Nýjar kvöldvökur - 01.03.1919, Blaðsíða 25

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1919, Blaðsíða 25
KYNJALYFIÍ). 55 Greifanum og stórmeistaranum vár það geð- felt, og þessir þrír höfðingjar lögðu svo af stað til tjalda hertogans. Fíflið og ræðumaðurinn fóru í humátt á eftir þeim. Sá síðarnefndi hafði verið svo djarfur að standa við hlið hertogans, eftir að ráðstefnunni var lokið, en fíflið hafði stað- ið í tiihlýðilegri fjarlægð. En á eftir, er þeir urðu samferða til tjalda hertogans, þurfti fíflið að spyrja félaga sinn spjörunum úr. »Hvað var það, sem þessir höfðingjar voru að tala um við herra vorn?« spurði hann. »Legðu höft á forvitni þína, kjáni,« sagði ræðumaður með mikilmensku. »það sæmir eigi, að eg skýri þér frá fyrirætlunum herra vors.« »þetta er ekki rétt hjá þér, vitri maður, við erum báðir fylgifiskar hertogans, og hvor okk- ar, vitringurinn eða fíflið, sem þessa eða hina stundina er í meiri metum, snerta fyrirætlanir hans okkur báða jafnmikið.« »Hlýddu þá á. Hann skýrði greifanum og stórmeistaranum frá því, að hann væri orðinn leiður á þessum óíriði, og að það væri ein- læg ósk hans, að hann væri farsællega kominn heim aftur í ríki sitt.« »Mjög viturlegt að hugsa þannig, en aftur fremur heimskulegt að vera að skýra öðrum frá því. En hvað er svo fleira í bruggi?« Ræðumaðurinn ræskti sig, »hum — hum.— Hertoginn sagði, að Rikarður væri eigi frækn- ari en sumir aðrir og hefði enga yfirburði í burtreið.« »Svo sannarlega, sem eg er fífl, og get dæmt um hvað heimska er, þá er þetta eftir mínu viti mjög bjánalega sagt, en hvað svo meira?« »Nú ekki annað en að hertoginn bauð þeim auðvitað heim með sér til drykkju.« »Pá hefir hann þó haft ljóst augnablik og farið viturlega að ráði sínu, og það mátt þú skrifa þér til tekna, en ef hann hellir sig full- ann — sem allar líkur eru til — verður það auðvitað fært mér til reiknings. En kom þá alls eigi fleira til umræðu?« »Ekki sem vert er að hafa eftir. Raunar sagði hertoginn, að hann hefði verið óhygg- inn að hafa ekki gripið tækifærið á dögunum og skorað Ríkarð á hólm.« »Sei, sei, þar hefir hann þá náð hæsta tindi heimsku sinnar og ofmetnaðar, og eg finn til þess, hve mikla yfirburði hann hefir fram yfir mig í heimsku og gorti. Rrátt fyrir það er þó réttast að við förum á eftir höfðingjunum, til þess að fá vorn hluta af rínarvíninu.« TUTTUGASTI OG ANNAR KAPÍTULI. Pegar Ríkarður konungur var kominn aftur í tjald sitt, lagði hann svo fyrir, að svarti þjónninn yrði sóttur þangað. Hann kom svo innan stundar, hæglátur og með kurteisislátbragði að vanda. Fyrst fleygði hann sér til jarðar og stóð síðan niðurlútur, eins og hann biði eftir boði herra síns. Pað var hepni fyrir hann að iíta ekki upp, því ella er hætt við, að erfitt hefði orðið að standast hið hvassa ransóknar augnaráð kon- ungs. Eftir litla stund rauf konungur þögnina og mælti: »Pað lítur út fyrir að þú sért snjall veiðimaður. Pú hefir króað af villidýrið og farist það eins vel og Tístram sjálfur hefði kent þér listina. En málinu er þar með ekki lokið. Það er eftir að leggja villidýrið að velli. Mér hefði sjálfum verið ánægja að leggja t'l þess með veiðispjóti mínu, en það þykir nú af ýrnsum ástæðum ekki eiga við. Pessvegna verður það þitt hlutskifti að koma þessu í fram- kvæmd. Pað er nú fyrirhugað, að þú hverfir aftur til herbúða soldáns og færir hinum göf- uga Saladín bréf frá mér, í því mun eg vinsamlega fara þess á leit,* að hann láni mér Iand, þar sem hólmganga sú fari fram, er slíta á þrætunni um fánastuldinn, svo og að bjóða honum að hitta oss þar, til þess að vera vitni að hólmgöngunni og úrslitum hennar, væri honum ánægja að því. Ef oss grunar rétt, munt þú finna riddara í herbúðum soldíhs,

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.