Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.06.2013, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 07.06.2013, Blaðsíða 36
Litríkt kaffi beint frá kaffibóndanum Arturo í Gvatemala kaffitar.is Afdráttarlaus yfirlýsing Þ Það fylgir því talsvert stúss að eiga börn. Það man ég frá yngri árum okkar hjóna þótt það verði að viðurkennast að uppeldi og umönnun þeirra lenti meira á konu minni en mér. Það er liðin tíð enda börnin uppkomin – og komin með sín eigin. Barnabörnunum fylgir líka stúss en með öðrum hætti. Amma og afi eru oft fengin til að passa ungviðið og þar reynir yfirleitt meira á ömmuna en afann en fyrir kemur þó að afinn verður að standa einn og óstuddur. Allt hefur það gengið bærilega. Barnabörnin sækja í vistina hjá okk- ur enda erum við þeim þokkalega eftir- lát, án þess þó að ganga of langt. Þau vilja því stundum verða eftir hjá okkur og gista þegar foreldrarnir koma með þau í heimsókn, fá að skreppa með okkur í sveitina eða eiga með okkur kósíkvöld þegar splæst er í nammi með sjónvarpsglápi. Þó hafa börnin stundum gagnrýnt afa og ömmu fyrir efnisval á slíkum kósíkvöldum þegar við freistumst til að horfa á Útsvar eða annað sem ungviðið kann síður að meta. Af þeirri reynslu þykjumst við sjá að foreldrarnir láti hefðbundið kvöldefni sjónvarpsstöðvanna eiga sig og leiti uppi annað efni og barnvænna á sínum kósíkvöldum. Stundum erum við með eitt barna- barn hjá okkur en á öðrum tímum fleiri. Oft gengur betur að hafa fleiri því þá geta þau leikið sér saman án þess að við séum að skipta okkur af. Það er þægilegt. Auðvitað á þetta ekki við fyrr en börnin eru komin aðeins á legg og þurfa ekki stöðuga gæslu. Fyr- ir kemur þó að barnið vill bara vera eitt í vistinni og fá þá alla athyglina. Það má plata afa og ömmu til að lesa, fara út að róla eða setjist í sandkassann. Vinsælt er einnig að gefa öndunum brauð enda andapollurinn í göngufæri, jafnvel fyrir litla fætur. Þá freistar fjaran sem er að- eins í tveggja mínútna fjarlægð. Hún er ævintýraheimur. Þar má finna fallega steina, skeljar, kuðunga og framliðna krabba. Í fjöruna má þó ekki fara nema í fylgd með fullorðnum. Það eru óskráð lög hjá afa og ömmu. Umönnun ungbarna er vitaskuld sérkapítuli. Þarfir þeirra eru einfaldar og skýrar – en krefjandi. Þau þurfa að nærast, sofa og það þarf að skipta á þeim. Með góðum leiðbeiningum hefur mér farið fram hvað slíka um- önnun varðar og var meira að segja falið hlutverk „dagafa“ í hálfan mánuð eða svo fyrir nokkrum árum, það er að segja að sjá um kornabarn daglangt meðan það beið eftir því að komast til dagmóður. Satt best að segja var þetta hlutverk talsverð áskorun enda var ég ábyggilega aldrei skilinn eftir svo lengi einn með eigin börn þegar þau voru ung. Ef móðir þeirra þurfti að bregða sér af bæ gripu ömmur og töntur inn í. Það var að þeirra tíma sið. Allt er þetta breytt í samtímanum enda fylgist ég með því að feðurnir ganga ekki síður til þessara starfa en mæðurnar, eins og sjálfsagt er. Dagvistunin gekk að óskum. Mér tókst skammlaust að klæða barnið, gefa því pela, svæfa það og skipta á því. Það að þetta starf mitt gekk áfallalaust var því nokkur sigur – án þess að það gengi svo langt að ég byði öðrum sömu þjónustu. Guttinn sem ég bar ábyrgð á þegar hann var aðeins fárra mánaða hefur undanfarið átt heima hjá afa og ömmu með litla bróður meðan foreldrar þeirra vinna hörðum höndum að því að innrétta hús sitt. Amman er duglegri en afinn að sjá um bleiuskiptin á þeim litla en stóri bróðir er fyrir löngu orð- inn svo stór að hann fer sjálfur á kló- settið. Hann nýtur þó enn þjónustu við salernisferðirnar og kallar hástöfum „búúúinnnn“ ef um viðameiri þætti er að ræða en hefðbundið piss. Ef foreldr- arnir eru heima við læt ég þetta lang- dregna kall sem vind um eyru þjóta enda tel ég það frekar þeirra hlutverk en mitt að þrífa botninn á barninu. Sömuleiðis viðurkenni ég að vera ansi heyrnardaufur ef amman er nærstödd enda vílar hún ekki fyrir sér að ganga í málið. Fyrir kemur þó, ef allir fyrr- nefndir eru uppteknir eða ég einn heima með drenginn, að ekki verður undan þessum skyldum vikist. Ég læt mig hafa það, enda ekki um annað að ræða og hreinsa það sem hreinsa þarf. Það tekur fljótt af – svo þvoum við okkur báðir um hendur, eins og vera ber. Afadrengurinn, sem varð fjög- urra ára um liðna helgi, er mikill ljúflingur. Hann spáir talsvert í til- veruna og tjáir sig gjarna um það sem máli skiptir. Rétt fyrir fjög- urra ára afmælið voru foreldr- arnir í stússi sínu í nýja húsinu og amman upptekin þegar ég heyrði hið langdregna kall: „búúúinnnn“. Ég vissi hvað til míns friðar heyrði og vann mitt skylduverk. Um leið og ég tosaði upp um hann buxurnar leit hann á mig með sínum skæru barns- augum og sagði af hjartans einlægni: „Afi þú ert góður skeinari!“ Ekki veit ég hvað fólst beinlínis í þessari yfirlýsingu, hvort hann var með henni að lýsa því yfir að ég væri jafngóður í hlutverkinu og foreldrarnir og amman – eða jafnvel betri – en víst er að hún var afdráttarlaus og kom beint frá hjartanu. Með henni setti drengurinn ákveðna pressu á afa sinn – og það heyrnarleysi sem hrjáð hefur hann í þegar hann heyrir kallað hárri barnsröddu: „Búú- úinnnn!“ Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i 36 viðhorf Helgin 7.-9. júní 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.