Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.06.2013, Page 66

Fréttatíminn - 07.06.2013, Page 66
hafi verið íslenska landslagið sem bjó til listamanninn Svavar Guðnason, en ekki kynni hans af evrópskum straumum í myndlist. Þannig beygir þjóðernishyggjan allt undir sig. Alþjóðlegir listamenn með þjóðlega sjálfsmynd Og þessi hugmynd um að innsti kjarni listar hvers ís- lensks listamanns spretti innan frá; úr kviku lands- ins eða djúpt innan úr sagnaminni þjóðarinnar; er svo sterk að hún virðist drottna yfir sjálfsmynd listamann- anna. Jafnvel þeirra sem í fljótu bragði virðast augljós- lega afkvæmi erlendra strauma; jafnvel þeirra sem eru meistarar í að búa til magnað og nýtt úr óvæntum tengingum ólíkra strauma. Í fljótu bragði væri hægt að skilgreina list Bjarkar Guðmundsdóttur sem sam- bræðing úr íslenskum djassi, sem rekja má til evrópskra flóttamanna undan ofsóknum nazista; hippamúsík og pönki. Sem síðan er tengdur við tilraunakennda tónlist frá miðbiki tuttugustu aldar og trip hop eða aðrar síðrokkstefnur frá lok- um síðustu aldar. Og það eru ekki bara mismunandi tónlistarstefnur sem hafa mótað list Bjarkar; heldur ekki síður straumar frá myndlist; bæði vídeólist og gjörningum; eins og síðustu verk hennar bera með sér. Þar sést líka glitta í hug- myndir um endurskilgreinda stöðu lista- mannsins; hluti verksins er settur fram sem kennslugagn fyrir grunnskólabörn. Þrátt fyrir að Björk sé í raun frábært dæmi um hvað listamaður getur áorkað með því að stilla sér upp á gatnamótum þar sem hið kvikasta í listum mætist; einskonar fjöruborði alþýðu- listar og menntaðrar listar; þá er okkur tamt að líta svo að list Bjarkar hafi gosið upp úr íslensku bergi og fornri íslenskri sál. Listakonan sjálf ýtir reyndar rækilega undir þetta í viðtölum. Þar mætir hún ekki sem alþjóðlegur listamaður heldur sem íslenskur álfur; og það er erfitt að átta sig á hvort það sé hluti af listinni eða raunveruleg sjálfsmynd Bjarkar. Annað dæmi um þjóðlega sjálfsmynd yngri lista- manna er Sigur Rós. Mynd sveitarinnar, Heima, upphóf svo þjóðlegan arf að hann varð okkur ókunnugur; alla vega okkur sem fæddumst og ólumst upp eftir tíma Jónasar frá Hriflu og fyrir tíma krúttkynslóðarinnar. Frá afdalamennsku til upphafningar Ef ég má leyfa mér einfaldanir þá fjallar Heima um það sama og Cold Fever (1995) eftir Friðrik Þór Friðriks- son og eftirminnileg sýning Þorvaldar Þorsteinssonar í Listasafni Akureyrar 1996; það er þjóð- lega alþýðumenningu. Í mynd Friðriks er dregin fram sérstaða og undarleg- heit þessarar menningar með því að skrá hana með augum útlendings, sem nánast fellur hingað af himnum ofan úr gerólíkum kúltúr. Reyndar er þessi sýn á íslenska sveita- og þorpsmenningu rótgróin í íslenskri kvikmyndahefð. Þar hefur fólk af íslenskri landsbyggð yfir- leitt birst sem nokkurskonar hillbillies úr Appalachian fjöllunum; tónn sem Hrafn Gunnlaugsson gaf upphaflega í Óðali feðranna. Þótt Þorvaldur hafi sett ýmis tákn þessarar þjóðlegu alþýðumenningar á stall eða búr á listasafni; þá var hann í raun að frelsa hana út úr viðundursýn- ingunni. Kórinn, útsaumurinn, ættargripirnir hjá Þor- valdi voru tákn um viðleitni fólks til að skapa sér gott líf í samfélagi við aðra (þótt samfélagið væri fámennt), draga að sér fegurð og andlega næringu til lyfta sér upp úr stritinu og daglegum raunum; til mennsku. Mynd Sigur Rósar tekur síðan þessi sömu tákn og hefur upp sem einskonar frumhvata sköpunar; helgan þráð. Þau eru ekki lengur hjákátleg dæmi um afdala- mennsku né sýnishorn af viðleitni mannsins til að gera gott úr litlu; heldur tákn um eitthvað upprunalegt og þar með æðra; helgimynd. Heima er ekki ólík mynd og Michel Houellebecq gefur af Frökkum í Kortinu og landinu; fólk lokað af sem persónur í þjóðlegri uppfærslu fyrir túrista. Sem er að mörgu leyti niðurstaðan af leit nútíma- mannsins að hinu þjóðlega; við erum farin að leika þjóðlegheit okkar fyrir hvort annað. Íslendingar hafa þannig kannski í raun