Nýjar kvöldvökur - 01.03.1919, Blaðsíða 21

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1919, Blaðsíða 21
KYNJALYFIÐ. 51 illdeilum og þrætum innbyrðis, því er það tillaga mín, að við látum hermenn vora fara til tjalda sinna, en að við foringjarnir komum saman í ráðstefnu-tjaldinu eftir klukkustund, til þess að reyna að koma á samkomulagi út af þessari nýju misklíð.« *Eg fellst á þessa tillögu,« sagði Ríkarður konungur, sþótt eg geti eigi borið á móti því, að mér hefði verið sönn ánægja að því, að halda áfram yfirheyrslunni yfir piltinum, meðan hin skrautlega skykkja hans er ötuð í sandi og leir, sem best ber vitni um hrakfarir hans fyrir rakkanum. En vílji Frakklands skal nú sem oftar vera vilji vor.« Á þessa tillögu Filuppusar konungs féllust og hinir aðrir krossfararhöfðingjar, og stefndu þeir svo liðinu til tjalda sinna, án frekari að- gerða að því sinni. Filippus konungur hafði að vísu komið í veg fyrir uppþot og blóðsúthellingat, en árásin og sakaráburðurinn á greifann hafði þó haft mikil áhrif á hugi margra og vakið hjá þeim gremju og æsing, Margt af hermönnum, sem eigi voru frá Englandi, og höfðu fyr um daginn heilsað Ríkarði konungi sem þeim, er mesta yfirburði hefði til að vera fremsti foringi krossfaranna, báru nú gremju til hans fyrir stórmensku og ofsa. 0ðru máli var að gegna með Eng- lendinga. Þeir höfðu tilfinningu fyrir því, að sæmd lands þeirra var nátengd þessu misklíð- armáli, sem ýmsar kynjasögur fóru þegar að ganga um. Englendingum þótti sennilegast, að annara þjóða menn sæju ofsjónum yfir heiðri þeim, er konungur þeirra og þeir áunnu sér á herferðinni, og vildu því gera það, sem í þeirra valdi stæði, til að ófrægja þá, jafnvel með lymsku og fláræði, ef það hepnaðist eigi á annan hátt. ' Á ákveðnum tíma kom herráðið saman. Konráð greifi hafði haft fataskifti, og með skitnu fötunum skilið sig við hinn skömmustu- lega flóttasvip, er á honum var, fyrst eftir að hundurinn velti honum úr söðlinum, og Rík- arður konungur bar á hann fánastuldinn. í fylgd með honum inn í ráðstefnusalinn, voru þeir stórhertoginn af Austurríki, stór- meistari Musteris-riddaranna og fleiri stórlátir höfðingjar. Pað var eigi hægt að skilja þetta öðruvísi en svo, að þessir höfðingjar vildu láta það líta svo út, sem þeir mundu fylgja greifanum að málum og verja hann. Ressi sýnilegi varnarsamblástur fyrir málefni greifans, hafði þó ekki minstu áhrif á Ríkarð konung. Hann kom til samkomunnar með sama áhyggjulausa og einarða svipnum, sem hann hafði venjulega. Hann leit með fyrir- litningu til herramannanna, er stóðu í hvirfing um greifann, og tók þegar til máls. Hann endurtók ákæru sína gegn greifanum, og bar það vífilengjulaust á hann, að hann hefði stolið fána Englands og sært hinn vitra hund, sem hefði verið þar einn til varnar. Pessari endurteknu ákæru svaraði greifinn þegar, og kvaðst vera saklaus, þrátt fyrir sak- argiftir frá mönnum, konungum og hundum — eins og hann komst að orði. Filippus konungur, sem venjulega stýrði slík- um samkomum, tók nú til máls: »Enski bróðir,* sagði hann. »Retta er mjög merkileg og óvanaleg ákæra. Hér kemur eigi í Ijós neitt það, er verulegt sönnunargildi hafi í málinu. Pað einasta, sem þú byggir ákær- una á, eru aðfarir hundsins við greifann. En eftir mínu viti verður þú að taka meira mark á orðum heiðvirðs riddara og herstjóra, en urri og gelti hunda.« »Minn konunglegi bróðir,« svaraði Rikarður konungur. »Hér verður að taka til greina, að hinn almáttugi hefir gefið oss hundinn sem fylgifisk og félaga í meðlæti og mótlæti, og búið hann út með svo göfugar náttúruhvatir, að hann gerir sig aldrei sekan í svikum og falsi. Hundurinn gleymir aldrei vini eða óvini, og hann man ávalt eftir hvort honum er gert gott eða ilt. Sem náðargáfa, var honum veitt mikið af mannviti, en undirferli og svik sumra 7*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.