Nýjar kvöldvökur - 01.03.1919, Blaðsíða 16

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1919, Blaðsíða 16
46 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Rau urðu bæði svo agndofa, að litlu mun- aði, að þau næmu staðar. Ókunna stjarnan nálgaðist óðum, svo Jörðin var farin að halda, að hún ætlaði að flana beint á sig. Regar stjarnan var komin svo nærri, ^ð hægt var að kalla til hennar, argaði Jörðin: »Halló! Hvað ertu að gera á þessum stöðum? Hver ertu? Hvaðan kemurðu? Hvert ætlarðu?* »Rað eru nokkuð margar spurningar í senn,« svaraði stjarnan. »Hver ertu?« spurði Jörðin aftur. »Eg er bara' Halastjarna,« svaraði stjarnan. »En hver ert þú?« »Eg er nú Jörðin; eða veistu það ekki?« »Nei, það veit eg ekki,« svaraði Halastjarn- an. »Eg er alveg ókunnug á þessu svæði. Eg hef aldrei komið hér áður og þekki enga stjörnuna.* »Þú lentir þá ekki hjá þeirri sístu,« sagði Jörðin upp með sér. »Rað er ekki vani minn að grobba; en eg held eg megi fullyrða, að eg sé best gefin af þeim öllum.« »Rað var mikil hundahepni!« sagði Hala- stjarnan. »En vertu nú dálítið liðug að segja mér tíðindin, því eg má ekki vera að því að flækjast hér lengi.« »Eg held við reynum að spretta úr spori,« sagði Jörðin vingjarnlega. »Vertu mér samferða einn hring í kringum Sólina. Heyrðu, það er ekki nema ársferð. Rá getum við nú fyrst spjallað saman.« »0, svei!« sagði Halastjarnan illkvitnislega, »Rú kallar þetta: að spretta úr spori. Rú mátt trúa því, að eg tek það nú fagurlegar en þetta. En meðal annara orða. Hverskonar náungar eruð þið hér um slóðir?« »Varaðu þið að reka þig ekki á mig,« sagði Jörðin. Ókunna stjarnan hló svo mikið, að rófan á henni þrírifnaði. »Nú, þú ert þá hrædd við, að þú fáir á’ann. Vertu bara róleg. Eg er Iaus í mér og loftkend, svo eg færi í þúsund hluta, ef eg ræki mig á annan eins drumb og þú ert.« »0—ja,« sagði Jörðin dálítið hressari. »Rú ert þá tómur eldur; það var eg Iíka einu sinni.« »Rað er þá vist langt síðan að þú varst þannig á þig komin,« sagði Halastjarnan tor- trygnislega. »Mér sýnist þú liafa íshettu á öðrum endanum.« »Jú, rjett er það,« sagði Jörðin; og það meira að segja á báðum endum. En mér finst það ekki gera stórt tíl, þó manni sé kalt á fót- unum og höfðinu, ef manni er nógu heitt um miðbikið.* »Hvað er um eldinn?« spurði Halastjarnan. »Hann er nú innan í mér,« svaraði Jörðin. »Þú getur fengið að sjá framan í hann ef þú vilt.« Um leið og hún slepti síðasta orðinu, lét hún stærstu eldfjöllin gjósa, svo um munaði. »Nei, sko til,« laumaði Halastjarnan út úr sér. »Ekki er nú eldurinn mikill.« »Mikill!« át Jörðin eftir henni. »Jeg get sagt þér, að eg er augafull af eldi. Sökum þess þyk- ir ákaflega mikið í mig varið. Heyrðu, góða, eg var einu sinni eins laus í mér og þú, en smáþéttist. Loksins myndaðist utan um mig þykt skurn, svo að nú hef eg ekki nema ofur- litla eldfjallastrompa. En það er nógur eldur innan í mér.« »Rað hlýíur að vera töluvert óþægilegt að burðast með þetta skurn,« sagði Halastjarnan. - »O — o,« sagði Jörðin, »maður venst fljótt við það. Og nú eru á því menn.« »Menn!« rumdi í Halastjörnunni. »Hvað er nú það?« Jörðin klóraði sér hugsandi á norðurheims- skautinu, en kom um Ieið við íshettuna, svo það losnuðu nokkrir voldugir ísjakar. »Tja,« varð henni loksins að orði. »Eg held það sé einhverskonar óþverri.« »Hoj,« sagði Halastjarnan. »Jörðin þagði aftur stundarkorn, eins og hún væri að hugsa sig um. Loks tók hún svo til máls: »Reir iða og skríða um mig alla, svo eg hef ekkert viðþol. Altaf fjölgar þeini og altaf versna þeir, Reir grafa f mig hingað og þangað, til

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.