Fréttatíminn - 26.07.2013, Blaðsíða 4
GRILL OG GARÐHÚSGÖGN SEM ENDAST
BERIÐ SAMAN
VERÐ OG GÆÐI
Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400
www.grillbudin.isOpið kl. 11 - 18 virka daga
Opið kl. 11 - 16 laugardaga
42.900
Kraftmikið, meðfærilegt
og frábærlega hannað
2ja brennara gasgrill fyrir
heimiliðeða í ferðalagið
VELDU
GRILL
SEM END
IST
OG ÞÚ
SPARA
R
veður Föstudagur laugardagur sunnudagur
Hægur vindur, víða Hafgola, skýjað og
þoka við sjóinn. Bjart og Hlýtt til landsins.
HöfuðBorgarsvæðið: Hafgola og skýjað
með köflum.
Hægur vindur, Bjart að mestu. Hlýtt,
en víða svöl Hafgola.
HöfuðBorgarsvæðið: sólríkt framan af,
en síðan skýjað.
meira skýjað á landinu og kröftugar
fjallaskúrir síðdegis.
HöfuðBorgarsvæðið: skýjað
að mestu og skúrir
lítið lát á góðviðrinu
Hlýtt loft er yfir landinu þessa dagana
og við erum undir áhrifasvæði há-
þrýstings sem gerir það að verkum að
heiðskýrt sé að mestu. einnig hægur
vindur. Það þýðir líka að þokan getur
orðið þrálát við strendur. Á
laugardag verður vindur
þó aðeins s-stæður sem
er hagstætt fyrir n- og
a-land. Á sunnudag má
síðan gera ráð fyrir
síðdegisskúrum um
leið og dregur úr mestu
hlýindunum.
13
17 15
18
21
15
17 20 18
16
13
15 15 17
14
einar sveinbjörnsson
vedurvaktin@vedurvaktin.is
M ikil aðsókn er í læknanámið. Það eru 48 manns sem komast áfram á hverju ári og það hefur verið í umræðunni að fjölga þeim til þess að stemma stigu við læknaskorti en spítalinn
ræður ekki við að taka fleiri í verklegt nám. Þar er hindrun því að það er
ekki hægt að hlaða endalaust á þá lækna sem fyrir eru,“ segir Ólöf Birna
Margrétardóttir, læknir á lyflækningasviði, sem nú er í fæðingarorlofi.
Eftir þriggja ára bóklegt nám fara læknanemar í verklegt nám á Land-
spítalanum. „Kennslan fer fram á deildum og ef álagið er þannig að
læknarnir ná ekki að sinna sjúklingunum tímanlega þá bitnar það auðvi-
tað á læknanemunum. Klárlega fá læknanemarnir slakari kennslu því að
þeir verða út undan,“ segir Ólöf Birna.
Ólöf Birna útskrifaðist árið 2009 og telur að starfsaðstæður hjá nýjum
læknum hafi versnað mikið. Ástæður fyrir óánægju lækna segir hún vera
ósamkeppnishæf laun sem og slæmar starfsaðstæður. Segir hún að sér-
fræðilæknar sem hafa komið heim eftir nám stoppi nú styttra við á Íslandi
vegna þess að Landspítalinn geti hvorki boðið upp á samkeppnishæf laun
né sambærilegar starfsaðstæður sem leiði til þess að þeir fara út í vinnu.
„Þeir sem eftir eru reynast okkur almennum læknum mjög vel. En
þeir eru störfum hlaðnir, það er alveg sama að hverjum þú kemur.
Þeir sinna ráðgjafarvinnu, sinna sínum eigin sjúklingum, eru
með stofu úti í bæ og svo er mælst til þess að þeir sinni rann-
sóknarstörfum sem er nánast ekkert svigrúm fyrir,“ segir Ólöf
Birna
Segir hún að álagið á spítalanum sé mikið hjá öllu starfs-
fólkinu. „Manni finnst það liggja í augum uppi að eftir því
sem álagið eykst þá hljóta að vera auknar líkur á mistökum,
alveg sama á hvaða stigi þau eru, hvort sem það er hjá lækn-
um, hjúkrunarfræðingum eða öðrum stéttum á spítalanum,
það eru allir að hlaupa hraðar,“ segir Ólöf Birna
Ólöf Birna hefur starfað á slysadeild og síðast á lyflækn-
ingasviði og segir ástandið vera slæmt þar. „Það hefur
gengið illa að manna stöður lækna og er það slæmt því
að þeir læknar eru framlína spítalans. Nú eru þessi svið
mönnuð meira og minna læknanemum í sumar. Það er
bæði verið að láta fólk í stöðu sem það er ekki tilbúið í
og verið að auka álag á sérfræðilækna og annað
starfsfólk verulega. Ástæðan er að það er
miklu meira álag fyrir sérfræðilækna að
vera með óreyndar manneskjur á gólfinu,“
segir Ólöf Birna.
„Búið er að verja fjármunum í að
mennta lækna og það er synd að ekki
sé betur hlúð að þeim. Íslenskir læknar
þurfa að afla sér menntunar erlendis og
við þurfum að fá þá heim, ekki bara til
þess að manna heilbrigðiskerfið heldur
til að fá til Íslands þekkingu, nýjungar og
reynslu. Það þarf að viðhalda almennum
upplýsingum og fræðslu um það sem er
að gerast úti í heimi, það gerist ekki á
meðan maður er hér á Íslandi,“ segir Ólöf
Birna.
