Nýjar kvöldvökur - 01.03.1919, Blaðsíða 10

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1919, Blaðsíða 10
40 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Pótt ungfrú Mason gremdist þessi orð, gat hún ekki stilt sig um að fara að stríða honum. »Rað er nú svo, en þér sitjið svo tímum skiftir dagleg við að lesa námuskýrslur og fjár- málafréttir,« svaraði hún. »Það er nokkúð annað. Eg hefi oft peninga upp úr því. En hvað hafið þér upp úr sögu- lestrinum?*’ , »Nýtt útsýni, nýjar hugmyndir — líf.« »Ekki eyris virði í peningum.« »Já, en lífið er meira virði en peningar.« »Jæja þá,« sagði hann góðlátlega með um- burðarlyndi kurteisra manna gegn kvenfólki, »það má vera, svo lengi sem menn fá notið þes-, það veltur á því, finst mér, og um verð- mæti hugmynda og lífskjara er oft erfitt að dæma.« En þrátt fyrir það, þótt Harnish þættist hafa réttari lífsskoðun, hafði hann þó grun um, að hún mundi vita og skilja margt, sem honum var dulið, og það fór að gera vart við sig hjá honum svipuð tilfinning og hjá þekkingar- snauðum manni, sem stendur frammi fyrir fjöl- fróðum mentamanni, og á að gera þar grein fyrir erfiðum viðfangsefnum. Rótt Harnish skoðaði mentun og menningu eigi mikils virði( fór að vakna hjá honum grunur um, að þetta mundi, éf til vill, vera meira virði en hann hefði haldið. Nokkrum dögum siðar, þegar hann gekk fram hjá borði ungfrú Mason, sá hann liggja þar bók, sem hann þekti ofurvel. í þetta sinn hreyfði hann ekki bókina eða stans- aði. Hann þekti að þarna var komin bók, sem blaðamaður nokkur hafði ritað um Klondyke, og hann vissi að mynd hans var þar, og all- mikið um hann skrifað, og ýmsu þar á hann logið af misjöfnu, og slark hans þar nyrðra fremur ýkt en úr því dregið. Hann vissi að þar var áhrifamikil lýsing af sjálfsmorði stúlku einnar, sem honum var kent um. Eftir þetta hætti hann að tala um bækur við vélritara sinn. Hann þóttist vita, að hún hefði fengið rangar hugmyndir um hann, af kaflanum um hann í bók fregnritarans, og honum gramd- ist það því meir, sem hann fann, að ádeilan þar var óverðskulduð. Honum fanst varla hægt að hugsa sér meiri fjarstæðu en jrá, að útbreiða það, að hann væri kvennatælari og leiddi þær til örvinglunar, og að kvenmaður hefði fyrir- farið sér af ást til hans. Honum gramdist það, að bók þessi skyldi endilega þurfa að lenda í höndunum á ungfrú Mason. Nokkra daga eftir að hann sá bókina á bor&i hennar, leið hon- um fremur illa, er hann var í návist hennar, og einu sinni að minsta kosti tók hann eftir því, að hún horfði á hann rannsóknaraugum, eins og hún væri að mynda sér skoðun um, hverskonar máungi þetta væri. ■ Hann yfirheyrði skrifara sinn, Morrison, að nafni um alt stúlku þessari viðvíkjandi. Áður en skrifarinn fékst til að skýra frá þessu litla, sem hann vissi um ungfrú Mason, Iét hann það ótvírætt í ijósi, að honum sjálfum væri lítið um hana gefið. »Hún er frá Siskiyou,« sagði hann, »og er að vísu vel að sér og ágætur vélritari, en hún er nokkuð stór upp á sig, beint drambsöm, skiljið þér?« »í hverju kemur það fram?« spurði Elam Harnish. »Á ýmsan hátt, henni finst það að minsta kosti vera fyrir neðan sig, að hafa nokkurt samneyti við þá, sem hún vinnur með, að minsta kosti nokkurn hérna á skrifstofunni. Eg hefi t. d. oftar en einu sinni boðið henni í leikhús og á aðrar skemtanir, en hún þiggur það aldrei, kveðst þurfa mikið að sofa og ekki mega vera úti fram eftir kvöldinu. Hún þurfi líka langan veg heim til sín, út til Berkeley — þar sem hún býr.« Ressi hluti frásagnarinnar um háttalag stúlk- unnar líkaði Elam Harnish mæta vel. Hún var öðruvísi en fjöldinn, á því fanst honum eng- inn vafi leika, en þegar lengra kom í frásögn Morrisons, fanst honum hann verða var við þyrna. »En þetta er nú alt saman bara fyrirsláttur úr henni,« sagði skrifarinn. Hún flækist á kvöld- in með strákunum frá háskólanum, þá þarf hún ekki heim að sofa, og þótt hún hafi ekki tíma

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.