Nýjar kvöldvökur - 01.03.1919, Blaðsíða 28

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1919, Blaðsíða 28
58 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Pegar varðliðsforinginn hafði lokið erindi sínu, heyrðist hlátur og kvennamas. >Þetta er sannarlega einkennilegtU var sagt þar inni, og þekti Kenneth þar tnálróm drotn- ingarinnar. »Maðurinn er eðlilega eins skrít- inn eins og erindi það, sem hann er að flytja fyrir soidáninn. Pú segir að hann sé negri, það er ágætt, hefir þá hrokkið hár, blátt nef og þykkar varir, eg hefi aldrei fengið að sjá reglulegan negra, mig Iangar því til að sjá hann. Kæri Neville, þú sem oft hefir útvegað okkur ýmislegt til skemtunar í leiðindunum hér, þú mátt til með að lofa okkur að sjá þennan biðilsvein soldánsins.* »Eg er reiðubúinn til að verða við tilmælum yðar hátignar, ef þér á eftir afsakið það og réttlætið fyrir herra mínum og konungi, þótt eg fari að einhverju leyti öðruvísi að en skip- anir hans bjóða,« sagði þessi vikaliðugi ridd- ari,, »en hins vegar vil eg eigi undanfella að láta yðar hátign vita, að þessi svertingi lítur alt öðruvísi út en þér munuð ímynda yður.« »Segið ekkert um útlit hans, við þorum að sjá hann, hversu ljótur sem hann er; hann er þó æfinlega kvonbæna sendimaður soldáns og að því höfum við gaman, hversu Ijótur sem hann kann að vera.« Yíirhirðmey drotningarinnar, Kalista, fann nú ástæðu til að láta skoðun sína í Ijós, og mælti: »Náðuga drotning, reiðist mér ekki, þótt eg sé svo djörf að minna yður á, að það er ekki langt siðan við með naumindum sluppum frá ofurlitlu glensi, sem við höfðum við einn af riddurunum í liði Ríkarðar konungs. Við getum ekki vitað nema það hafi jafnillar afleiðingar, að vera að nokkrum glettum við þennan boð- bera, sem konungurinn hefir að sögn mikið dálæti á. Ef eg mætti gefa yður ráð, þá væri það, að láta varðliðsforingjann fylgja þessum borbera þegar í stað til prinsessunnar, svo hann geti lokið þar erindi sínu.« Berengaría brosti að hinum alvarlega svip hirðmeyjarinnar. »Við sluppum frá því með nauðung,* hafði drotningin eftir með fyrirlitniugarróm og spretti fingrum — »ójá, við sluppunt nokkurnveginn bærilega. — En hinsvegar getur verið, að þú hafi nokkuð til þíns máls, Kalista, að það sé hyggiiegast fyrir okkur að fara varlega. Látum því þennan Nubier, eða hvað hann nú er, af- ljúka fyrst erindi 'sínu hjá prinsessunni. En hvað eg^vildi sagt hafa, er hann ekki mállaus?« »Jú„ yðar hágöfgi,« svaraði riddarinn, »en vekja vil eg athygli drotningarinnar á, að þólt þessi svertingi, sem stendur hér fyrir framan í fortjaldinu, sé mállaus, þá hefir hann góða heyrn, og getur því vel verið að hann heyri til okkar, ef við tölum svona hátt.« Petta var og orð að sönnu. Kenneth hafði heyrt alt talið i tjaldinu, án þess að það væri vilji hans að standa á hleri. Eftir að Neville hafði aðvarað drotninguna, var talað í lægri róm og samtahð dó svo út með lágum kliði. Litlu síðar kom varðliðsfor- inginn fram í fortjaldið og gaf svertingjanum bending um að fylgja sér. Kenneth hlýddi því, og Neville fór nú með hann að tjaldi, sem stóð í nánd við drotning- artjaldið. Úti fyrir tjaldinu stóð ein af þjónustumeyj- um prinsessunnar, og sagði Neville nokkur orð hljóðlega við hana. Hún fór þegar inn í tjaldið, en kom brátt aftur og benti svertmgj- anum að fylgja sér inn. Nú var það varð- liðsforinginn, sem varð að bíða úti fyrir. Þernan fylgdi svertingjanum inn tii prinssess- unnar og hvarf svo þegar á brott ettir bend- ingu liennar. Hinn dulklæddi Kenneth riddari stóð nú frammi fyrir konu þeirri, er hann elskaði og tilbað, en sem hann fyrir fáum dögum hafði mist alla von um að sjá aftur. Auðmjúkur féll hann á kné með krosslagða arma og horfði til jarðar. Hann hagaði sér eins og glæpamaður, sem biður dó ns síns. Edith var í sama sorgarbúmngnum og þagar konungur heimsótti hana og fyr er fra skýrt. hin langa, gegnsæja, svaita blæja blakti um hana eins og skuggar sumarnæturinnar. Hún hélt á silfurlampa, sem fyltur var ilmaudi olíu og varp-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.