Nýjar kvöldvökur - 01.03.1919, Blaðsíða 34

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1919, Blaðsíða 34
64 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Ein þar við aftanskin íslandsins frægðardís hallar nú höfði á svell hljótt undir langa nótt.a Meðan þessi langa nótt stendur yfir sést eng- in skíma af dagsbrún né dagsbjarma. »Þó var ísland aldrei dauðahljótt, altaf var hér týra í nokkrum skálumc. >Hér kveikti einn og einn og fór á fætur.c Viðkvæðið í þeim bálki er þetta: »Það eiu geislar þótt þeir skíni um nætur«. . Loks roðar af degi. Fyr en varir er þjóðin vöknuð, — dalurinn lítur grænn undan fönnum. Pá koma þessi glæsilegu erindi: »Hann Eggert var horfinn í hafið við hálfsungið árdegislag, og Oröndal og Jón fengu ei séð þessa sjón, þeir sofnuðu rétt undir dag. En fögur var bygðin í bjómgandi reit og bjart yfir feðranna haugum, er Bjarni kom fremstur í söngmanna sveit með sólskin í hörpum og augum. Og draumar um frægð urðu að degi uns dísin á tindunum stóð. Við bjarman af gígjunum beið hún þar hlý og brosti svo vormorgunrjóð. Hún lék sér við tónana og hlustaði um hríð, hvort hreimarnir gætu hana borið, Svo breiddi hún út vængina fráneyg og fríð, og flaug út í roðann og vorið.c Sjaldan eru tónarnir hjá Porsteini hlýrri og hjartnæmari, en þegar hann yrkir um konu sína eða börn. Fegurst allra þeirra Ijóða er þó kvæð- ið: »Til mömmuc (Frá Erlingi). Yndislegra ljóð hefir líklega engri móður verið gefið. Porsteinn var vinur vina sinna. Til eins þeirra kveður hann þannig: »Eg veit ekki, þegar við þektumst hér fyrst, hvort þú rakst á nokkuð hjá mér, ■ en það var þinn hiklausi hugur . og hlýjan sem dró mig að þér. — Þó margt hafi frosið í öll þessi ár, þau eru nú þrjátíu senn, þá hugsa eg geislunum hlýju sé hægast að vinna okkur enn.c Ragnhildur, ekkja Páls Ólafssonar, átti afmæli 5. nóvember. Það var líka giftingardagur þeirra hjóna. Pann dag orti Páll ávalt ljóð til hennar allan þeirra samverutíma. Haustið eftir að Páll dó verður það Þorsteinn, sem sendir henni vís- ur, er byrja svona: »Hver á nú að heilsa þér hlýjum Bragarórðum? Nú er 5. nóvember nú söng annar forðum.c Pað er varla til látlausara orðalag á nokkurri vísu en þessari. En frá hverri línu leggur yl sem vermir inn að hjartarótum. Svona kvað enginn nema Porsteinn. Og þær eru hver annari hlýrri ferskeytlurnar þessar: »Þó eg staldri þar sem frýs þá er það aldrei Iengi; • eg vil halda um hverskyns ís heldur en kald* strengic >Vinina-fornu hefi eg hitt og hjörtun, sem eg þekki. Þverá tekur túnið mitt, trygðinni nær hún ekki.c »Eins og hjartað ætlist til að það þíði upp heiminn sendir það sinn insta yl út í kaldan geiminn.c Slíkar rósir eru bæði í gömlu og nýju Pyrn- um. Hann sagði sjálfur forðum: „Launin eru, ef þið sæuð blóm, sem ættu grið í skjóli þyrna minna." Og nú hefir þjóðin opnað augu sín fyrir þéim, rósunum hans fögru, og skilur líka hvers vegna þyrnarnir stungu og þurftu að stinga. Pennan skilning mátti eigi hvað síst finna í öllu því, sem um Þorstein var ort og ritað, er hann féll frá. vmsir valdir kaflar af því eru prentaðir framan við þessa nýju útgáfu Þyrna, og er það vel til fallið. Mun enginn vafi á því, að allur fjöldinn skilur betur skáldskap Porsteins, stefnu hans, eðlisfar og lífskjör nú við lestur þessarar þriðju útgáfu Pyrna, en þegar fyrstu kvæði hans birt- ust í blöðum og tímaritum. Mönnum gremst ekki við árgalann, þegar þeir eru vaknaðir hvort sem er og dagur er kominn um alt loft. Nú skilja líklega llestir, hvað Porsteinn á við í vísu eins og þessari: »Oss finst ekkert blíðar* en blóm vera til, sem breiðir út faðminn og langar í yl á vordögum Iöngum og ljósum. En tornæmu fæturnar troða ekki blítt og tönnunum skilst ekki rautt eða hvitt, og því spetta þyrnar á rósum.c I. B.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.