Nýjar kvöldvökur - 01.03.1919, Blaðsíða 32

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1919, Blaðsíða 32
62 NÝJAR KVÖLDVÖKUR, ast, — við skiljum líklega ekki hvor aðra! — Nú ætla eg að sækja súkkulaðið —« Hann aftraði henni [jess. »Við þurfum einkis, — við erum búin að borða á matsöluhúsinu. Sestu hérna í legu- bekkinn hjá okkur.« Hann greip um höndina á henni og leit kringum sig í litlu fátæklegu stofunni. Ró und- arlegt megi virðast, hafði hann altaf hugsað sér móðurina við sötnu kjör og hún lifði, þeg- ar hann sigldi, altaf hugsað sér hana á stóra heimilinu, sem átti þó að sundrast við dauða föður hans. Hann vissi vel að það mundi alt breytast, að hann mundi aldrei sjá það heim- ili framar, en þó — svona lítið og fátæklegt hafði hann aldrei hugsað sér það. Hann fyrir- varð sig næstum að segja frá heimili sínu í Englandi. En móðir hans hélt áfram að spyrja hann, og hann lýsti því öllu og teiknaði laus- legan uppdrátt af húsinu og herbergjunum. Pá leit hann á úrið. »Nú verðum við að fara, en við komum aftur til að borða mið- degisverð. Eg ætla að senda matinn hingað frá matsöluhúsi, því við viljum ekki baka þér neina fyrirhöfn á afmælinu þínu. Rá getum við talað betur saman um eitt og annað. Við förum af stað í fyrramálið, eg verð að vera kominn til Lnndúna þann 25, Verslunarmaður má ekki vera Iengi að heiman.* Frú Holm helti ennþá einu sinni um á kaffi- könnunni. Nú hlutu gestirnir að fara að koma. Nú var frá eirfhverju að segja. En hvað það var nú reyndar leiðinlegt, að þær gátu ekki •fengið að sjá soninn og ungu glæsilegu kon- una hans. En það var nú líklega það besta. Ungu frúnni hefði líklega þótt þær lítilmót- legar, »eins og henni fanst eg vera«. — Rað, voru heldur ekki stólar til handa svo mörgum — þó stofan væri henni sjálfri nógu stór. Frans vildi að hún sklfti um bústað, en það vildi hún alls ekki. Hér leið henni vel, hér hafði hún loks fundið örugga höfn, eftir alt, sem á móti hafði blásið. Hún hélt áfram að tala við sjálfa sig um það, hve skemtilegt það hefði þó verið, að fá að sjá soninn, — hún var að reyna að bæla niður hjá sjálfri sér vonbrigðin og tómleika- tilfinninguna. Rað varð kátt og fjörugt við kaffiborðið. Frú Holm talaði og skýrði frá, og henni fanst hún njóta sín svo vel, hjá þessum góðu grann- konum, sem hún þekti og umgekst daglega. ----Ilmurinn af hinu dýra höfuðvatni ungu frúarinnar var ekki enn horfinn úr stofunni. Bókmentír. Ryrnar, þriðja útgáfa aukin. Rvík 1918. Loks eru þá ljóð Þorsteins Erlingssonar kom- in út í þriðja sinn. Langt er síðan 2. útgáfa var uppseld og lengi höfðu menn þráð Þyrna á bókamarkaðinn, Dýrtíðin hefir tafið útgáfuna svo lengi, og dýrtíðin veldur því um verð bók- arinnar, að sumum af hinum mörgu Þyrnavin- um verður örðugra að eignast hana. Pó býst eg við, að mörgum verði að segja, eins og norðlenskri stúlku, sem keypti bókina í vétur: ’»Já, hún er nokkuð dýr, en það er ekkert verð ofmikið fyrir ljóð Rorsteins*. »Tímarnir breytast og mennirnir með.« Margir hneyksluðust forðum á ádeilukvæðum Þorsteins. Menn voru þá svo óvanir nýungum, óvanir svo sárum broddum, óvanir að svo snöggur vind- bylur færi yfir landið og það úr þessari átt. Flestir voru værukærir, vanir logni og ládeyðu á þessum sviðum. Meistaralega nákvæmur mun Rorsteinn hafa verið, þegar hann í kvæðinu »Árgalinn« legg- ur þessum mönnum orðin í munn þannig: »Liggur þér svo lífið á að lýsa degi nýjum, geturðu’ ekki þagað þá þó að roði á skýjum? Guð hefir sönginn gefið þér gagn og yndi að vinna, en hlífðu því, sem helgast er, hjörtum bræðra minna.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.