Nýjar kvöldvökur - 01.03.1919, Blaðsíða 31

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1919, Blaðsíða 31
ENDURFUNDIR. 61 Endurfundir. Þýtt. Haustsólin skein inn til hennar frú Hólm, í litlu stofuna hennar á gamalmennahælinu. Rar var hátíðablær á öllu. Á sporöskjulagaða borð- ið, framan við legubekkinn, hafði verið breidd- ur snjóhvítur dúkur, af gamalli gerð. Á rauða, kínverska bakkanum stóðu fern gylt bollapör, og stór súkkulaðikanna, með gyltu handarhaldi og gyltum rósavöndum á hliðunum. Utan úr éldhúsinu barst eimur af kaffi og súkkulaði og blandaðist saman í stofunni. Ójá, í dag átti líka að veita afmæliskaffi; það var sjötugsafmælið hennar frú Hólm. Hún leit á klukkuna, en hún var ekki orðin tólf,— þá lá ekkert á að sneiða niður kökuna, gest- irnir — þrjár aldraðar konur þaðan af hælinu —. ætiuðu ekki að koma fyr en klukkan hálf tvö. Hún settist í tágastólinn við gluggann; hún var orðin svo þreytt af að stjá og snyrta til, hreinsa og fága. — Nú var hún líka orð- in görr.ul. í gluggakarminum héngu tvær myndir. Hún tók þær niður og horfði lengi á þær báðar. — En hvað Frans gat verið líkur föður sínum! Hann var það; en hvernig skyldi hann nú lita út? Nú voru tuttugu ár síðan hún hafði séð hann, og nú var hún næstum búin að sleppa allri von um að sjá hann nokkurntímann. En hann skrifaði henni altaf um jólin og á af- mælinu hennar, og sendi henni fimtíu krónur í hvert sinn. Og hún svaraði bréfunum um hæl, bara með fáeinum línum. Hvað átti hún svo sem að segja honum? Hún hafði ajdrei skrifað neitt um allar áhyggjur sínar og baráttu fyrir þörfum lífsins, — því hann gat ekkert við því gert. Síðustu fimm árin hafði hún fengið bústað á gamalmennahælinu, og svo fékk hún þessar árlegu gjafir frá honum. Nú var hún næstum laus við allar áhyggjur, —hún þurfti ekki svo mikils með. Tuttugu ár, það var langur tími. Hún sá fyrir augum sér hrausta, glaða andlitið hans og rösklega limaburðinn, þegar hann fór af stað til Englands, til þess að ryðja sér braut þar. Hon- um hafði tekist það að lokum. Nú var hann með- eigandi stórrar verslunar og hafði miklar tekjur. Hún heyrði fótatak í ganginum. Það var líklega pósturinn. Frú Hólm stóð upp, en hné titrandi niður í stólinn aftur. í dyrunum stóð hár og þrekinn maður og grannvaxin kona, skrautbúin, en toginleit og föl í kinnum. Gat það verið, — var það Frans, sonurinn, sem hún hafði þráð svo lengi? Hann flýtti sér til hennar og greip um báð- ar hendur hennar. »Mamma, — elskulega mamma mín! Nú er eg kominn sjálfur, til að óska þér til hamingju, og hér kem eg með Edith, konuna mína.« En hvað röddin var orðin breytt, — og svo þessi útlenda áhersla á hverju orði. Það varð augnabliks þögn; þau virtu hvort annað fyrir sér. Var þetta móðir hans —hrausta og íturvaxna móðirin hans, þessi litla, föla kona, lotin í herðum, með hettu yfir gisnu, gráu hárinu? En hvað hún var orðin gömul, og röddin hennar svo veik og þreytuleg! Og augun! Þau voru lika svo dauf og döpur, en þó horfði hún á hann með sama viðkvæma augnaráðinu. Hann vissi ekkert um það, datt það alls ekki í hug, hve mörg heit tár þau höfðu felt, þessi augu, eða hve margar nætur höfðu liðið í angist og kvíða, án þess að svefninn fengi að styrkja og hressa grátþrungna hvarmana og þreytta Iimina. Og hann! Var það Frans, língi, hrausti son- urinn hennar, — þessi roskni maður, ákveðinn og rólegur í framkomu, skegglaus, toginleitur, með hvössu, skarplegu augun og gullbúin gleraugu. Gamla frúin stóð upp, utan við sig. Hún var hálffeimin, og það var fát á henni. Hún varð f vanda, og hálfgerður beigur greip hana í návist 'ungu frúarinnar, sem stóð þar, fögur og hnarreist með grá, kuldaleg augu. »Fáðu þér sæti í legubekknum! Pað er gamli legubekkurinn, eins og þú sérð, og — — gjörið þér svo vel, viljið þér ekki — — æi, Frans, vilt þú ekki biðja konu þína að setj-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.