Nýjar kvöldvökur - 01.03.1919, Blaðsíða 7

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1919, Blaðsíða 7
HETJAN í KLONDYKE. 37 sinni litið í bók. Hann var útsjónasamur. og hafði góðar gáfur og heilbrigðar. Ekkert var honum fjær skapi en að lesa bækur. Hann hafði eytt æfinni við einföld lífskjör, joar sem engiu þörf var á bókum til þess að skilja til- veruna, og nú fanst honum lífið, þótt lífskjör- in væru á ýmsau hátt samsett, jafn einfalt. Hann gagnrýndi svik þess og lygar og komst að þeirri niðurstöðu, að í rauninni væri þetta sama tóbakið og lífið í Yukon. Sami tóskap- urinn væri í fólkinu hér og þar. Það hefði hinar sömu ástríður og óskir. Fjárspilið væri bara Poker í stærri stíl. Mennirnir, sem tækju þátt í því, væru þeir, sem náð höfðu undir sig nokkrum efnum. Vinnulýðurinn hér var eins og mennirnir norður frá, sem urðu að þræla til þess að geta haft ofan í sig. Hann hafði glögt auga fyrir hvernig spilið gekk eftir ákveðnum reglum, og hann tók sjálfur þátt í því. Hið óendanlega aðgerðaleysi, sem var yfir almenningi, stjórnað og dulið af flokkum bófa, skelfdi hann ekki. Fyrirætlanir flestra voru stefnulausar. Honum var kunnugt um hrakfarir margra manna. Félagi hans hafði dáið úr hungri og þreytu við Stewart. Margir reyndu að ná í gull en fengu ekkert og fór- ust, aðrir náðu í miljónir af hreinni tilviljun. Þannig urðu örlög manna misskift. Lífskjörin voru einatt hörð og óvægin, í hinum svo nefndu menningarlöndum ræntu menn og rupl- uðu, af því þeir höfðu tilhneigingu til þess. Peir ræntu, eins og köttur rífur, þegar hungrið og kuldinn sverfur að honum. Með þessum hugsunarhætti varð Elam Harn- ish mesti fésýslumaður. Hann vildi eigi leggj- ast á lítilmagnann og féfletti aldrei beinlínis vinnulýðinn. Pað var svo auðvelt að gabba hann, að honum þótti engin skemtun í því. Hins vegar fann hann nautn í því að sitja fyr- ir öðrum féránsmönnum, er hepnir höfðu ver- ið, og reyna að hremsa frá þeim herfang þeirra, urðu þá orusturnar oft harðar, ýmsum brögð- um beitt og einkis svifist, það voru einvígi og sviftingar að hans skapi, og hann skemti sér ágætlega. Elam Harnish hagaði sér líkt og skógarmaðurinn enski Hrói höttur á dög- um Ríkarðar ljónshjarta, að ræna þá ríku og skifta nokkru af ránsfénu meðal þurfandi manna, þó var hann ekkert ákaflega útausandi við bág- stadda, en hann var hjálpsamur á einkennileg- an hátt. Hin almenna eymd og vesaldómur mannanna hafði þó engin áhrif á hann. Hann skoðaði það eitt af böli heimsins, sem eigi mundi vera hægt að útrýma. Af góðgerða- félögum og stofnunum var hann því ekkert hrifinn, og .það var sjaldan, að hann léti nokk- uð af hendi rakna til þeirra. Þegar hann gaf var það alls eigi til að plástra sína eigin sam- visku. Hann var eigi í skuld við nokkurn mann, og að skila nokkrum manni nokkru af því, sem hann hafði hremsað í fjármálaspili, kom honum aldrei til hugar. Þegar hann gafvar það af því, að hann hafði löngun til að gefa, en sú löngun kom aldrei fram við aðra en þá, sem voru í nágrenni við hann. Nefndir, sem leituðu samskota til heilsuhælistofnunar við Nýju Jórvík eða b'gstaddra vegna jarð- skjáifta á Japan, fengu ekkert. Aftur á móti kostaði hann lyftivélarpiltinn, hannjones, heilt ár, svo hann gæti skrifað bók. Eitt sinn fékk hann að vita, að ung kona, sem var gift matsveini á hafskipi, væri veik af tæringu, gaf hann henni peninga til að fara til Arizona til lækninga, og þegarþað kom í Ijós að hún var ólæknandi, sendi hann mann hennar á eftir henni, svo hann gæti verið hjá henni síðustu æfistundirnar. Einusinni keypti hann nokkur pör af hrosshárstaumum af fanga einum í hegningarhúsi. Maðurinn sagði hinum föngunum frá þessu, og nokkru síðar frélti Elam Harnish, að flestir fangarnir í þessu hegningarhúsi sæíu við að búa til hrosshárstauma. Hann keypti þá alla og skreytti svefnherbergi sitt með þeim. Þeir voru vel vandaðir og þetta var heiðarleg vinna. Hið óblíða og erfiða líf við Yukon hafði eigi megnað að gera Elam Harnish að tilfinn- ingarlausum og harðlyndum manni, það voru áhrif menningarinnar, sem gerðu hann það. í hinu harða og hlífðarlausu stríði, sem hann háði, minkaði góðvild hans til annara manna,

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.