Nýjar kvöldvökur - 01.03.1919, Qupperneq 33

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1919, Qupperneq 33
BÓKMENTIR. 63 Goðaspá frá huldum heim hugum þeirra segir, að enginn dagur ami þeim, ef aðeins haninn þegir. Því er ei vert. að þreyta söng, . þó þú daginn sjáir; þeir, sem nóttin þykir löng, þeir eru nauðafáir. Gefðu ei neitt um geisla þá, gættu að hænum þínum; góðir hanar una á öskhaugi sínum. En Þorsteinn þagði ekki yfir því, að dagur- inn væri í nánd. Hann var altaf árgalinn, sem hvorki sinti draumum né værðarmóki. Við bit- uryrðin hans, eggjanirnar og hæðnisskeytin glaðvaknaði fólkið. Sumir stundu við, geispuðu, voru gramir’og úrillir, — en menn vöknuðu samt. Hefðu morgunljóðin hans aðeins verið milt, hljómþýtt vorfuglakvak, þá hefðu fáir rumskast. Og hann átti líka svanaklið, lóuljóð og sól- skríkjusöngva í strengjunum sínum. Það fundu þeir, sem vaknaðir voru og hlustuðu. Hæstu tónarnir vöktu menn og örfuðu, — undirspilið töfraði. Við getum ekki sýnt það með táknum og tölum, hve mikla þýðingu þessi vakningaljóð Þorsteins hafa haft með þjóð vorri. Hann varð aldrei 'einn af löggjöfum landsins með sæti á þingmannabekkjum, en nær er mér að halda, að hann hafi, meira en nokkur einn maður annar, leitt í lög með þjóð vorri hugsunarfrelsi, málfrelsi og ritfrelsi í andlegum skilningi. Hann hafði einurð og djörfung til að benda á það, sein honutn fanst spilt og öfugt í hugsunar- hætti, venjum og löggjöf. Og innan skamms dirfðust líka fleiri að gera sér sjálfstæða grein fyrir því feimnislaúst. Þeir menn, sem nú ryðja braut frjálslyndum stefnum á ýmsum sviðum, í trúmálum, jafnréttis og mentamálum gæta þess ef til vill of fáir, hve mikið þeir eiga Þorsteini að þakka, sem fyrstur þorði að leggja á bratt- ann og »brjótast það be nt«, sem fyrstur varð í þessa átt »hrópandans rödd á eyðimörku« með okkar fámennu þjóð. Honum eiga þeir vissu- lega að þakka, hve auðvelt þeim nú veitir að kveðja sér hljóðs. Það þarf tæplega að minna á kvæði eins og »Brautin«, »Skilmálarnir«, »Myndin«, »Bókin mín«, »Ef æskan vill rétta þér örfandi hönd« o. fl. Pau kvæði eru fyrir löngu komin inn í hug og hjörtu þjóðarinnar. Og enn er það eins og heilnæmt hressandi steypibað, að lauga sig í þessum ljóðum. Og enn finnum við svið- ann eftir broddana sáru í »Vestmenn«, »Örlög guðanna«, »Örbyrgð ogauður«, »Á spítalanum«, »Arfurinn«, »Ljónið gamla« o. s. frv. Við skilj- um, hve sárt mörgum hlaut að svíða. En yndislegu rósirnar í ljóðum Þorsteins verða oss eigi síður minnisstæðar en þyrnarnir, sem stinga. Við munum »Fyrsta maí«, »Lág- nætti«, »Mansöngva«, »Ljóðabréf«, »Sólskríkj- an«, Litla skáld á grænni grein« og þó ekki síst óviðjafnanlega kvæðið »Hulda«. Fáir hafa ort jafn þýð og hjartnæm náttúruljóð, ástaljóð og vorljóð. Þetta eigum við alt og höfum átt í eldri út gáfum Þyrna. Nú bætist við í þessari útgáfu stórt safn nýrra kvæða, sem sumt hefir áður sést víðs- vegar í blöðum, en margt alls eigi verið prent- að fyr, Mörg af tækifæriskvæðunum eru ógleym- anlegar perlur, einnig minnisvísurnar og erfi- ljóðin. Mætti þar eigi hvað síst nefna erfiljóð- in eftir þau þrjú góðskáldin, er öll voru bestu vinir hans: Oröndal, Steingrím og Pál Ólafsson. Slík eftirmæli eru eigi gerð til að segja eitthvað. Erfiljóð Þorsteins voru »aldrei nema hjartans- mál.« »Aldaslagur« er líklega lengsta kvæðið af þeim nýju. Bókmentasögu íslands frá fyrstu tfmum, er flétlað inn í þá drápu, víða með hinni mestu snild. Gullaldarbókmentum vorum lýsir hann t. d. þannig: »Svá liefir ísland sögunnar ljósi Sveipað um bróðurlönd og þjóðir: Fáð eru ljóði fjöll og hæðir, fjallaðir gulli tindar allir«. En svo kemur niðurlægingartímabilið í sögu 1 vorri. Roðinn og húmin hljóð . hrindast við efsta tind, fingur á feigum streng frjósa við hinstu ljós.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.