Nýjar kvöldvökur - 01.03.1920, Side 28

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1920, Side 28
58 NÝJAR KVÖLDVÖKUR, eftir eitthvert kýmnisskáld, liggja fyrir framan sig á borðinu. Var það siðvenja hans, þegar eitthvað lá illa á honum, að taka bókina og lesa í henni stundarkorn, til þess að komast aftur í gott skap. Hlátur, glaðværð og gaman eru himneskar gjafir — gerir ekkert, þó þær sjeu álitnar fá- víslegar, ef þær leika hlutverk sitt snildarlega: að auka gladlyndi vort. Sá maður, sem ekki getur hlegið, hefir sig oft miklu ver áfram í heiminum en hinn glað- Iyndi. Margir hafa sóað æfi sinni til éinkis, sökum þess, að þá hefir skort glaðværð og hugrekki. Reir hafa eitrað tilveru sjálfra sín og ástvina sinna, og lamað krafta sína með bölsýni sinni og dapurlyndi. F*að ber oft við, að menn, sem þjást af meltingarkvillum, furða sig á því, að þeim skuli ekki verða bumbult, ef þeir neyta ljúffengari rjettar í eitt skifti en annað. Mönnum dettur ekki í hug að álykta, að þetta geti stafað af breyttu hugarástandi mannsins. En svo er þó í raun og veru. Menn neyta kræsinganna svo innilega ánægðir, halda uppi fjörugum sam- ræðum og hlæja hjartaniega. Glaðværðin kemur þeim til að gleyma líkamsveiklun sinni. Og hún gerir meira, hún hefir læknandi áhrif á líkamann. Hlátur t)g glaðlyndi eru verstu óvinir allra meltingarkvilla. Leitist því við að gleðja og fjörga þá menn, sem þjást af meltingarleysi. Reim er óefað heilsubót að því. Neyti maður matar með þögulum og leiðinlegum borðgestum og hugsi stöðugt um veiklun sína og andstreymi, verð- ur manni ilt af hverjum munnbita, sem ofan f hann fer. I fjörugu samkvæmi finnur maður aftur á móti til einkis meins, þó neytt sje þungmeltrar fæðu. Hafið ætíð glaðværð og gaman á reiðum höndum; það er bæði betra og ódýrara en meðalablanda læknanna. »Glaðværðin er ekki hressingarlyf, sem til- búið er af mannahöndum,* segir frægur lækn- ir. »Hún hefir ekki í för með sjer mótspyrnu og magnleysi, eins og eiturefni Iæknislyfjanna. Glaðværðin eykur lífsþróttinn. — Augun verða fjörleg, kinnarnar rjóðar, gangurinn djarflegur, og blóðið tekur að renna örara en áður um æðarnar. í fám orðum: Hún eykur heilbrigði og varnar vanheilsu.* Engin tilbúin meðul geta kept við glaðværð- ina. Pað er meira varið i fjörugan og glað- lyndan lœkni en lyfjabúð fulla af meðulum. Sjáum við ekki þráfaldlega þá breytingu, sem verður á líðan sjúklingsins, þegar læknirinn kemur að vitja hans. Kvíði og hugarangur sjúklingsins hverfur sem dögg fyrir sólu, við það að sjá hlýleika og traust í brosmildum augum læknisins. Innileg huggunarorð geta jafnvel linað eða losað sjúklinginn við miklar þjáningar. Sjúklingurinn athugar nákvæmlega svipbrigði læknisins — reynir að lesa út úr svip hans, hvort nokkur von sje um skjótan bata. Undir þessum kringumstæðum verður læknirinn að vera varkár — láta ekki sjúkling- inn lesa ótta og efablendni út úr svip sínum. Engin meðul hafa eins mikinn töfrakraft í sjer fólginn og hughreystingarorð og gleðibros læknisins. Einn vinur minn hefir sagt mjer frá því, að þegar hann var barn heima i ioreldrahúsum og veikindi geysuðu á heimililiu, þá hafi sjúkl- ingarnir skammast sín fyrir að vera veikir, þeg- ar góði og glaðlyndi heimilislæknirinn kom að vitja þeirra. Hann hló og gerði að gamni sfnu, alveg eins og lífið væri Ieikur einn í sól- björtum aldingarði ánægjunnar. »F*að var eins og heimilið hefði hamskifti, í hvert sinn, sem læknirinn kom inn til okkar. Gleðihlátur hans bergmálaði um alt húsið og kom okkur til að gleyma veikindum okkar og þjáningum. Návist hans varð okkur að miklu meira liði en pillurnar og lyfjablandan, sem við hámuð- um í okkur. Jafnvel á meðan verið var að sækja lækninn, fanst okkur a&okkur liði betur en áður. Tilhugsunin um að njóta hjálpar hins glað- lynda öldungs, hafði svona mikil áhrif á okkur.* Víðfrægur læknir einn í Boston, notar ör- sjaldan meðul handa sjúklingum sínum. Glað- lyndi hans og innileikur kemur þeim til að

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.