lítinn áhuga á eigin þjóðlegheit- um; en vilja alls ekki tapa þeim ef vera kynni að hægt væri að selja útlendingum þau með einhverjum hætti. Lókal er ekki endilega þjóðlegt Alþýðumenning þarf alls ekki að vera þjóðleg. Hún er hins vegar lókal í þeim skilningi að hún flyst ekki vel milli menningarsvæða. Sannar alþýðuhetjur á Íslandi á borð við Hemma Gunn, Ladda eða Bubba Morthens eru þannig ekki til útflutnings; en þær eiga svo til hvert bein í svo til hverjum landsmanni. Og þetta er ekki íslenskt fyrirbrigði; ástsælustu stjörnur hverrar þjóðar eða svæðis eru yfirleitt óþekktar á næstu bæjum. Á sama hátt eiga alþjóðlegar stjörnur sjaldnast djúpar rætur í sinni heimabyggð; ef svo hefði verið hefðu þær líklega haldið sig heima. Michael Jackson hefði ekki enst í fimm mínútur á sveitaballi í Vopnafirði. Og ef eitthvað er; þá er alþýðumenn- ingin að verða alþjóðlegri. Nýjar hetjur á borð við Arnald Indriðason, Ásgeir Trausta, Magnús Scheving eru þjóðleg- ar í stíl Ólafs Ragnars; góðir Íslendingar en jafnframt sannir heimsborgarar; Ís- land til útflutnings. Og líklega er hugar- heimur meginþorra Íslendinga orðinn það mótaður af alþjóðlegri list og afþrey- ingu að það er örugg leið til einangrunar í listheimum að vísa um of í arfinn. List í þjóðbúningum Ríkisstjórnin sem nú er tekin við er mönnuð fólki sem fæddist um og eftir 1970. Það var að ljúka menntaskóla um og eftir 1990. Þá hafði íslenskt samfélag um nokk- urra ára skeið reynt að slíta sig frá þjóðlegum fróðleik, erindum um daginn og veginn og dragspili. Það var ekki lengur inntökuskilyrði í ábyrgar samræður að kunna Íslendingasögurnar. Ég hengi mig upp á að hug- arheimur þessa miðaldra fólks var frekar mótaður af Han Solo en Skarphéðni, frekar af Madonnu en Skáld Rósu og frekar af Wham! en Ungmennafélagi Norður- Þingeyinga. Tilvitnanir í Íslendingasögunar eru svo til horfnar úr opinberri umræðu. Þar má hins vegar heyra sterk áhrif frá barnaleikritum Thorbjørns Egner. Það er því erfitt að spá fyrir um hvernig ráðherrarnir sem settu saman stefnuyfirlýsingu sína sjá fyrir sér ís- lenska þjóðmenningu eða hvernig hún getur eflt íslenskt samfélag. Ég held hins vegar að ótti listamanna við háðungar- sýningar að hætti Jónasar frá Hriflu sé ástæðulaus. Og það er ekki vegna þess að afstaða nýrra ráðamanna verði önnur en Jónasar heldur hitt; að listamennirnir eru svo miklu þjóðlegri í dag en sá vísir af borgarlist sem Jónas vildi kveða niður. Þrír myndlistamenn sem allir féllu frá langt fyrir aldur fram; Georg Guðni, Birgir Andrésson og Þorvaldur Þor- steinsson; unnu allir úr hinum þjóðlega arfi þótt þeir hafi verið undir áhrifum frá alþjóðlegum stefnum. Svo dæmi sé tekið. Yngri popptónlist á Íslandi er þrungin þjóðlegheitum; meira að segja þungarokkið. Íslenska skáldsagan hefur nálgast þjóðlegan fróðleik á síðari árum og helstu gulldrengir íslensks leikhúss, Baltasar og Benedikt Erlingsson, sækjast eftir að vinna með þjóðararfinn. Benedikt leikur helst ekki í öðru en þjóðbúningi. Og þótt Vesturport vinni oftast úr alþjóðlegum efniviði; þá hristi þetta menningarfyrirtæki nýverið fram úr erm- inni heimildarþáttaröð um persónur Íslendingasagna. Það er því vandséð hvernig ríkisstjórnin ætlar að auka við hina þjóðlegu menningu. Og hvers vegna. Ef til vill væri nær að styrkja sérstaklega alþjóðlega menn- ingu á Íslandi. Og þá kannski helst feminíska list; sem eðli málsins samkvæmt getur ekki nuddað sér upp við þjóðlega bændamenningu.  Þjóðmenning: Hvað er nú Það? Steppdans á sauðskinnsskóm Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar um íslenska þjóðmenningu hefur fengið fólk til að velta fyrir sér hver hún sé og hvernig ríkið geti lagt henni lið. Er menning okkar ekki nógu þjóðleg fyrir? Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is Garðakirkja við Garðaveg, Garðaholti Sunnudag 9. júní kl. 20:00 Leikari: Þórunn Erna ClausEn www.gardabaer.is saga um ástir, hugrekki og baráttu einnar konu Menningar- og safnanefnd Garðabæjar aðgangur ókEypis Ný leikgerð Maríu Ellingsen og Þórunnar Ernu Clausen byggð á leikriti Brynju Benediktsdóttur Úr stefnuyfir- lýsingu ríkis- stjórnarinn- ar: „Íslensk þjóðmenning verður í há- vegum höfð, að henni hlúð og hún efld. Áhersla verður lögð á málvernd, vernd sögu- legra minja og skráningu Íslandssög- unnar, auk rannsókna og fræðslu. Ríkisstjórn- in mun vinna að því að auka virðingu fyrir merkri sögu lands- ins, menn- ingu þess og tungumálinu, innanlands sem utan.“ Þ að má segja að íslensk samfélagsumræða fari fram á heimavelli þjóðernishyggjunnar. Það lið sem magnar upp betri þjóðernisrök vinnur. Þetta átti auðvitað við um Icesave; en á líka um nátt- úruvernd. Andstaða við náttúruspjöll kemst aldrei á flug á Íslandi nema hún beinist að virkjunum til að knýja stóriðjuver í eigu erlendra auðhringa. Nátt- úruspjöll innlends landbúnaðar eða sjávarútvegs eru ekki stór deilumál á Íslandi. Óvinurinn náttúrunnar er eins og illmenni í amerískri bíómynd; útlendingur. Þetta er ástæða þess að Íslendingar munu ekki að óbreyttri Íslandssögu ganga í Evrópusambandið. Það myndaðist gluggi þegar þjóðin hélt að víkinga- tíminn væri upprisinn og innganga í Evrópusam- bandið gæti aukið við ránsfenginn; en þegar það reyndist þvæla snéri þjóðin aftur til sinar klassísku stöðu; varðstöðu gegn erlendri ásælni. Evrópusinnar munu aldrei vinna málstað sínum fylgi með rökum alþjóðavæðingar eða samvinnu þjóða. Nema þá með því að endurskrifa Íslandssöguna; segja sögu af þjóð sem varð til á tíma alþjóðavæðingar; útvíkkunar athafnasvæðis norræna manna. Og hvernig þjóðin hefur eignast sín blómaskeið þegar samskipti við útlönd voru sem mest, hvernig menningararfurinn varð til við blöndun keltneskra og norrænna áhrifa og blóðs; og hvernig einangrunarhyggja í lok fimm- tándu aldar og byrjun þeirrar sextándu kallaði yfir þjóðina mörg hundruð ára eymd. En það er allt önnur saga en ég vildi draga fram. Allt verður á endanum þjóðlegt Málið er nefnilega; að listin fer líka fram á heima- velli þjóðernishyggjunar hér á landi. Listin getur sprungið út vegna áhrifa að utan en ef listamaðurinn vill geta lifað af list sinni á Íslandi; þarf hann beygja sig undir kröfur markaðarins. Og kröfur markaðar- ins eru þær fyrstar að listin sé þjóðleg. Við þekkjum þetta af abstraktmálverkinu og atóm- ljóðinu. Hvort tveggja var í eðli sínu uppreisn gegn fornu gildismati sveitanna; þetta var list borgarinnar sem hafnaði viðmiðum hinnar svokölluðu bænda- menningar. En þótt atómskáldin hafi í upphafi ort um bifreiðar sem námu staðar í rjóðrinu þá færðist yrkisefnið hægt og bítandi að landslagi og veikburða stráum við fjörukamb. Abstraktmálararnir byrjuðu að sama skapi á að mála óhlutbundinn manngerðan heim en færðu sig síðar að óljósum landslagsminnum. Kári Stefáns- son kallaði tengdaföður sinn, þann mikla meistara Kristján Davíðsson, málara fjöruborðsins í minn- ingarorðum sínum fyrr í vikunni. Og ef ekki mátti bera kennsl á náttúrutilvísanir hjá abstraktmálurum þá skýrðu þeir myndirnar nöfnum sem gáfu það til kynna að þær væru alls ekki óhlutbundnar heldur þvert á móti þjóðlegar; tengdar landinu, sögunni, tungunni eða þjóðinni. Þetta á til dæmis við um Svav- ar Guðnason, sem nefndi verk sín Styrbjörg, Gullfjöll – meira að segja Íslandslag. Og þessi markaðsáhrif eru svo djúpstæð að þegar verk Svavars voru á yfirlitssýningu í Cobra-safninu í Hollandi í haust var yfirskriftin: Málari hins ís- lenska landslags. Við erum farin að trúa því að það Sigmundur Dav- íð Gunnlaugs- son og Bjarni Benediktsson skrifuðu undir stefnu- yfirlýsingu um upphafningu íslenskrar þjóð- menningar á Laugarvatni; stað sem Jónas frá Hriflu skapaði. Þótt erfitt sé að ímynda sér alþjóðlegri listamann en Björk kemur hún fram í viðtölum sem íslenskt nátt- úrubarn eða álfur. Benedikt Erlingsson er svo þjóðlegur að vill helst ekki koma fram nema í þjóðbúningi. 66 samtíminn Helgin 7.-9. júní 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.