Fréttatíminn - 07.06.2013, Síða 65
Hvítir múrar
borgarinnar
Ný íslensk vísindaskáldsaga
eftir Einar Leif Nielsen.
Í borg framtíðarinnar er allt falt
fyrir rétt verð.
„Þetta er ein af þessum bókum
sem maður heldur áfram að lesa.
Ég mæli með þessari fyrir
unnendur furðusagna.“
Steinar Logi Sigurðsson — Nörd norðursins
9 vikur í 1. sæti á metsölulista
rafbókaverslunarinnar Skinna.is
Vargsöld
Ný íslensk fantasía
eftir Þorstein Mar.
Illur máni er dreginn á næturhimin
og langur vetur í nánd!
Ráðgríð er send til Fálkahafnar ásamt
Hræreki vini sínum en sú ferð á eftir að
draga dilk á eftir sér. Hefur Ráðgríð það
sem þarf til að vera hetja?
Æsispennandi saga sem unnendur
fantasía ættu ekki að láta
framhjá sér fara.
www.runatyr.is
K æra dagbók. Kirkenes. Been there, done nothing. Búinn að sitja við hliðina á
Mini me í flugvél í 12 tíma á tveim-
ur dögum. Plús bið á flugstöðvum.
Aðalkosturinn við Jóa er að það er
gott að þegja með honum. Þegar
maður horfir á hann er ekkert
sem hvetur mann til að tala. Davíð
var svo klókur stjórnmálamaður
að hann var með sérstakan mann
til að þegja með. Kjartan Gunn-
arsson. Þegar Davíð vildi þegja
hringdi hann ekki í Hólmstein eða
Jón Steinar. Hann hringdi í Kjart-
an. Og saman keyrðu þeir austur
fyrir fjall. Þegjandi.“
Þannig var upphafið að dagbók
Sigmundar Davíðs Gunnlaugsson-
ar, forsætisráðherra og formanns
Framsóknarflokksins, 4. júní á vef
Fréttatímans, frettatiminn.is, þeg-
ar hann lýsti fyrstu utanlandsferð
sinni norður í Kirkenes. Með í för
var aðstoðarmaðurinn Jóhannes
Þór Skúlason.
Eins og tekið er fram á vef
blaðsins er dagbókin ekki skrifuð
af Sigmundi sjálfum heldur er hún
spéspegill – til þess gerð að gera
lífið skemmtilegra.
3. júní
„Kæra dagbók. Ég kom hingað um
miðjan dag [Kirkenes]. Hef í raun
ekkert um málið að segja. Gat þó
sýnt að ég kunni rússnesku. Hitti
Medvedev og gat viðrað rússnesk-
una. Þessi fundur var hálfgert plat.
Medvedev er brúðan hans Pútín.
Og ég er brúðan hans Ólafs Ragn-
ars. Kannski hefði verið greini-
legra að þeir hittust beint. Fund-
urinn var korter. Svo ávarpaði ég
samkomuna í 5 mínútur. Tók ÓRG
á þetta. Eitthvað um náttúrlegt for-
ystuhlutverk Íslendinga á norður-
slóðum.“
2.júní
„Kæra dagbók. Maður á aldrei að
taka upp hanskann fyrir sjálfan
sig. Maður á að koma sér í þá
stöðu að aðrir geri það. Ég á ekki
að missa mig í pex við Össur eða
svoleiðis menn. Gallinn er hins
vegar sá að ég á enga liðsmenn
sem geta varið mig. Hver er minn
Hannes Hólmsteinn? Pælið í hvaða
gersemi sá maður var fyrir Davíð.
Hann gelti að hverjum sem var.
Svo. Lét engan komast upp með
styggðaryrði. Beit ef á þurfti að
halda. En hér sat ég í dag og svar-
aði sjálfur einhverju pexi.“
1.júní
„Kæra dagbók. Það eru augljóslega
kynslóðaskipti í pólitík. Aldrei
hafa jafn margar barnapíur hagn-
ast á því að ríkisstjórn datt í það.
Og öll voru þau að sýna hvað þau
væru umhyggjusamir foreldrar.
Sendandi sms og svo þessi svipur
DagbæKur Daglegar færslur í nafni sigmunDar Davíðs á vef fréttatímans – frettatiminn.is
Hver er minn Hannes Hómsteinn?
þegar svarið kom: Maður er aldrei
almennilega rór. Kannski voru
það mistök að halda þetta partí.
Ráðherrarnir voru allir svolítið
high eftir vikuna. Svolítið tjúnuð.
Töluðu öll í einu. Eins og þau væru
í barnaafmæli.“
31. maí
„Kæra dagbók. Ríkisstjórnar-
fundur í dag. Allir svolítið hikandi.
Nema Hanna Birna og Ragnheið-
ur Elín. Gömlu aðstoðarmenn-
irnir. Hanna Birna var í námi hjá
Kjartani Gunnarssyni í áratug. Og
Ragnheiður Elín hjá Geir. Þær eru
gamli Sjálfstæðisflokkurinn. Full-
ar sjálfstrausts og vissu um að þær
séu réttbornar til valda. Án þess
að maður átti sig á hvers vegna.
Hanna Birna hélt tölu um hvað hún
ætlaði að gera í innanríkisráðu-
neytinu. Frú Járnhnefi.“
Dagbókarfærslunar má lesa í heild á
vef Fréttatímans, frettatiminn.is.
74,6%
... kvenna
35 til 49 ára
á höfuðborgar-
svæðinu
lesa
Fréttatímann*
*konur 35 – 49 ára
á höfuðborgarsvæðinu.
Capacent jan-mars. 2013
H E LGA R BL A Ð
dagbækur 65 Helgin 7.-9. júní 2013