Fréttatíminn - 07.06.2013, Blaðsíða 48
48 heilsa Helgin 7.-9. júní 2013
Bodyflex Strong vinnur
gegn stirðleika og verkjum
í liðamótum og styrkir
heilbrigði burðarvefja
líkamans. Inniheldur hvorki
laktósa, ger, glúten né
sætuefni.
Bodyflex
fyrir liðina Birkilauf fyrir hárið Minnistöflur
Bætir skammtímaminnið.
Nýtist fólki sem er undir
álagi og fæst við flókin
verkefni. Hentar vel fyrir
eldri borgara, lesblinda
og nemendur í prófum.
Dregur úr streitu, eykur ró
og bætir skap.
Fosfoser
Birkilauf (Betulic) hefur
góð áhrif á bæði vökva-
jafnvægi líkamans og húð,
örvar starfsemi nýrna og
þvagfæra. Hraðar efna-
skiptum og losar vatn úr
líkamanum, dregur úr
bólgum og afeitrar
líkamann (detox).
Betulic
www.birkiaska.is
Evonia eykur hárvöxt með því
að veita hárrótinni næringu
og styrk. Evonia er hlaðin
bætiefnum sem næra hárið
og gera það gróskumeira.
Evonia
Hreyfing KvennaHlaupið fer fram víða næsta laugardag
Karlar velkomnir
í Kvennahlaupið
Kvennahlaupið
fram á yfir áttatíu
stöðum á landinu og
á nokkrum stöðum
utan landsteinanna
núna um helgina.
Þema hlaupsins
í ár er „Hreyfum
okkur saman“ og er
hlaupið í samstarfi
við Styrktarfélagið
Göngum saman sem
safnar fé til rann-
sókna á brjósta-
krabbameini.
a ð sjálfsögðu eru karlar velkomnir í Kvennahlaup-ið. Það þarf líka mikla
karlmennsku til að hafa þor til að
hlaupa í kvennahlaupsbol,“ segir
Jóna Hildur Bjarnadóttir hjá al-
menningsíþróttasviði ÍSÍ. Núna á
laugardaginn fer Kvennahlaupið
fram á yfir áttatíu stöðum um
landið. Erlendis verður hlaupið frá
átján stöðum í ellefu löndum.
Í ár verður hlaupið undir yfir-
skriftinni „Hreyfum okkur sam-
an“ og í samstarfi við Styrktar-
félagið Göngum saman. Á síðasta
ári veitti félagið tíu milljónum
króna til rannsókna á brjósta-
krabbameini á Íslandi og á síðustu
fimm árum hefur félagið úthlutað
rúmum þrjátíu og tveimur millj-
ónum til rannsókna á brjósta-
krabbameini. Á hverju ári greinast
um 195 konur með brjóstakrabba-
mein á Íslandi en það er algeng-
asta krabbameinið meðal kvenna.
Níutíu prósent þeirra sem greinast
með krabbamein eru á lífi fimm
árum eftir greiningu.
Að sögn dr. Sigríðar Klöru
Böðvarsdóttur, sérfræðings hjá
Rannsóknarstofu í krabbameins-
fræðum við Háskóla Íslands getur
reglubundin hreyfing minnkað
líkurnar á því að fá brjósta-
krabbamein. „Með tímanum hefur
hættan á að greinast með brjósta-
krabbamein hjá konum aukist. Það
er því ljóst að lífsstíll skiptir miklu
máli,“ segir Sigríður Klara.
„Ég hef verið svo lánsöm að
fá styrk frá Göngum saman og
meðal annars í verkefni sem tengj-
ast svokölluðum litningaendum en
þeir styttast með hækkandi aldri.
Það hefur verið sýnt fram á að
stytting á þessum endum tengist
einnig ýmsum lífsstílstengdum
sjúkdómum eins og ákveðnum
gerðum krabbameina, hjartasjúk-
dómum og áunninni sykursýki.
Með hreyfingu getum við hægt á
þessu styttingarferli litningaend-
anna. Það hefur verið rannsakað
vel vísindalega,“ segir Sigríður
Klara og bendir jafnframt á að
langvarandi streita hafi neikvæð
áhrif á þessa litningaenda en að
hreyfing geti minnkað neikvæð
áhrif streitunnar.
Sjálf ætlar Sigríður Klara að
hlaupa Kvennahlaupið á Hvamms-
tanga og hlaupa tíu kílómetra. „Ég
hleyp reglulega og er ánægð með
að á Hvammstanga verður líka
boðið upp á lengri vegalengdir.“
Dagný Hulda Erlendsdóttir
dagnyhulda@frettatiminn.is
Að sögn dr. Sigríðar Klöru Böðvars-
dóttur getur regluleg hreyfing
minnkað líkurnar á því að fá brjósta-
krabbamein. Mynd/Hari.
Allir eru velkomnir í Kvennahlaupið, konur sem karlar og ungir sem aldnir. Mynd/ÍSÍ
ekki bara fy
rir
Reiðhjólafólk
Snorrabraut 56