Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.06.2013, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 07.06.2013, Blaðsíða 26
1989 Pilot þáttur- inn. 1991 Newman, hinn óþolandi erkióvinur Jerry, kemur á sjónarsviðið. Tveir áhrifamestu þættirnir fram að þessu koma í annarri þáttaröð. „Kínverski veitingastaður- inn“ og „Vikapilturinn“ breyta því hvernig Seinfeld þættirnir voru byggðir upp eftir það. 1994 Mr. Pitt borðar Snikkers með hnífapörum og heimsbyggðin fylgir. 1996 J. Peterman vöru- listaséffinn stígur á sjónarsviðið í loka- þætti sjöttu þáttaraðar. Larry David hættir. 1998 Allt búið hjá Sein- feld og félögum. 2004 Jerry gerir auglýsingar fyrir kreditkort. 1990 Þáttur tvö og þáttaröðin byrjar að taka á sig mynd með fjórum þáttum. 1993 Jerry Stiller (pabbi Ben Stiller) tekur við hlutverki föður George. Allt annar og mun verri lék hann í fyrsta þættinum. 1995 Súpunasistinn á óborganlega innkomu sem allir sem horft hafa gleyma ekki. Fusilli Jerry þátturinn er af mörgum talinn besti þátturinn af öllum. Þar mætir líka í fyrsta sinn snillingurinn David Puddy á svæðið. 1997 Þátturinn heldur dampi eftir brotthvarf Larry David. 2000 Larry David byrjar með Curb Your Ent- husiasm. 2007 Jerry gerir frekar misheppnaða teiknimynd um bý- flugu. 2009 Endurkoma allra úr Seinfeld í Curb Your Enthusi- asm. 2012 Seinfeld byrjar að gera skemmtilega internet- þætti, Grínarar í bíl að drekka kaffi. Seinfeld og helStu karakterar Í seinni tíð hefur það oft verið svo að besta sjón- varpsefnið fjallar ekki um neitt sérstakt, bara að vera til. Friends, How I Met Your Mother, Sex and the City og hvað þetta heitir nú allt saman sem fylgir þessari formúlu og fjallar eiginlega ekki um neitt. Það voru þó Seinfeld og félagar sem virki- lega komu því að fjalla um ekki neitt á kortið. Snilldin að fjalla ekki um neitt Ævintýrið hófst á því að tveir á köflum frekar slappir uppistand- arar, Jerry Seinfeld og Larry David, fengu að gera „Pilot“, einn sjónvarpsþátt sem sjónvarpsstöðvarnar sjá svo og ákveða hvort gera eigi fleiri. Skemmst er frá því að segja að þrátt fyrir hálf brösuglega byrjun var ákveðið að framleiða fjóra þætti til viðbótar. Eftir þá þætti var svo ákveðið að halda áfram en Larry David reyndi að hætta við og sagði við félaga sinn, Jerry, að hann hefði einfaldlega ekki fleiri sögur að segja. Þessi viðbrögð hans þurfa svo sem ekki að koma á óvart enda er Larry fyrirmyndin af George Costanza. Þess vænisjúka og kol- vitlausa félaga Jerry í þáttunum. Þar er reyndar komið að snilld- inni við þætti sem fjalla ekki um neitt. Það eru þær persónur sem fylla þættina. Aðalpers- ónurnar fjórar í Sein- feld, þær Jerry, Ge- orge, Kramer og Elaine eru náttúrlega málið. Þær eru ástæða þess að fólk nennir að horfa á þættina aftur og aftur og sú stað- reynd að þær, eins og teiknimynda- persónur, læra aldrei af mistökum sínum og eru alltaf til í að láta fara illa með sig og fara á móti, oftast óvart, illa með aðra sem bætir bara á skemmtunina. En svo eru það aukapersónurnar sem eru náttúr- lega bara af öðrum heimi. Allt frá hinum kolbrjálaða pabba hans Ge- orge til Súpu-nasistans, Newman, Mr. Pitt og jafnvel til hins gjörsam- lega óþolandi Kenny Bania. Ekki skemmir svo fyrir að þætt- irnir voru vel skrifaðir og þökk þeim kumpánum Jerry og Larry var aldrei vikið af þeirri stefnu né heldur snilldinni að láta persón- urnar þroskast mikið sem mann- eskjur. Lokin Þrátt fyrir gríðarlega velgengni síðustu árin voru endalokin ákveðin við lok níundu þáttaraðar, ekki af því að sjónvarpsstöðin vildi það endilega heldur af því að Larry David var hættur og Seinfeld sjálfur, sem var orðinn nógu ríkur, vildi halda áfram með sitt líf. Hann vildi eignast konu og börn. Ef minnið bregst ekki kom hann meðal annars hingað á Frón til að prófa sig áfram á stefnumótum. Ekki varð það þó að frægðarför og fór hann sneyptur héðan. Síðasti þátturinn, lokaþátturinn ógurlegi, var þó umdeildur og ekki tekinn í almenna sátt og því hafa raddir um endurkomu hinna frábæru fjögurra alltaf farið