Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.06.2013, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 07.06.2013, Blaðsíða 20
1.016.000 krónur voru meðallaun stjórnenda í bankakerf- inu samkvæmt könnun sem Capacent gerði í febrúar. Laun stjórnenda hafa tvöfaldast á síðustu níu árum og hækkað umfram verðlags- og launavísitölu. 2,6 prósent heildarveltuaukning varð á Visa-kreditkortavið- skiptum í maí miðað við sama tímabil í fyrra. Fleiri notuðu kreditkort til að versla áfengi en færri notuðu þau til elds- neytiskaupa en á sama tíma í fyrra. Matur fyrir þá sem hafa ( góðan smekk ) 80 ára reynsla í framleiðslu á barnamat! Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is sjónarhóll Grunnstoðir jafnréttis Engar útivinnandi mæður hér plís F yrir um áratug var ég útivinnandi móðir í miðborg London. Ég flutti til London með tæplega þriggja ára dóttur mína þar sem ég bjó í fjögur ár. Fyrsta árið vann ég heima, sem fréttaritari Morgunblaðsins í London. Þá fór mig að þyrsta eftir breytingum og var síðar ráðin sem fjölmiðlaráðgjafi á eina stærstu al- mannatengslaskrifstofu Bretlands þar sem ég var í tæp þrjú ár. Þá var ég 29 ára. Ég var eina konan á þrjú hundruð manna vinnustað sem var undir fertugu og átti barn. Hinar mæðurnar tvær voru mun eldri en ég og í yfirmannastöðu með barnfóstru í fullu starfi heima fyrir. Ég fann alls ekki fyrir fordómum gagn- vart þessari stöðu minni – heldur miklu fremur aðdáun og undrun. Það var eins og gert væri ráð fyrir því að það væri nánast ómannlegt að geta sinnt þessum tveimur hlutverkum án mikillar aðstoðar sérmenntaðs starfsfólks á full- um launum. Ég þurfti hins vegar margoft að útskýra fyrir samstarfsfólki og nýjum kunningjum að á Íslandi byrjaði maður að eignast börn miklu fyrr, helst bara í há- skóla, því þá væri svo auðvelt að ráðstafa tímanum sínum sjálfur. Svo kæmi maður helst bara út á vinnumarkaðinn og væri búinn að eignast börn, eða að minnsta kosti langt kominn. Bretarnir voru alveg gapandi hissa þegar ég útskýrði jafn- framt fyrir þeim að á Íslandi væri þetta svo sjálfsagt að það væri ekki einu sinni til eiginlegt hugtak yfir „working mom“, að minnsta kosti ekki í sama skilningi og þeir nota það (ég sagði þeim reyndar ekki að það væri ekki heldur til íslenskt orð yfir „Please“ – mér fannst að það myndi halla of mikið á Íslendinga í þeim menn- ingarlega samanburði, en það er önnur saga). Börn í Bretlandi byrja í skóla þriggja og hálfs árs, þá í leikskóladeild. Þar eru eng- ir ríkisreknir leikskólar en ég var heppin því ég hafði sambönd sem útvegaði okkur pláss á einkareknum leikskóla. Til að byrja með dugðu launin mín reyndar rétt svo fyrir leikskólaplássinu og restin fór upp í hluta húsaleigunnar. Það var hinsvegar ekki fyrr en árið sem ég kom aftur heim og ég tók blaða- viðtal við þáverandi forsætisráðherrafrú Bretlands, Cherie Blair, í tengslum við ráðstefnu í jafnréttismálum sem hún var þátttakandi í hér á landi, að ég átt- aði mig fyllilega á að hinn raunverulegi grundvöllur fyrir jafnrétti kynjanna væri aðgengi að dagvistun. Við bárum saman stöðu kvenna í löndunum tveimur og þá sérstaklega mæðra, ekki síst útivinnandi mæðra, en þá var yngsti sonur Cherie fjögurra ára. Ég var stolt af þessum samanburði – og jafnframt þakklát. Ég verð hinsvegar hugsi þegar ég geri mér ljóst, nú tíu árum síðar, hafa engar frekari framfarir orðið í þessum málum – og halda má fram að jafnvel hafi orðið ákveðin afturför því efnahagsþrengingar hafa leitt til þess að feður nýta fæðingar- orlof sitt í minna mæli en áður. Foreldrar eru enn að basla við að finna dagmömmu- pláss fyrir börnin sín og brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Í þjóðfélagi sem stærir sig af stöðu jafnréttismála hlýtur að vera lögð megináhersla á að efla þessa grunnstoð jafnréttis og með bætt- um hag muni ríki og sveitarfélög leggjast á eitt til þess að lengja fæðingarorlofið í ár og tryggja börnum leikskólapláss strax að því loknu. Því þannig á það að vera. VikAn í tölum 5.500 námsmenn á Íslandi í tæplega 30 skólum taka þátt í Unicef-hreyfingunni og hafa þeir aldrei verið fleiri. Börnin læra um jafnaldra sína í fátækari ríkjum. 20 prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins nota Strætó í hverjum mánuði. Alls nota 45 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu þjónustu Strætó á ári hverju. 68 ár eru síðan gítarleikarinn Jeff Beck fæddist en hann heldur tónleika í Voda- fonehöllinni 27. júní. Þá verður hann reyndar orðinn 69 ára. 20 fréttir Helgin 7.-9. júní 2013 vikunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.