Nýjar kvöldvökur - 01.03.1919, Blaðsíða 5

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1919, Blaðsíða 5
HETJAN í KLONDYKE. 35 þéssir hlutir einungis til fyrir vinnuna. Fjár- drátturinn kærai fyrst til sögunnar, þegar farið væri að skifta þessum hlutum milli manna, er þörfnuðust þeirra, eftir að hinn vinnandi lýður hefði getrgið frá þeim. Hann hafði hvergi orðið var við, að þeir sem með sigg í lófutn ynnu að jarðræktinni, gleddu sig við skraut- leg og dýr hljóðfæri eða það að ferðast í véla- vögnum, og það var að kenna slungnum fjár- dráttarmönnum. Feir grufluðu yfir því nætur og daga, hvernig þeir gætu best komið sér fyrir að standa milli • vinnulýðsins og þeirra hluta, er hann framleiddi. Pessir slungnu menn voru nefndir kaupmenn. Fegar þeir svo kom- ust á milli vinnumannsins og hlutanna, sem hann framleiddi, kræktu þeir í álitlegan vinn- ing. Hann var venjulegast eigi miðaður við neina sanngirni eða hæfileg ómakslaun. Oftast virtist honum viðkvæðið vera: »Við setjum það eins hátt og viðskiftin þola eða fært er.« Eftir þespm reglum virtist honum öll eða flest viðskifti vera rekin. Einusinni, þegar Harnish var í venju frem- ur góðu skapi, eftir ágætan morgunverð og fleiri en eitt gias af Cocktail, gaf hann sig á tal við lyftivélarpiltinn, Jones að nafni. Piltur þessi var ungur að aldri, með stórt höfuð en grannur og rýr að öðru leyti. Hann var stygglyndur og leit helst út fyrir, að hann hefði ánægju af að móðga þá, er fóru um í lyfti- vélinni. Petta hafði vakið eftirtekt hjá Elam Harnish, og hann þóttist brátt verða þess var, hvað drenginn myndi baga. Jones var ör- eigi, enda taldi hann sig sjálfur í þeirra flokki. Hans heitasta ósk hafði verið að vinna fyrir sér sem rithöfundur, en þar eð hann gat eng- um samningum náð við tímaritin, en hlaut hinsvegar á einhvern hátt að hafa ofan af fyrir sér, hafði hann farið til dals nokkurs, sem nefndur var Petacha, og lá tæpar hundrað míl- ur frá Los Angelos. Járnbrautin þaðan til dalsins hafði þá gullvægu reglu að láta fólk borga fyrir flutning með brautinni eins mikið og utnferðin gat þolað. Petacha-dalurinn var lítt bygður og þaðan var eigi fíutt nema þrent: Kvikfé, brenni og kol. Fyrir vagnhleðslu af kvikfé þaðan til Los Angelos tók brautarfélag- ið 8 dollara. Að flutningsgjaldið var eigi meira en þetta, sagði Jones. var því að þakka, að kvikfé- hafði fætur, svo það var hægt að reka það ti! Lös Angelos fyrir sama gjald og braut- in tók. En brenniviðurinn hefði enga fætur að ganga á, og því yrði að greiða fyrir vagn- hleðslu af honum 24 dollara. »Pessu var og mjög haganlega fyrirkomið,« sagði Jones, »því með því að vinna af kappi 12 stundir á dag, gat viðarhöggsmaðurinn unnið fyrir einum dollar og þrem centum, þegar búið var að draga flutningsgjaldið frá söluverðinu.« Nú.hafði Jones hugsað sér, að skapa sér betri atvinnu, með því að búa til viðarkol úr því brenni sem hann vann, og virt- ist þetta áform hans lofa góðum arði. En for- stöðumenn brautarinnar kunnu líka að reikna, og viðarkol kváðust þeir ekki flytja fyrir minna en 42 dollara hverja vagnhleðslu. Jones vann þá af kappi við þelta í þrjá mánuði, þá gerði hann upp sína reikninga, og komst þá að raun um að það stóð heima, að hann hafði haft einn dollar og þrjú cent á dag. »Þá yfirgaf eg garðana í gröf, eða réttara sagt viðarkolagráfirnar,* sagði Jones. »Svo var eg á flækingi eitt ár og brallaði 'margt, Einu sinni fór eg hjá brautarskálunum upp í fjall- inu og handlék þar nokkrar eldspítur. Pað varð enginn stór bruni, þó mun félagið hafa fengið 30 þúsund doliara tap af honum, og var það sem næst því, sem það hafði snuðað mig um á flutningnum úr Petacha-dalnum.« »Piltur minn, ert þú ekki hræddur við að skýra mér frá þessu?« spurði Elam Harnish alvarlegur. »Ekki vitund. Pér gætuð ekkert sannað. Að vísu gætuð þér sagt, að eg hafi skýrt yð- ur frá þessu, en' eg ætti jafnhægt með að neita því, svo sagnir okkar mundu fallast í faðma fyrir réttinum og verða báðar ógildar.«‘ Elam Harnish reikaði efjir þetta samtal aftur 5*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.