Nýjar kvöldvökur - 01.03.1919, Blaðsíða 26

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1919, Blaðsíða 26
56 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. sem sannleikans vegna og sinnar eigin sæmd- ar mun taka að sér að heyja hólmgöngu við svikarann Konráð af Monlserrot.« Svertinginn Ieit upp og horfði á konung með leiftrandi augum, sem fyltust af tárum, og hann leit til himins með auðsæjum þakk- lætissvip. Að síðustu laut hann höfði til merkis um, að hann hefði skilið orð konungs. »Agætt,« sagði konungur, »eg sé að þú vilt gjarnan fara að vilja mínum í þessu máli. Og í rauninni ert þú ágætur jþjónn. Af þvi að þig vantar málið gerir þú engar athuga- semdir eða heldur fram skoðun þinni á hlut- unum, eða ferð fram á að fá skýringar á því, hversvegna þessu eða hinu er hagað svo eða svo. Eg er viss um, að enskur þjónn í þinni stöðu hefði borið sig öðruvísi að. Hann mundi vafalaust hafa farið að ráðleggja mér að láta einhvern af hraustu riddurunum mínuni heyja hólmgönguna. Málugur frakkneskur þjónn mundi og hafa komið með ýmsar athugasemd- ir, en umfram alt hafði hann reynt að grafast eftir, hversvegna eg óskaði að fá mann til hólmgöngunnar í herbúðum soldáns. En þú, minn þögli vinur, — þú ert ekki að neinni rekistefnu. Þú hlustar á það erindi, sem þér er falið, skilur ef til vill naumast tilganginn, en krefst eigi að síður engra skýringa; að hlýða umyrðalaust er þér eiginlegt.« Svertinginn svaraði þessum orðum konungs með því beygja sig og falla á kné. »Nóg um þetta, sagði konungur fljótmæltur, »en það er annað mál, sem eg vildi minnast á við þig. Segðu mér nokkuð — hefir þú séð Edith' PIantagenet?« Pjónninn leit upp, hreyfði varirnar eins og hann vildi reyna að tala, og svo undarlega brá við, að það var eins og í andardrætti hans heyrðist nei, þó var þetta ekki reglulegt hljóð. »Sjáið til,« sagði konungur með gletni, »hversu vald fegurðarinnar er mikið, það er næstum því svo að heyra, að eigi þurfi ann- að en nefna vora fögru frænku, til þess að mállausir menn fái málið. Hve miklu meira mundi hún þó eigi fá til vegar komið með nærveru siúni og tilliti. Pað skal nú verða reynt, minn trúi þjónn. Pér skal veitast sú gleði að fá að líta þetta hirðar vorrar fegursta blóm, og um ieið muntu fá tækifæri til að ljúka hinu konunglega erindi SoIdáns.« Aftur féll svertinginn á kné og gleðin geisl- aði í ásjónu hans. Jafnskjótt og hann hafði aftur staðið upp, lagði konungur hönd sína þungt á öxl hon- um og mælti með alvöruþrunginni raust: »Eitt ráð og eina aðvörun vil ég gefa þér minn svarti sendimaður, þú munt nú brátt verða fyrir þeim mildu og töfrandi áhrifum, sem orð Ieikur á, að hin fagra Edith hafi á alla, sem dvelja í návist hennar. Undarlegt mætti það vera, yrðir þú einn af þeim fáu, sem eigi verða fyrir þessum áhrifum. Miklu sennilegra þætti mér, að vald hennar yfir þér yrði svo mikið, að það myndi leysa tungu þína, sem, eins og hinn vitri soldánkomst að orði, væri sem stæði í fjöjrum innan við sína traustu beinmúra. En hlustaðu nú á aðvörun mína: Oæt þess vel, að mæla eigi nokkurt orð í návist prinsessunn- ar, enda þótt svo undarlega brigði við, að þú fengir málið aftur. Bregðir þú út af þessu, mun eg umsvifalaust láta slíta úr þér tunguna og mölva niður beinmúrana, sem tennur þín- ar eru nefndar. Farðu því hyggilega að ráði þínu og vertu þögull.* Konungur tók nú hönd sína af öxl svert- ingjans, sem beygði höfuðið og lagði hönd á munn til merkis um, að hann mundi hlýða og verða þögull. Aftur lagði konungur hönd á öxl hans, en nú létt og milt, og rödd hans hafði nú þýð- ari hreim er hann mælti: »Þessa fyrirskipun gefum vér þér sem þjóni. Værir þú riddari eða aðalsmaður, mundum vér krefja þig um drengskaparloforð, sem trygging fyrir að þú brygðir eigi út af fyrirmælum vorum. Pví það er einungis með loforði um fullkomna þögn og með engum öðrum kostum, að vér leyfum þér að hitta prinsessuna.« Svertinginn teygði úr sér mannalega, horfði fast í augu konungi og lagði höndina á hjartað.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.