Nýjar kvöldvökur - 01.03.1919, Blaðsíða 11

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1919, Blaðsíða 11
HETJAN í KLONDYKE. 41 til að fara í leikhús með mér, getur hún flækst á dansskálunum með þeim fram á nætur. Eg hefi heyrt úr áreiðanlegri átt, að hún sé á flestum danssamkomum þeirra, Iíklega finst henni það einhver vegsauki fyrir sig, svona réttan og sléttan vélritara. Svo kvað hún hafa reiðhest, eins og það er nú ódýrt eða hitt*þó heldur, og hún kvað oft vera á ferð á honum hérna uppi í fjöllunum, og þar hefi eg einu sinni raætt henni. Jú, það vantar ekki að hún reyni að bérast á. Satt að segja, veit jeg eigi hvaðan hún hefir peninga, þrjátíu og fimm dollarar um mánuðinn, sem hún hefir héðan, hélt eg að hrykkju lítið, eigi síst þegar hún þarf að annast bróður sinn veikan.* »Býr hún hjá fólki sínu?« spurði Harnish. »Nei, hún hefir enga fjölskyldu, Foreldrar hennar kváðu hafa verið efnaðir, enda er það ekki ólíklegt, því sonur þeirra var sendur á háskólann. Faðir hennar hafði verið sauðabóndi og átt góða sauðjörð, en svo komst hann í námubrask, sem hann tapaði á stórfé, og varð svo gjaldþrota og dó skömmu síðar. Móðir hennar var dáin löngu áður. Bróðir hennar hlýtur að kosta mikið. Hann var efnilegur að líkamsatgjörfi. Knattsparkari með afbrigðum, veiðimaður ágætur og var oft á flugferð upp um öll fjöll, og hinn mesti gapi. Svo slasaðist hann við hestatamningu, og átti lengi í því og hefir aldrei náð sér til fulls. Eg hefi einu sinni séð hann með henni. Læknarnir hafa verið \ að eiga við hann í fleiri ár og nú held jeg hann sé á franska spítalanum.* Allir þessir glampar af lyndiseinkennum Dedu Mason höfðueigi aðrar afleiðingar, en að Harnish gat eigi varist þess, að vera að hugsa um hana, en gat þó ekki komist í nánari kunn- ingsskap við hana. Honum kom til hugar, að bjóða henni út með sér til morgunverðar, en hann fann, að það átti ekki við og gat ekki talist snyrtimannlegt, að hann væri að bjóða út skrif- urum sínum, og það gat vakið umtal, sem ekk- ert var þægilegt fytir unga stúlku. Hann fann, að hann'gat komið henni í óþægilega klípu, með því að bjóða henni út með sér, hún gat haldið, að hún móðgaði hann méð því að þiggja eigi boðið, og tekið því af því hann var hús- bóndi hennar, þótt hún hefði helst kosið að vera laus við það. Öðru máli var að skifta hefði hún ekki verið í þjónustu hans, þá gat ekkert ýtt henni til að þiggja boð hans, væri henni það ógeðfelt. það var margt, sem stóð í veginum fyrir, að Elam Harnish gæti kynst Dedu Mason frekar en orðið var, meðal annars að hann var á glóðum um, að hún mundi fyrirlíta sig fyrir það, sem hún hafði lesið um hann eftir fregn- ritara hrakmennið. En það, sem þó aðallega reið baggamuninn og hélt honum afturfrá allri frekari kynningu við stúlkuna var, að hann var hræddur við alt kveníólk, það einasta sem hann hafði óttast um dagana. Óttinn við svuntuhöldin fylgdi honum hvar sem hann fór og með því afsakaði hann, að engin vinátta gat myndast milli hans og ungfrú Mason, þótt hann yrði að kannast við, að honum geðjaðist mæta vel að henni, og betur en að nokkurri annari stúlku, er hann hafði kynst um æíina. Framh. • Pappír er nú notaður í ýmislegt, sem mörgum kann að þykja fjarstætt og ólíklegt. Fyrir löngu síðan Ijet keisari í Austur-Asíu þegna sína tyggja pappír í heila höll. I Rúss- landi hefir verið reynt að nota pappír til brú- argerðar. Heil hús er þar til úr pappír, svo að jafnvel reykpípurnar eru gerðar úr eldtraust- um pappír. í Ameríku haf3 slitnir bankaseðl- ar verið notaðir í brjóstmyndir af Georg Wash- ington. Verkfræðingur í Vien bygði sér skemti- fleytu og eyddi 2500 dagblöðum í hvert borð í byrðingnum. Krupp byssusmiður í Essen Ijet búa til fallbyssur úr pappír úm aldamótin. Pær voru svo léttar, að fótgönguliðsmenn gátu bor- ið þær. Ekki hefir frést neitt um reyhslu þeirra í stríðinu. Gerfilennur hafa verið búnar til úr pappír og Pjóðverjar hafa notað pappír til klæðnaðar á stríðsárunum.' 6

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.