Nýjar kvöldvökur - 01.03.1919, Blaðsíða 24

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1919, Blaðsíða 24
54 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. helvítis hundsins, eins og stendur í Saltaran- um!« »Og þegiðu!« svaraði greifinn með gremju. »Pað er illur andi á sveimi, að njósna um það, sem leynt á að fara og í myrkrum að hyljast. Vera má að hann komist á snoðir um, hve ákafur þú ert i tilraunum þínum að leggja Ijón að velli.« Stór.meistarinn lét sem hann skildi eigi skens- ið. »Rér mun vera alvara að heyja einvígi við konungsmanninn?* spurði hann. »Pví ekki það? Eg kannast við, að eg hefði ógjarnan viljað hætta mér móti slíku helj- armenni, sem Ríkarður er, og eg skammast mín ekkert fyrir það. En að honum undan- teknum er enginn í öllum her hans, er eg ótta6t.« »Pað er sannarlega gleðilegt, að þú ert svo öruggur, og nú má með sanni segja, að árás rakkans gegn þér hefir verkað kröftugar til að sprengja sundur þetta virðulega höfðingjasam- band en öll friðspillandi viðleitni og rýtingur Karigistans, sem fór svo slysalega fyrir. — Taktu bara eftir honum Filippusi. Hann er að reyna að hnykla brýrnar til að ná alvarleg- um svip, en eigi að síður getur hann eigi dul- ið, hve glaður hann er yfir að hafa nú von um að fá gilda ástæðu til þess að slíta banda- laginu við Ríkarð, og taktu eftir hvernig Hin- rik af Champagne brosir í kampinn, eins og hann sæti yfir góðum vínbikar, eða stórher- toginn. Hann er nú aliur eitt breitt bros, gleður sig vafalaust við þá hugsun, að nú muni Ríkarði hefnast fyrir ósvífni þá, er hann sýndi honum, án minstu hættu eða erfiðismuna fyrir hann sjálfan. En þegjum nú, þarna kemur hann.« Leopald stórhertogi var líka á leið til um- ræddra heiðursmanna, sem voru að talast við í hálfum hljóðum. Gletnissvipurinn hvarf þegar af andliti stór- meistarans, og hann setti upp alvarlegan og hátíðlegan svip og mælti með sorgarhreim í röddinni: »Konung!egi herra, það er að ýmsu leyti sorglegt, að þessi skörð skyldu nú koma 1 Zionsmúra — —« »Ef það er þessi krossferð, sem þér eigið við,« greip hertoginn fram í, »þá eru harma- tölur yðar á litlum rökum bygðar, og frá mínu sjónarmiði ætti þessi leiðangur að leys- ast upp hið bráðasta, og við að reyna að komast heim með heilu og höldnu. Petta er nú að vísu sagt í fullum trúnaði.« *Auðvitað, yðar hátign — auðvitað,« svar- aði stórmeistarinn með sínu ísmeygilega glotti. »En hvað eiga menn að segja um allan þenn- an gauragang, sem Ríkarður konungur er altaf að koma af stað, og við höfum hvað eftir annað orðið í vandræðum að kæfa niður. Pað eru þakkirnar fyrir, að heita má, að við höf- um sýnt honum auðmjúka undirgefni, að hann reynir að gera sig mikinn með því að undir- oka okkur samherja sína, í stað þess að beita hreysti sinni og ofsa gegn þeim vantrúuðu!« »Hvað viljið þér vera að tala um hreysti hans,« greip nú hertoginn fram í með fyrir- litningu. »Mér er ekki ljóst, að hann hafi sýnt meiri hreysti en ýmsir aðrir. Og það vil eg ekki draga neinar dulur á, að eg tel alls eigi ólíklegt, að hinn hrausti greifi hefði borið sig- ur úr býtum, þótt hann hefði gengið á hólm við þennan eyjagortara. Hann er að vísu stór- höggur með orustuöxinni, en stönginni er hann stirður að beita. Og vel þyrði eg að mæta honum á hólmi, til að útkljá okkar gömlu m'isklíð, en það er þátttaka mín í þessum krossfararleiðangri, sem aftrar mér, meðan hon- um er eigi slitið. Pví eg sé hve ólilhlýðilegt það væri, ef tveir af helstu krossfararhöfðingj- unum færu að heyja einvígi. En væri þér nokkur þægð í því, göfugi greifi, er eg fús til að vera einvigisvottur þinn í þessari deilu þinni.« »Eg sömuleiðis,« sagði stórmeistarinn. Konráð stamaði fram nokkrum þakkarorðum, hrærður og upp með sér af hluttöku svo vold- ugra höfðingja. »Má eg biðja ykkur, göfugir herrar, að koma með mér til tjaids míns og hvíla ykkur,« sagði hertoginn. »Þar getum við rætt þetta mál frekar yfir góðu rínarvíni.«

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.