Nýjar kvöldvökur - 01.03.1919, Blaðsíða 29

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1919, Blaðsíða 29
KYNJALYFIÐ. 59 aði frá sér slerku og skæru ljósi. Hún var eigi meira en skreflengd frá hinum krjúpandi þjóni, og lét hún ljósið falla á andlit hans, til að geta glögglega séð það. Síðan sneri hún sér frá honum og sneri lampanum þannig, að skuggi hans féll á tjaldvegginn rétt hjá. Hún varð hljóð um stuud, svo mælti hún með djúpri sörgarraust: »Eruð það þér, hrausti Leópardridd- ari? Er það í raun og veru þér, hinn hug- rekki herra Kenneth — þannig dulklæddur í þrælsgerfi, umkringdur af ótal hættum?« Vesalings riddarinn varð að beita öllu sínu viljaþrekí til að geta þagað. Hversu gjarnan hefði hanr. ekki viljað svara, er hann heyrði rödd hennar, sem hafði næstum ástúðleganhreim! Hversu gjarnan hefði hann eigi viljað segja, að það, sem hann nú sá og heyrði, var honum nægilegt endurgjald fyrir það, þótt hann yrði að eyða æfi sinni í þrældómi, og að hann fyrir það vildi bjóða öllum hættum byrginn. En hann mundi eftir hinni ströngu fyrirskipun konungs, og 6Ínu helga loforði um að þegja. Hann varð að taka á öllu sínu þreki til að halda það, og djúpt og harmþrungið andvarp var því hans ein- asta svar til þeirrar konu, sem honum var svo hjartfólgin og kær. Hún hélt áfram tali sínu og mælti: »Eg sé, að eg hefi getið rétt til,« og rödd hennar hafði stöðugt sama hluttekningarhreiminn. »Eg veitti yður eftirtekt í dag frá turninum,_ þar sem eg var með drotningunni. Eg þekti einnig fallega hundinn yðar. Sá, sem ekki þekkir trúan þjón í dularklæðum, er ekki glöggur, og sú kona, sem ekki þekkir yður í dularklæðum, verðskuld- ar ekki að vera þjónað og heiðruð af slíkum riddara sem þér eruð. Talið því cttalaust við Edith Plantagenet. Hún er stöðug og trúföst á mótgangstímum. Hún mun heiðra hinn prúða riddara, sem þjónaði henni og heiðraði nafn hennar með hreystiverkum, meðan gæfan brosti við honum. En hvað veldur — þögn og aftur þögn? Er það ótti eða blygðun, sem bindur tungu yðar? Hræðslu ættuð þér eigi að þekkja, og smánin fellur sannarlega á þá, sem breyttu rangt gegn yður.« Ný örvinglun tætti hjarta riddarans, af því að hann á þessari stundu var neyddur til að binda tungu sína, og enn á ný lét hann sorg sína í Ijósi með kvalastunu og djúpu sorgarandvarpi, og lagði um leið fingurna á munninn. Edith var orðið gramt í geði og vék eitt skref aftur á bak. »Hvernig er þetta,« sagði hún, »er yfirskin og veruleiki orðið eitt og það sama? Er það einnig nauðsynlegt hér að leika málleysingjann að austan ? Við því hafði eg ekki búist. Fyrir- lítur þú mig ef til vill fyrir, að eg kannast vafn- ingalaust við, að mér hafi verið geðfeld holl- usta sú, er þú hefir sýnt mér. Af þeim ástæð- um er eigi ástæða fyrir yður að hafa lágar hug- myndir um mig, því eg þekki vel þau takmörk, sem sæmd og heiður setur ættstórum jómfrúm. Og Edith hefir og skilning á að láta í Ijósi þakklæti sitt, og gjarnan vill hún, þegar hún getur, endurgjalda veitta sæmd og bæta úr þeim órétti, sem göfugur riddari hefir orðið fyrir hennar vegna.« Kenneth riddari horfði á hana bænaraugum og neri hendurnar af örvinglun. Voðaleg hugsun gagntók hana og fór um hana eins og hrollur: iPað er þó ekki mögu- Iegt, að þeir í grimd sinni hafi svift yður mál- inu? spurði hún óttaslegin. Riddarinn hristi höfuðið. »Pá vil eg eigi grafast meira eftir ástæðum,« sagði hún kuldalega. »Og eigi hirða um hvort hér veldur sérviskuleg fyrirtekt eða aðrar óskilj- anlegar ástæður. Eg ætla eigi að spyrja um það frekar. Erindi yðar getið þér rekið, og eg get þagað. Kenneth gerði hreyfingar, eins og hann væri að biðja hana að vera ekki reiða. Svo fékk hann henni bréf soldáns, sem, eins og flest bréf hans, var vafið í silki. Hún tók á móti því og horfði á það, án þess að það virtist vekja nokkra geðshræringu. Síðan horfði hún fast á riddarann og sagði með lágri raust: »Ekki einu sinni eitt orð til skýr- ingar erindi yðar?« 8'

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.