Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.07.2013, Side 10

Fréttatíminn - 26.07.2013, Side 10
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðuns dóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@ frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. H Hvalir eru verðmæti við Íslandsstrendur. Þeir hafa lengi verið veiddir en í seinni tíð frekar skoðaðir af ferðamönnum. Hvala-skoðun er atvinnugrein í sókn, hvalveiðar eru atvinnugrein í krappri vörn, á undan- haldi sem vart verður stöðvað. Til lengri tíma litið verður ekki annað séð en hvala- skoðun muni gefa miklu meira af sér til þjóðarbúsins en hvalveiðar sem virðist haldið gangandi af þrákelkni, að minnsta kosti hvað stór- hvelaveiðar varðar. Reynt hefur verið að reka þessar greinar hlið við hlið, þ.e, hrefnuveiðar og hvala- skoðun, en þar er svo að sjá sem stjórnvöld dragi fremur taug veiðimanna en skoðunarfyrirtækja. Samtök ferðaþjónustunnar fordæmdu á dögunum þá ákvörðun sjáv- arútvegsráðherra að minnka án samráðs hvalaskoðunarsvæði í Faxa- flóa. Í ályktun samtakanna, í framhaldi af ákvörðun ráðherrans, sagði að hvalaskoð- un væri stærsta auðlind ferðaþjónustunnar á höfuðborgarsvæðinu með árlega veltu upp á tæpan milljarð króna, atvinnuvegur sem skapaði í umhverfi sínu hundruð starfa. „Með ákvörðun sjávarútvegsráð- herra er hagsmunum og framtíð greinar- innar fórnað fyrir sérhagsmuni örfárra ein- staklinga sem hafa takmarkaðar tekjur af hrefnuveiðum,“ sagði meðal annars. Hvalaskoðun hefur einnig verið í örum vexti norðanlands, og víðar um land, en segja má að miðstöð hvalaskoðunar nyrðra sé Húsavík enda er Skjálfandi kjörinn til hvalaskoðunar. Lítið hefur hins vegar sést til hrefnu norður af landi í sumar og segir Hörður Sigurbjarnarson, skipstjóri og eig- andi hvalaskoðunarfyrirtækisins Norður- siglingar á Húsavík, í viðtali við Morgun- blaðið að það megi rekja til hrefnuveiða en hrefnuveiðimenn segja fæðuframboð fremur ráða. Hörður segir hvalaskoðunar- fyrirtækin nyrðra standa heilshugar með kollegum í Reykjavík um að þeir fái stærra friðað svæði og hafi „vitað af þessari ógn sem verður allt í einu að veruleika í sumar; að það kemur hrefnuveiðiskip hérna og fer að skjóta hrefnurnar rétt við skoðunar- svæðin okkar.“ Hörður segir að ferðaþjón- ustuaðilar hafi talað fyrir daufum eyrum þrátt fyrir að hrefnuskoðun hafi verið gríðarlega stór þáttur í ferðaþjónustunni, beðist hafi verið vægðar hjá ráðherra eftir ráðherra. Hörður segir að skoðunar- fyrirtækin fari ekki fram á að hrefnuveiði verði bönnuð, þau bendi hins vegar á að núverandi fyrirkomulag muni eyðileggja hrefnuskoðun nema friðuðu svæðin verði stækkuð. Þær hrefnur sem veiddar hafa verið og skipta hundruðum síðustu ár, verði ekki skoðaðar. Það er því ekki af tilfinningalegum ástæðum sem endurskoðunar er þörf heldur efnahagslegum. Hrefnuskoðun er verðmætari atvinnugrein en hrefnuveiðar. Stórhvelaveiðum er sjálfhætt ef ekki er hægt að selja afurðirnar. Fraktskip kom til baka til Reykjavíkur í vikubyrjun með sex gáma af langreyðarkjöti en ekki hafði tekist að koma kjötinu á markað. Skipafélagið Samskip hafði flutt kjötið til Rotterdam en mætti þar tregðu hafnaryfirvalda við að umskipa hvalkjötinu. Fulltrúi Samskipa lýsti því yfir að sjálfhætt væri þessum flutn- ingum því hafnir sem hvalkjötið hefur verið flutt til hafi sett bann á þessar afurðir. Jónas Kristjánsson ritstjóri lýsti þessum tveimur hliðum hvalamála með eftirfarandi hætti: „Hvalaskoðun er bisness, sem gefur evrur, alvörupening. Ekki skrípó eins og flótti á hvalkjöti undir dulnefni milli hafna við Norðursjó. Kjötinu var svo snúið aftur til Íslands. Verðlaus afurð, sem enginn vill flytja, enginn vill geyma og enginn vill kaupa. Hrefnan er skrípó. Hvalveiðar eru að vísu ekki ógnun við náttúru, heldur ógnun við bisness.