„Landspítalinn er ekki samkeppnis-
hæfur, hvorki hvað varðar laun, aðstæð-
ur eða tækjakost fyrir lækna og það er
synd að mennta lækna sem síðan sjá
sér ekki fært að vinna hér á landi,“
segir Ólöf Birna
Hún segir að hætta á læknaskorti
í ýmsum sérgreinum sé yfirvofandi,
til dæmis sé há prósenta heimilis-
lækna að komast á aldur og ekki
líti út fyrir að hægt verði að manna
með nýliðun í stéttinni.
maría elísabet Pallé
maria@frettatiminn.is
HeilbrigðisMál Mjög slæMar starFsaðstæður Hjá læknuM
Ekki er hægt að
fjölga læknanemum
Starfsaðstæður eru erfiðar hjá læknum á Landspítalanum og þeir leita annað. Ólöf Birna
margrétardóttir unglæknir segir synd að ekki sé betur hlúð að læknum eftir að varið hefur verið
fjármunum í menntun þeirra.
ólöf Birna
margrétar-
dóttir, læknir
á lyflækninga-
sviði. Mynd/Hari
róandi te úr
kannabislaufunum
karlmaður á fertugsaldri var nýverið
dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi
í Héraðsdómi austurlands fyrir að hafa á
heimili sínu tæp 130 grömm af kannabis-
laufum. maðurinn sagðist hafa notað efnin
til að útbúa sér róandi te en ekki sem
vímugjafa, að því er Austurfrétt greinir frá.
Þar kemur fram að húsleit hafi verið gerð á
heimili mannsins, bifreið hans og tveimur
öðrum húsum sem hann hafði yfir að ráða
eftir að lögreglu bárust ábendingar um að
á heimili hans héngu kannabisplöntur „til
þerris.“
„Í öðrum húsakynnum,“ segir enn
fremur, „fundust sumarblóm sem héngu til
þerris en kannabislaufin fundust í tveimur
ílátum í eldhúsi á heimili mannsins. mað-
urinn kvaðst hafa þegið laufin að gjöf en
gaf ekki upp hvaðan. Hann áliti að þau inni-
héldu ekki virkt efni og teldi þau fremur lyf
heldur en fíkniefni. Hann notaði laufin til
að laga sér róandi te úr þeim.
Dómurinn taldi þessi rök „haldlausa
vörn“ þar sem varsla á kannabisefnum,
óháð notkun, er bönnuð á íslensku yfir-
ráðasvæði. Var maðurinn því dæmdur í 30
daga skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára
og til greiðslu 460 þúsund króna í sakar-
kostnað.“ - jh
Hækkandi íbúðaverð
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu
í nýliðnum júní hækkaði um 1,8% frá fyrri
mánuði. Tólf mánaða hækkun vísitölunnar
er 6,9% að nafnvirði og 3,4% að raunvirði,
að því er fram kemur hjá Hagfræðideild
landsbankans. Vísitala leiguverð íbúðar-
húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hækkaði
minna milli mánaða eða um 0,9%. - jh
dýraverndarinn kemur
út eftir þrjátíu ára hlé
Dýraverndarinn, tímarit
dýravina á íslandi hefur verið
endurvakið en útgáfa þess
hefur legið niðri í þrjátíu ár.
Dýraverndarinn kom reglulega
út í tæplega sjötíu ár, fram
til 1983 en þá varð hlé á
útgáfunni. Dýraverndarsam-
band íslands gefur ritið út og
er stefnt að útgáfu þess vor og
haust ár hvert.
„Ég hef frétt af fólki, sér-
staklega sem komið er á efri ár og man eftir blaðinu, sem gleðst mjög yfir að heyra
af útgáfunni. Blaðið var fastur hluti af heimilislífi margra og þess jafnan beðið
með óþreyju. Gömul kona á Vesturlandi mun hafa tárast af gleði við fréttirnar,
sem sýnir áhrif blaðsins í bernsku hennar,“ segir Hallgerður Hauksdóttir, ritstjóri
Dýraverndarans.
Fyrstu dýraverndarlögin sem sett voru á Íslandi voru samin fyrir tilstuðlan Tryggva
Gunnarssonar, föður Dýraverndarans, og samþykkt nær óbreytt á Alþingi árið 1915.
„Tímaritið var vettvangur ýmissa ritsmíða tengdum dýrum, svo sem greina og frétta
ásamt ljóðum og sögum sem annars hefðu ekki orðið, en ritstjórar þess leituðu
textasmíða hjá skáldum og rithöfundum á sínum tíma. Við munum leitast við að halda
þeim gildum á lofti sem blaðið ætíð stóð fyrir, að vera rödd dýra og dýravina á Íslandi.
Allir sem vilja geta sent greinar og annað efni til blaðsins,“ segir Hallgerður. -dhe
Hallgerður
Hauks dóttir,
ritstjóri Dýra-
verndarans.
Dýraverndarinn
Dýravernd í fortíð og framtíð
Ill meðferð á íslenska hestinum
Geta öll dýrin í skóginum verið vinir
?
Tímarit dýravina á Íslandi. 70. árgangur
, 1. tbl 2013. Verð 1.299 kr.
Dýraverndarsamband íslands
hefur endurvakið útgáfu
tímaritsins Dýraverndarinn.
4 fréttir Helgin 26.-28. júlí 2012