hátt. Það var þó ekki fyrr en Larry David var kominn með sinn eigin þátt, Curb Your Enthusiasm, að það varð að veruleika. Eða næstum því. Þar komu þau öll saman á ný og gerðu þátt inn í þátt- inn og útkoman var stórskemmtileg. Að flestra mati mun bet- ur heppnuð endur- koma en ef reynt hefði verið að blása lífi í þætt- ina sjálfa. Þar var tappinn líka endan- lega settur í töfralampann og verðum við því að gera endur- sýningarnar okkur að góðu hér eftir. Óravíddir alnetsins Internetið og þá sérstaklega Youtube hefur svo reynst hvað best til að halda burtu mestu frá- hvöfunum hér á Fróni. Enda svo komið að Seinfeld á séríslenska aðdáenda síðu á þessu sama inter- neti, Facebook nánar tiltekið. Þar er það orðið að hálfgerðri keppni að taka eftir þeim leikurum sem komið hafa fram í þáttunum á öðrum vígstöðvum. Ég man þegar það kom fyrst fyrir undirritaðan löngu fyrir daga internetsins. Árið var 1995 og eins og öll önnur mið- vikudagskvöld var horft á Seinfeld. Þátturinn var The Diplomat’s Club og hver ætli hafi verið lögfræðing- ur hins kolbrjálaða hnífaparasnik- kersborðandi og sokkavalkvíða- yfirmanns Elaine, hr. Pitt – engin önnur en Kim Zimmer eða sjálf Reva Shayne úr Leiðarljósi. Toppiði það, netnördar! Enga súpu fyrir þig! Það er erfitt að trúa því en um þessar mundir eru liðin heil 15 ár síðan að Seinfeld þættirnir runnu sitt skeið og 24 ár frá því að þátturinn fór fyrst í loftið. Árið var 1998 og sá sem þetta skrifar var í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, já það er kannski svolítið langt síðan. Þeir halda þó enn í aðdáendur enda stanslaust endur- sýndir um heim allan heim. Það eru ekki margir þættir sem hafa þetta geymsluþol. Hvurn langar til dæmis að leita uppi Home Improvement þátt með Tim Allen upp á Youtube? Engan! Hanna Eiríksdóttir, verkefnastýra hjá Landsnefnd UN Women á Íslandi, er í hópi hörðustu aðdáenda Seinfeld á Ís- landi. Ekki nóg með það heldur þykir hún um margt minna á Elaine, bæði í útliti og háttum og er meira að segja svo lukkuleg að eiga eiginhandaráritun leik- konunnar Juliu Louis-Dreyfus sem hún hefur eðlilega í hávegum. „Þetta er nú meira bara í vinahópnum sem mér er líkt við Elaine,“ segir Hanna og hlær. „Það er ekki eins og fólk stöðvi mig úti á götu og geri athugasemdir um þetta.“ Hanna segir Elaine vera ótrúlega persónu þegar hún er skoðuð á femín- ískum forsendum. „Að hafa náð að vera svona stór og sterk kvenpersóna í svona rosalega vinsælum þætti. En ég hef líka séð það í einhverjum senum þar sem skyggnst er bak við tjöldin við gerð þátt- anna að Julia þurfti alveg að berjast fyrir að fá fleiri línur og veigameiri sess í hverjum þætti.“ Hanna byrjaði ekki að fylgjast með Seinfeld strax og þættirnir hóf göngu sína en sogaðist inn í heim fjórmenn- inganna aðeins síðar. „Ég bjó í Banda- ríkjunum í átta ár og þar var þetta endur- sýnt alveg milljón sinnum á dag. Þetta er frekar vandræðalegt vegna þess að ég horfi á Seinfeld svona fimm sinnum í viku. Þegar ég hef ekkert að horfa á eða mér leiðist þá horfi ég á einn og einn þátt,“ segir Hanna og bætir við að þætt- irnir séu svo úthugsaðir að hún sé enn að rekast á eitthvað nýtt og fatta brand- ara sem hún hefur ekki tekið eftir áður þrátt fyrir mikið og ítrekað áhorf. Þótt Hanna fari ekki leynt með aðdáun sína á Elaine segist hún varla geta gert upp á milli þeirra fjögurra, Jerry, Elaine, George eða Kramer. „Það fer bara eftir dagsforminu. Stundum finnst mér George bara vera fyndnasta manneskja á plánetunni en svo daginn eftir kemur Kramer kannski með einhvern gullmola. Eða Jerry sem er einhvern veginn léleg- ur leikari en samt góður. Ég elska þau öll jafn mikið og þetta er ástarsamband sem mun endast ævina á enda.“ -þþ Hanna Eiríksdóttir horfir enn á Seinfeld nokkrum sinnum í viku. Hún fær aldrei nóg og þykir jafn vænt um allar aðalpersónurnar. ÁStarSamband Sem endiSt ævina Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is Kim Zimmer. eftir Seinfeld 26 úttekt Helgin 7.-9. júní 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.