Nýjar kvöldvökur - 01.03.1919, Blaðsíða 8

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1919, Blaðsíða 8
38 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. sem áður fyr hafði verið honum eiginleg, þó aðeins smált og smátt, eins og dráttarhreimurinn frá Alaska í röda' hans smáþverraði og hyarf, og málróinur hans harðnaði. Jafnhliða tók alt sálarlíf hans stakkaskiftum. Við hið byltingamikla og sprettharða pen- ingaspil, takmarkaðist tíminn meir og meir, sem góðvild hans gæti þróast eða komið í Ijós. Breytingarnar, sem orðnar voru á æfistarfi hans, mátti sjá í andliti hans. Drættirnir voru orðnir harðari, sjaldnar og sjaldnar lék bros hm varir hans, og í augnakrókunum sáust nú sjaldan hláturseinkennin. í sjálfum augunum, sem voru svört og tindrandi, sem í Indíána, var nú stundum hægt að lesa hvatir til grimd- ar og ofbeldis og yfirgnæfandi sjálfstraust. Stöðugt fylgdi honum hinn mikli lffskraftur, sem svo mátti segja, að streymdi út frá hon- um, en hann virtist nú einnig koma öðruvísi fram en áður, koma fram sem kraftur, er brýt- ur undir sig og trampar á samtíðarmönnum sínum. Barátta hans við hina óbreyttu nátt- úrukrafta á norðurleiðum, mátti heita að ekki væri persónuleg, en nú átti hann eingöngu í stríði við karlfólkið af sínu eigin kyni, og þeir erfiðleikar, sem hann hafði orðið fyrir á sleða- ferðum í hörku frosti, höfðu haft minni áhrif á hann en hið harða og óvægilega stríð við samborgara sína. Við og við fékk hann aðsókn af velvildar- hug, en slík aðsókn var mjög tímabundin og kom helst fram við nautn áfengis, sem hann drakk nú daglega. í Klondyke hafði hann oft drukkið eins og svampur, en hætt þar við áfengið tímum saman á milli, en nú drakk hann stöðugt, en þó eftir ákveðnum reglum. Hann hafði hugsunarlaust og óaívitandi beygt sig undir þessar reglur. Hið likamlega og and- lega ástand hans krafðist þeirra. Ressi glös af cocktail gerðu gagn til að spyrna á móti þrýst- ingunni eða farginu, sem skrifstofulífið lagði á hann. Og þótt Harnish sjálfum væri það í fyrstu ekki Ijóst, að eitthvað létti við og við farginu, sem djörfu og gapalegu fyrirætlanirnar hans lögðu á hann, sá hann það þó erframmí sótti, að. þessi cocktaildrykkja á vissum tímum var nauðsynleg í þessu augnamiði. Hún var nokk- urskonar steinmúr, sem stóð á móti og stöðv- aði þrýsting fjármálaáhyggjunnar. Hann drakk aldrei á morgnana eða í skrifstofutímanum. En jafnskjótt og skrifstofutímanum var lokið, fór hann að byggja ofan á þennan stöðvandi vín- drykkjumúr. Skrifstofustarfið varð þá eins og lokuð bók, hvarf úr meðvitund hans. Rað kom aftur inn í meðvitundina fáa tíma eftir miðdegis verð, meðan hann var á skrifstofunni, en hvarf aftur við vínglasið, jafnskjótt og skrifstofunni var lokað. Á þessari siðvenju Harnish urðu þó stundum undantekningar. Ef hann t. d. átti að hitta sambandsmenn sína eða óvini annars- staðar en á skrifstofunni, hafði hann svo mikið vald yfir sjálfum sér, að drekka þá aldrei fyr en samningum þeim og ráðstöfunum, er gera skyldi þar, var lokið, en jafnskjótt og starfinu var lokið, fleygði hann allri hugsun frá sér um það og önnur fjármál og fékk sér vel í staupinu. 6. KAFLI. Svo varð Deða Mason á vegi Elam Harnish og liafði nokkur áhrif á líf hans er fram í sótti. Fyrst í stað veitti hann henni enga eftirtekt. Hún hafði verið ráðin af öðrum á skrifstofu hans, sem vélritari, og hann skoðaði hana eins og hver önnur nauðsynleg áhöld á skrifstof- unni. Fyrsta mánuðinn, sem hún var í þjón- ustu hans, veitti hann henni eigi meiri eftir- tekt en það, að hann myndi eigi hafa getað gert grein fyrir augna- og háralit hennar, þótt hann hefði verið um slíkt spurður. Um klæða- burð hennar hafði hann heldur enga hugmynd. Hann vissi ekkert um hana annað, en að hún nefndist ungfrú Mason, og hann hafði þá hug- mynd, að hún væri röskur og ábyggilegur vélritari. Einn morgun, þegar hann var að undirrita nokkur bréf, er hún hafði vélritað, rak hann sig á málfræðislega beygingu og orðaskipun,

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.