Nýjar kvöldvökur - 01.03.1919, Blaðsíða 3

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1919, Blaðsíða 3
Hetjan í Klondyke. Eftir Jack London. 5. KAFLI. Pegar Elam Harnis var kominn aftur til San Fransisco varð hann brátt nafnkunnari en nokkru sinni áður, en af orðróm þeim, sem af honum fór var hann þó ekkert öfundsverður. Hann varð meðal annars kunnur fyrir áflog og of- beldisverk og einatt nefndur »Tigrísdýrið« eða »Miljónadjöfullinn« Framferði hans og fjármála- bralli var þannig háttað, að það færði margt úr skorðum og muldi undir sig. Enginn gat reiknað út hvar hann léti höggið falla. Að koma að mönnum óvörum eða í opna skjöldu voru hans ær og kýr. Þessi mikilhæfi maður, frá hin- um hrjóstugu og lítt’bygðu norðurslóðum, fylgdi eigi troðnum brautum, hvorki í framferði né hugsun, og var hverjum manni snarráðari að finna upp á nýjum stríðsaðferðum eða beita ýmsum taflbrögðum á taflborði fjármálanna. Og þegar hann hafði náð betri aðstöðu í viðskifta- glímunni, notaði hann sér hana hlífðarlaust. »Pyrmdi engu frekar en Indíáni,* var sagt um hann, og það var engin Iýgi. ' A hinn bóginn var hann kunnur fyrir dreng- Iyndi á vissum sviðum. Þegar hann hafði lof- að einhverju, stóð það eins og stafur á bók, eins þótt óvottfast væri, og þrátt fyrir það þótt hann sjálfur bygði aldrei neitt á loforðum ann- ara. Hann var ávalt ragur við fyrirtæki, sem bygð voru á lausu umtali og loforðum milli svonefndra heiðursmanna. Og hver sá, sem í viðskiftasamningum við Elam Harnish vitnaði til drengskaparloforðs sfns, gat átt von á óþægi- legum athugasemdum og stóryrðum. Harnish lofaði sjálfur engum manni neinu, nema því aðeins að sakir stæðu þannig, að honum gæti N. Kvv. XIII. 3.-4. hefti. verið sama um. hvort hlutaðeigandi tæki lof- orð hans trúanleg eða ekki. Eigi var það eftir geðþótta Elam Harnish að ávaxta fé sitt með því að leigja það út með venjulegum vaxtakjörum. Það þótti honum festa féð, og eigi eins freistandi og að setja það í hættu til stórgróða eða taps. Pað voru hinar snöggu sveiflur með peningana í gróða- brallinu, sem hrifu hapn og æstu. Því varð hann ávalt að hafa mikið laust fé, til að ausa því út til kaupa eða víxla, . þegar hann þóttist sjá leik á borði til auðs og arðvænlegrar að- stöðu. Peningarnir voru vopn á ræningjaferð- um hans um hið víða og kvikula haf viðskift- anna. Að eiga féð á vöxtum móti 5 af hundraði var engin gleði eða nautn fyrir hann, en að fleygja miljónum út í snarpa viðskiftaor- ustu, þar sem tvísýni var á, hvort hún tapað- ist eða veitti stórfeldan arð. Petta var fyrir hann salt lífsins, það örfaði og hresti Hann laraut eigi almennar viðskiftareglur, en fjár- málaspil hans var hlífðarlaust. Hann var ó- væginn við keppinauta sína, hvort heldur voru einstakir menn eða hlutafélög, eins þó hann hefði komið þeim á kné, og þeir bæðust vægðar. Slíkum bænum léði hann ekki eyru. Hann var öllum óháður og hafði engin þau sambönd við aðra, sem að sumu leyti bygð- ust á vináttu og að sumu á viðskiftahagnaði. Pau samtök, sem hann við og við batt sig við, voru eingöngu gerð í hagnaðar skyni, og hann skoðaði þá menn. sem hann hafði gert sam-( bönd við, viðsjálsgripi, sem eigi mundu hlífast við að hafa af honum fé, ef þeir gætu, og bar því ekkert traust til þeirra. Prátt fyrir þessa 5

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.