“ Þegar upp er staðið snýst málið um þetta. Það er arðvænlegra að skoða hvali en veiða, sýna þessar skepnur við Íslandsstrendur áhugasömum ferðamönnum, innlendum en einkum erlendum sem skilja fyrir vikið eftir dýrmætan gjaldeyri, meira fé en fæst fyrir hrefnukjöt, svo ekki sé minnst á lang- reyðarkjöt sem flutt er fram og til baka með skipum og safnast fyrir í frystigeymslum. Þegar deilt er um svæði sem veiðimenn og skoðunarfyrirtæki sækja á verður að for- gangsraða í þjóðarþágu, minni hagsmunir verða að víkja fyrir meiri. Skoðunar- eða veiðisvæði hvala Minni hagsmunir víki fyrir meiri Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Óstöðvandi Mér finnst þetta afar gaman og ég vonast til að keppa áfram næstu árin og að sjálfsögðu langar mig að bæta mig enn frekar en orðið er. Aníta Hinriksdóttir lét engan Íslending ósnortinn með frábærum árangri á hlaupabrautinni þar sem hún landaði heims- og Evrópumeistaratitlum í 800 metra hlaupi. Alltaf í boltanum Ég man varla eftir meiri afleik hjá stjórnmálamanni. Sigurjón M. Egilsson, verð- launablaðamaður á Sprengi- sandi á Bylgjunni, var gáttaður á ummælum Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur, borgarfulltrúa, í Nýju lífi um veikindi Ólafs F. Magnússonar. Minni um gullfisk Þeim væri nær að æfa sig betur í fótbolta en að vera að kvelja dýr. Svíinn Ludvig Lindstrom er ekki par ánægður með að Sigurwin, lukkudýr ís- lenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, sé látið dúsa í krukku og eigi jafnvel yfir höfði sér klósettferð vegna taps liðsins gegn sænskum boltastelpum. Er hægt að nefna nöfn? Það eru margir sem hafa komið að máli við mig og skorað á mig að fara í fyrsta sætið hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík. Óskar Bergsson, fyrrverandi borgar- fulltrúi, útilokar ekki endurkomu í borgarpólitíkina. Vegna fjölda áskorana. Er þetta ekki orðið þreytandi? Þetta er bara bull eins og venjulega. Bjarni Ármannsson fjárfestir hafnar alfarið aðkomu að kaupum á skulda- bréfi Orkuveitu Reykjavíkur. Hjá þessum eina smitaða Hjá hverjum eru allar þessar íslensku dömur að sofa? Sóley Björk Stefánsdóttir, ritstjóri vefmiðilsins Akureyrivikublad.is, furðar sig á frétt um tíðni klamydíu hjá íslenskum konum en þar komu karlmenn lítið sem ekkert við sögu. Trúarleg stólpípa Ég hef hugsað málið mjög vandlega! Ég vil alls ekki moskur á Íslandi. Jónína Benediktsdóttir mót- mælti fyrirhugaðri moskubygg- ingu harðlega á Facebook. Ókei, bæ Ég hef ekkert við þig að ræða þannig að við skulum bara ljúka þessu samtali. Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir, eigandi 365, hafði nákvæmlega engan áhuga á því að ræða hugsanlega sölu á fjöl- miðlarisanum við Inga Frey Vilhjálms- son, blaðamann á DV.  Vikan sem Var PI PA R\ TB W A -S ÍA - 1 3 1 9 5 5 Vinur við veginn 11 kg 2 kg 5 kg 10 kg Smellugas fyrir grillið, útileguna og heimilið Einfalt, öruggt og þægilegt! Smellugas DY N AM O R EY KJ AV ÍK 1. SÆTI BÓKSÖLULISTIN N - ALLAR BÆKU R VIKUM SAMAN Í FYRSTA SÆTI! SJARMA SPRENGJA SUMARSINS! „Á SKILIÐ AÐ VERÐA SUMAR- SMELLUR!“ ★★★★★ „Stórkostleg saga. Hún grætir og kætir.“ – Kristjana Guðbrandsdóttir, DV „Ekki láta sumarið líða án þess að lesa Maður sem heitir Ove ... í senn hrífandi og fyndin.“ – Kolbrún Bergþórsdóttir, Morgunblaðinu „Einfaldlega hrein dásemd“ – Kolbrún Bergþórsdóttir, Morgunblaðinu – Kolbrún Bergþórsdóttir, Mbl. „Feykiskemmtile g“ – FRIÐRIKA BENÓNÝ S, FRÉTTABLAÐINU 10 viðhorf Helgin 26.-28. júlí 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.