
konum á Íslandi á næstunni. „Ekki
er boðið upp á HPV mælingar á Ís-
landi sem stendur en slíkar mæl-
ingar eru gerðar víða erlendis og
þá samkvæmt ákveðnum leiðbein-
ingum í tenglsum við leit að legháls-
krabbameini og hugsanlega öðrum
krabbameinum.“
Hollywood leikarinn Michael Douglas vakti á
dögunum athygli á því að HPV-veiran getur
orsakað krabbamein í hálsi en leikarinn var
sjálfur með þess konar krabbamein.
Mynd/Nordicphotos/Getty.
É g get alveg séð fyrir mér að uppbygg-ing þarna hefjist í lok árs 2014,“ segir Brynjar Harðarson, framkvæmdastjóri
Valsmanna hf.
Valsmenn hf. eiga byggingarland á Hlíðar-
enda þar sem gert er ráð fyrir 500 íbúða
byggð samkvæmt nýsamþykktu aðalskipulagi
Reykjavíkur. Brynjar segir að nú fari í gang
hönnunarferli sem geti tekið 12-18 mánuði. Í
því fari fram „dýpri þróun á sjálfum húseign-
unum,“ eins og hann orðar það.
„Vonandi fara menn að sjá gatnagerð þarna
á þessu ári. Það er það fyrsta sem þarf að
gerast, Reykjavíkurborg á eftir mjög mikla
gatnagerð áður en hægt er að fara að byggja,“
segir Brynjar.
Gert er ráð fyrir að fjölbreytt húsnæði verði
í boði á Hlíðarendareitnum. Verslunarhús-
næði verði á jarðhæðum húsa og íbúðir frá
annarri og upp á fimmtu hæð. Brynjar kveðst
ánægður með hugmyndir sem koma fram
í aðalskipulaginu um að fleiri minni íbúðir
verði byggðar til að mæta þörfum ungs fólks á
leigumarkaði. „Við fögnum þessu. Við viljum
fá ungt fólk í kringum Hlíðarenda.“
Dagur B. Eggertsson, formaður borgar-
ráðs, segir að borgaryfirvöld líti á Hlíðarenda
sem eitt af lykilsvæðunum við uppbygg-
ingu borgarinnar á næstu misserum. Áform
Valsmanna hf. séu í góðu samhengi við
stefnu borgarinnar um hvað eigi að gerast á
svæðinu. „Það var eitt af leiðarljósunum við
endurskoðun skipulagsins á Hlíðarenda að
þetta yrði ekki síðasta hverfið í gamla stílnum
heldur fyrsta hverfið í nýja stílnum,“ segir
hann.
Dagur segir að borgaryfirvöld horfi á þrjú
svæði sem lykilsvæði í uppbyggingu; Hlíðar-
enda, svæðið hjá gamla slippnum niðri í bæ
og svæðið fyrir ofan Hlemm. „Það er verið
að klára stúdentagarða í Vatnsmýrinni og
fjölmargar íbúðir eru í byggingu við Hlemm,“
segir Dagur. Hann nefnir að Búseti sé að
byggja 230 íbúðir á reitnum Einholt/Þverholt,
ÞG verktakar byggi 130 íbúðir á Hampiðj-
ureitnum og verið sé að klára deiliskipulag
fyrir Brautarholt 7. Í Mánatúni verður hafist
handa við að byggja 175 íbúðir síðar á árinu.
„Þetta er allt að fara af stað,“ segir Dagur.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@frettatiminn.is
skiPulagsmál Valsmenn undirbúa langþráðar framkVæmdir
Framkvæmdir við 500 íbúðir
á Hlíðarenda á næsta ári
Framkvæmdastjóri Valsmanna hf. fagnar nýju aðalskipulagi Reykjavíkur en með því getur félagið
loks hafið framkvæmdir á Hlíðarenda. 500 íbúðir eiga að rísa á svæðinu í nýjum byggingarstíl
borgarinnar, lágreistar byggingar með atvinnustarfsemi á jarðhæð.
Um 500 íbúða byggð á að rísa á Hlíðarenda. Þar verður blandað saman íbúðum og atvinnuhúsnæði; verslanir verða á jarðhæð
og íbúðir á hæðum 2-5.
Við
fögnum
þessu.
Við
viljum
fá ungt
fólk í
kringum
Hlíðar-
enda.
6 fréttir Helgin 7.-9. júní 2013