Nýjar kvöldvökur - 01.03.1919, Blaðsíða 14

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1919, Blaðsíða 14
44 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. endilangt, og hann sá gráu steinveggina kast- alans. Honum fanst það alt óhugðnæmt og fráhrindandi. Rar var ekki einu sinni rauðleitur lyngblett- ur eða grænt grasstrá, sem brosti á móti honum; haustið hafði unnið verk sitt vel og dyggilega. En það, sem konungurinn þráði, var eitthvað eldrautt og hrafnsvart, með logagyltum gnéist- um, en að það biði hans þarna í eynni var það fráleitasta, er honum gat til hugar komið, Rví Iengur sem hann horfði á kastalann, því vissari varð hann um, að hann hefði í raun og veru vaxið út úr sjálfum hamrinum, það var ómögulegt að hann hefði verið bygður af mannahöndum. Hamarinn hafði einhverntíma fundið upp á því að vaxa, alveg eins og tré og blóm spretta á jörðunni, og þannig hafði kastalinn myndast. Regar hann hugsaði nú til drotningarinnar, sem hafði alist þarna upp, varð hann viss um, að hún hlaut að vera alveg eins og grófgerð mynda- stytta úr steini, sem hann hafði einu sinni séð yfir einhverjum kirkjudyrum.'’ Hann gat ekki hugsað sérhana öðruvísi en gráa og kuldalega, með langt steingjörfingsandlit, og helmingi stærri hendur og fætur en annað fólk. »En það eru nú forlög mín,« hugsaði hann og hélt áfram. Hann var kominn svo nálægt ferjustaðnum, að varðmaðurinn á eynni hafði tekið upp lúð- urinn til að tilkynna komu hans. Vindubrúin var lögð á ána og hinar járnvörðu kastaladyr opnuðust. En þá hóf konungurinn höfuð sitt og stöðv- aði hestinn. »En eg er þó konungur,« sagði hann, »eng- inn lifandi maður ætti að geta þvingað mig til að gera það, sem eg ekki vil sjálfur, og enginn lifandi maður skal fá mig til að fara yfir á eyjuna til að sækja steingjörfinginn. Eg krefst að hafa þó einhverja ánægju af að vera konungur.« Með þessum orðum sneri hann hestinum við og reið til baka svo hart sem hann komst. Og drotningin hans unga fékk að sitja kyr í kastalanum sínum og þrá og syrgja. En kinn- ar hennar voru mjúkar og fallegar og varirnar fagurrauðar. Hún hafði hrafnsvart bylgjandi hár, sem ofið var í skínandi gulli, rödd hennar var hrein og skær eins og fegursti söngur og hláturinn hljómþýður og fagnandí. En til hvers var það. Konungurinn reið burt eftir þrönga stígnum milli elrirunnana, og umhverfis hann var alt jafn grátt, kalt og öm- urlegt og það hafði áður verið. U. /. þýddi. Jörðin og Halastjarnan. (Eftir Carl Ewald). Rað er skrítin saga, sem eg ætla áð segja núna. \ Hún stendur yfir í mörg hundruð ár, svo þó einhverjir af okkur tækju þátt í söguvið- burðunum, yrðum við komin undir græna torfu, löngu áður en sögunni er lokið, — já, jafnvel áður en hún er almennilega byrjuð. Sagan fer fram í himingeimnum, þar sem allar stjörnurnar þreyta skeið sitt, og þar sem kuldinn er svo mikill, að hinn þykkasti vetrar- frakki er að jafnmiklu liði og þynsta léreftsskyrta. Enginn getur sagt um það, hvað himingeim- urinn er stór. Rað gerir heldur ekki mikið til, því þó að einhver gæti það, mundu aðrir ekki skilja það. Úti í geimnum tölti Jörðin sömu leiðina og hún hafði gert í mörg, mörg ár og töltir enn þann dag í dag. Hún gekk í kringum sólina, altaf hring eftir hring, svo að allir, að henni undantekinni, hefðu fyrir löngu verið orðnir bandvitlausir úr svima. En jörðina svimaði

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.