Nýjar kvöldvökur - 01.03.1919, Blaðsíða 18

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1919, Blaðsíða 18
48 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. jafningja minn. Lfttu á Venus, Júpiter ogMars — eg man nú ekki hvað þær heita þessar þarna, en allar ganga þær í kringum sólina eins og eg. Taktu nú vel eftir mér. Líttu á djúpu og tæru vötnin mín. Horfðu á beykiskógana og pálmaviðarlundana.« »Eg get nú ekki, hreinskilnislega sagt, séð nokkurn skapaðan hlut af allri þegsari fegurð,« sagði Halastjarnan; »en þetta getur vel verið satt, sem þú segir, fyrir það. Eg sé ekkert nema tóma þoku umhverfis þig.« »Já,« sagði jörðin, dálítið vandræðaleg. »henni var eg búin að steingleyma. Retta er nú gufuhvolfið.* »Rað er ofurlítil drægja, sem þij verður að rogast með — skurn, menn og gufuhvolf.« »Ha!astjarna,« sagði Jörðin alvarleg. »Eg fer umhverfis Sólina, eins og sljörnurnar, sem eg var að segja þér frá áðan, og þó er eg lang- minst af þeim öllum. Eg er miðdepill himin- geimsins; það er engum blöðum um það að fletta.« »Já, þetta líkar mér,« sagði Halastjarnan. »Sestu niður og haltu áfram að skrafa.« »Sefji eg mig niður,« át jörðin eftir, og varð stygg við. »Ef eg gerði það væru dagar mínir taldir. Rað er alt komið undir því að ganga mín um Sólina sé rétt. Eg get fullviss- að þig um það, að eg er ekki að gorta; eg er aðdáunarverðust af öllum stjörnunum — bara végna mannanna. Rað jafnast ekkert á við þá. — — Halló! hvað er þetta, mér sýnist þú vera að fara?« »Eg er líka að fara,« sagði Halastjarnan. »Guð sé oss næstur,« mælti Jörðin hrygg í huga. »Geturðu ekki dvalið hér nokkur ár? Rað fer Ijómandi vel á með okkur. Þú getur ekki imyndað þér, hvað það er leiðinlegt að rölta altaf sömu leiðina og hafa ekki aðra að spjalla við en Tungls asnann.« »Hvað er nú það?« spurði Halastjarnan. »0 það er litla gæxnið, sem þú sérð þarna,« svaraði Jörðin. »Rað fer altaf hringinn í kring- um mig. Retta var einmana vesalingur, sem eg gerði gustukaverk á, af því enginn rétti því hjálparhönd. Nú er það fyrir Iöngu steinkalt og reiðir vitið sannarlega ekki í þverpokum. Hér erum við vön að láta tungl fylgja okkur eftir. Júpiter hefur t. d. átta. En mér finst nú sá sægur bera vott um mikilmensku * »Vertu sæl,« sagði Halastjarnan. Bíddu svolítið við,« gegndi Jörðin. »Rað get eg ekki,« sagði Halastjarnan. Eg geng ákveðna braut og þarf nú að fara að flýta mér. Mér er líka farið að leiðast úr þér grobbið.* »Hvenær kemurðu aftur?« spurði Jörðin. Halastjarnan þaut af stað með þrírifnu rófuna. »Eftir þrjú hundruð ár,« orgaði hún í Jörðina. Svo smáminkaði hún, uns hún hvarf til fulls. »Retta var nú fjörug drós,« sagði Tunglið. »En ferðin á henni! Og halinn, hann var ekkerl smásmíði. Rað er víst munur á æfi hennar og æfi reikistjarnanna.« »Rað er nú líklega,» svaraði Jörðin skensin. »Hún lifir nærri því eins »flott« ogTunglið!« En Tunglið var þá fult og hló bara og skældi sig framan í Jörðina. Að þrjú hundruð árum liðnum kom Hala- stjarnan aftur. Jörðin hafði þráð hana af heil- um hug og vandlega talið umferðir sínar um Sólina. Hún var nú búin að skreyta sig með ölium þeim blómum, sern blómgast geta í marsmánuði. Allir gláptu upp í loftið, til að vita, hvort þeir sæju ekki Halastjörnuna, því búnir voru þeir góðu menn að reikna út braut hennar óg það upp á dag. Spekingjarnir hlökkuðu til að sjá eitthvað dæmalaust fallegt og fágætt, en heimskingjarnir lágu annaðhvort í rúmum sínum og grétu af hræðslu, eða hlupu með hjartað í brókinni fram og aftur og drukku sig fulla. »Rarna er Halastjarnan,* sagði einn spek- ingurinn, sem var með besta sjónaukann upp í hæðsta turninum og sem hafði mest hala- stjörnuvitið. »Parna er Halastjarnan,« sagði Tunglið. »Húrra! nú verður þó »sukkað.«

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.