Nýjar kvöldvökur - 01.03.1919, Qupperneq 4

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1919, Qupperneq 4
34 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. skoðun, datt honum þó aldrei í^hug að bregð- ast þeim mönnum, sem hann var í fjármála- sambandi við, meðan það stóð. Hann hefndi sín grimmilega á þeim mönnum, sem hann var í fjármálásambandi við, ef þeir reyndu að svikja hanrú Peim veittu ekki af að biðja Guð að vernda sig fyrir Lofteldi. Fjármálamenn við endilanga Kyrrahafsströnd- ina, munu seint gleyma kenningu þeirri, sem þeir fengu við aðfarir Karles Klinkners og vörufélagsins í California og Altamont. Klink- ner var þar forseti félagsins og hann og Elam Harnish féflettu í félagi San. José brautar- félagið. Rá veitti hið volduga vatnskrafts- og lýsingarfélag brautarfélaginu aðstoð og hjálp, og harðnaði þá stríðið til muna. Rá þótti Klinkner snjallræði að yfirgefa Harnish og slást í. lið með mótstöðumönnunum. Komst þá Harnish í verstu klemmu og tapaði þrem milj- ónum, áður en hann gat haft sig út úr spil- inu, en þá hafði hann gengið svo frá vöru- félagi Klinkners, að það var sama sem gjald- þrota. Svikum Klinkners við það félag varð kom- ið upp og hann hneptur í fangelsi, og þár fyrir- fór hann sér. Harnish misti nú ekki einasta tökin á brautarfélaginu, heldur hrundi nú margt fleira fyrir honum og miljónir hans hurfu út í veður og vind. Rað var mál manna, sem talið var að vit hefðu á þeim hlutum, að hann myndi hafa getað komist að þolanlegum kjös- um við brautar- og vatnskraftsfélagið, svo tap hans hefði eigi orðið eins gífurlegt og raun varð á, en það var eigi að hans skapi. Hann lagði niður vopnin gegn þeim félögum, og töldu mi margir hann úr' sögunni og með öllu yfirunninn, en þá lét hann höggið ríða, sem engan hafði grunað, og voru þá öllum hreyf- inguin hans gefnar hins nákvæmustu gætur. Áður en nokkurn varði, hafði hann með Na- poleonsku snarræði náð undir sig flestum hlutabréfum og eignum Californiu og Altamonts vörufélagsins, sem nú voru álitin lítilsvirði. Hann náði því allri stjórn þess félags undir sig og fengu nú fjölskyldur Klinknanna, sem mjög voru riðnar við það íélag, að kenna á hnúum hans. Harnish vissi, að engan hafði grunað, að hann mundi beita þessu bragði, Hann vissi og vel, að vörufélagsfyrirtækið hvíldi á heilbrigðum grundvelli og var arðvænleg stofnun. Rað var einungis í bráðabyrgðar- fjárkreppu, af því að Klinkner hafði sóað pen- ingum þess, en mundi eftir fáa mánuði, undir góðri stjórn, standa faslari fótum en nokkru sinni áður. Hann hikaði því eigi við að verja sínum síðustu peningum til að ná yfirráðunum yfir samvinnufélaginu, meðan enginn sá hin góðu skilyrði, sem það haíði til að rétta við, og allir áttu von á, að Harnish myndi reyna að brjóta fjárkreppugarðinn annarsstaðar. Retta verður til þess, hugsaði hann, að menn hugsi sig tvisvar um framvegis, áður enn þeir leggja út í það, að reyna að féfletta Lofteld. Orsökin til þess, að Harnish þótti flesíum mönnum ósvffnari á fjármálasviðinu var rneðal annars sú, að hann fyrirleit þá menn, er hann spilaði við. Hann hafði þá föstu sannfæringu, að ekki einn af hundraði af þeim möttnum væri innst inni ráðvandur, *og hinir fáu ráð- vöndu, sem þar findust, töpuðu venjulega og hyrfu út úr spilinu. Reynsla hans í Nýju Jór- vík hafði opnað augu hans, og hann sá nú glöggast hina svörtustu hlið viðskiftalífsins. Með tilliti til mannfélagsskipulags og stjórnar- fars hafði hann myndað sér skoðanir, sem voru sem næst á þessa leið: Mannfélagið var með þess ríkjandi skipu- lagi ein vel útbúin svikamilia. Fjöldi manna hafði erft dugleysi frá foreldrtim sínum. Menn og konur, sem ékki væru svo voluð, að þau væru lokuð inni í geðveikrahælum, en sem þó hefðu ekki hæfileika til þess að verða ann- að en vatnsberar og brennihöggvarar. Retta fólk, og fleiri heimskingjar, bæru virðingu fyrir hinu rotna skipulagi og þætti það ágælt. Reir yrðu þeim svo að bráð, sem sjá og skilja, hvers virði fjárglæfrar eru. Vinnan, hin reglubundna vinna, var undir- staðan undir öllu ríkidæmi. Rað skiftir engu hvort það var einn poki af kartöflum, vandað hljóðfæri eða vel útbúinn vélavagn, þá urðu

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.