Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.06.2013, Blaðsíða 65

Fréttatíminn - 07.06.2013, Blaðsíða 65
Hvítir múrar borgarinnar Ný íslensk vísindaskáldsaga eftir Einar Leif Nielsen. Í borg framtíðarinnar er allt falt fyrir rétt verð. „Þetta er ein af þessum bókum sem maður heldur áfram að lesa. Ég mæli með þessari fyrir unnendur furðusagna.“ Steinar Logi Sigurðsson — Nörd norðursins 9 vikur í 1. sæti á metsölulista rafbókaverslunarinnar Skinna.is Vargsöld Ný íslensk fantasía eftir Þorstein Mar. Illur máni er dreginn á næturhimin og langur vetur í nánd! Ráðgríð er send til Fálkahafnar ásamt Hræreki vini sínum en sú ferð á eftir að draga dilk á eftir sér. Hefur Ráðgríð það sem þarf til að vera hetja? Æsispennandi saga sem unnendur fantasía ættu ekki að láta framhjá sér fara. www.runatyr.is K æra dagbók. Kirkenes. Been there, done nothing. Búinn að sitja við hliðina á Mini me í flugvél í 12 tíma á tveim- ur dögum. Plús bið á flugstöðvum. Aðalkosturinn við Jóa er að það er gott að þegja með honum. Þegar maður horfir á hann er ekkert sem hvetur mann til að tala. Davíð var svo klókur stjórnmálamaður að hann var með sérstakan mann til að þegja með. Kjartan Gunn- arsson. Þegar Davíð vildi þegja hringdi hann ekki í Hólmstein eða Jón Steinar. Hann hringdi í Kjart- an. Og saman keyrðu þeir austur fyrir fjall. Þegjandi.“ Þannig var upphafið að dagbók Sigmundar Davíðs Gunnlaugsson- ar, forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins, 4. júní á vef Fréttatímans, frettatiminn.is, þeg- ar hann lýsti fyrstu utanlandsferð sinni norður í Kirkenes. Með í för var aðstoðarmaðurinn Jóhannes Þór Skúlason. Eins og tekið er fram á vef blaðsins er dagbókin ekki skrifuð af Sigmundi sjálfum heldur er hún spéspegill – til þess gerð að gera lífið skemmtilegra. 3. júní „Kæra dagbók. Ég kom hingað um miðjan dag [Kirkenes]. Hef í raun ekkert um málið að segja. Gat þó sýnt að ég kunni rússnesku. Hitti Medvedev og gat viðrað rússnesk- una. Þessi fundur var hálfgert plat. Medvedev er brúðan hans Pútín. Og ég er brúðan hans Ólafs Ragn- ars. Kannski hefði verið greini- legra að þeir hittust beint. Fund- urinn var korter. Svo ávarpaði ég samkomuna í 5 mínútur. Tók ÓRG á þetta. Eitthvað um náttúrlegt for- ystuhlutverk Íslendinga á norður- slóðum.“ 2.júní „Kæra dagbók. Maður á aldrei að taka upp hanskann fyrir sjálfan sig. Maður á að koma sér í þá stöðu að aðrir geri það. Ég á ekki að missa mig í pex við Össur eða svoleiðis menn. Gallinn er hins vegar sá að ég á enga liðsmenn sem geta varið mig. Hver er minn Hannes Hólmsteinn? Pælið í hvaða gersemi sá maður var fyrir Davíð. Hann gelti að hverjum sem var. Svo. Lét engan komast upp með styggðaryrði. Beit ef á þurfti að halda. En hér sat ég í dag og svar- aði sjálfur einhverju pexi.“ 1.júní „Kæra dagbók. Það eru augljóslega kynslóðaskipti í pólitík. Aldrei hafa jafn margar barnapíur hagn- ast á því að ríkisstjórn datt í það. Og öll voru þau að sýna hvað þau væru umhyggjusamir foreldrar. Sendandi sms og svo þessi svipur  DagbæKur Daglegar færslur í nafni sigmunDar Davíðs á vef fréttatímans – frettatiminn.is Hver er minn Hannes Hómsteinn? þegar svarið kom: Maður er aldrei almennilega rór. Kannski voru það mistök að halda þetta partí. Ráðherrarnir voru allir svolítið high eftir vikuna. Svolítið tjúnuð. Töluðu öll í einu. Eins og þau væru í barnaafmæli.“ 31. maí „Kæra dagbók. Ríkisstjórnar- fundur í dag. Allir svolítið hikandi. Nema Hanna Birna og Ragnheið- ur Elín. Gömlu aðstoðarmenn- irnir. Hanna Birna var í námi hjá Kjartani Gunnarssyni í áratug. Og Ragnheiður Elín hjá Geir. Þær eru gamli Sjálfstæðisflokkurinn. Full- ar sjálfstrausts og vissu um að þær séu réttbornar til valda. Án þess að maður átti sig á hvers vegna. Hanna Birna hélt tölu um hvað hún ætlaði að gera í innanríkisráðu- neytinu. Frú Járnhnefi.“ Dagbókarfærslunar má lesa í heild á vef Fréttatímans, frettatiminn.is. 74,6% ... kvenna 35 til 49 ára á höfuðborgar- svæðinu lesa Fréttatímann* *konur 35 – 49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent jan-mars. 2013 H E LGA R BL A Ð dagbækur 65 Helgin 7.-9. júní 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.