Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Qupperneq 58

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Qupperneq 58
Rafmagnsmorðið ný skemmtisaga eftir Val Vestan. — Meginefni sögunnar er á þessa leið: Ung stúlka, sem var í „bransanum" finnst örend í herbergi sínu í Reykja- vík einn morgun og sömuleiðis roskinn drykkjumaður. Líkskoðun leiðir í ljós, að hjartaslag hefir orðið honum að bana. í fljótu bragði lítur út fyrir, að rafplata hafi valdið dauða stúlkunnar, en við nánari athugun kernur í ljós, að hún hefir verið myrt. En hver er morðinginn? — Lögreglan byrjar nú eltingaleikinn — og Krummi, sem er hér ein aðalsöguhetjan eins og í Týndi hellirinn, og Flóttinn frá París, fer einnig á stúfana. Lögreglan þykist fljótt vera viss í sinni sök og handtekur ungan mann. En Krummi var ekki sammála lögreglunni. Hann fór sínar eigin götur við rannsókn málsins og leysti gátuna — en lausnin kom öllum á óvart. — Sagan er fjörlega skrifuð og laus við allar málalengingar. Hún er svo spennandi, að maður les liana í einni lotu. Týndi hellirinn heitir fyrsta skemmtisagan, sem kom út eftir Val Vestan. Flóttinn frá París var næsta skemmtisagan eftir Val Vestan, sem kont út á vegum Hjartaásút- gáfunnar. — Hugmyndaauðgin er mikil í öllum sögunum og stíllinn lipur og fjörlegur. — Báðar síðasttöldu sögurnar eru nú að heita má uppseldar. H J ART AÁSÚTGÁF AN hefir einnig gefið út nýlega eftirfarandi sögur: Ástir Kleópötru eftir Rider Haggard. Það er ógleymanleg ástarsaga. Sál fallbvssanna eftir sinn góðkunna norska höfund, Övre Richter Frich, sem er kunnastur fyrir sögurnar um Jónas Field hetjuna miklu. Bankaránið eftir Leslie Charteris. Þetta er nýjasta sagan unt „Dýrlinginn“, hinn fífl- cljarfa ævintýramann, refsivönd glæpamannanna. Lífið að veði amerísk skáldsaga, sem hlotið hefir óvenjulegar vinsældir. Inn i söguna er ofið spennandi ástarævintýrum. Hnefaleikarinn er ein af skemmtilegustu sögiím skáldsagnasnillingsins Jack London. Þetta er í senn unaðsleg ástarsaga og baráttusaga ungrar hnefaleikahetju. Leyndardómur frumskóganna segir frá hinum furðulegustu ævintýrum tveggja enskra ofurhuga og fylgd- armanna þeirra í frumskógum Afríku. HTARTAÁSÚTGÁFAN /

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.