Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.07.2013, Side 28

Fréttatíminn - 26.07.2013, Side 28
28 bílar Helgin 26.-28. júlí 2013 Fáðu meira út úr Fríinu Viltu afslátt af hótelgistingu, ókeypis morgunmat eða Frítt Freyðivín upp á herbergi? bókaðu sértilboð á gistingu, ódýr hótel og bílaleigubíla út um allan heim á túristi.is T Ú R I S T I Skvetta er skrímsli í krapinu og svellköld, líkt og flest kvenkyns ís- skrímsli. Hún hefur verið virk í starfi femínísa um langt skeið og er mikið samkvæmisljón. Hún veit fátt skemmtilegra en vel heppnaða ísveislu í góðra skrímsla hópi — og á það til að slá upp veislu í nálægum frystikistum. Hún er ekki öll þar sem hún er séð, enda erfði hún viðskiptavit föður síns, sem var ákaflega virt og dáð lakkrísbindi, sem og skipulags- kunnáttu móður sinnar, sem var finnsk eistnesk snjóblásturs- vél. Hún stundar jöklajóga af miklum krafti og er áhugasöm um verndun hins íslenska íspinnastofns. Leiktu við skr ímslin á www.k joris.is /skrim sli Þ etta er hinn fullkomni pæjubíll,“ hugsaði ég þegar ég settist undir stýri á nýrri kynslóð Lexus IS sem ég fékk í prufuakstur á dögunum. Bara handsaumaða leðurstýrið eitt og sér fékk mig til að finnast ég vera ögn meira „glamorous“ en venju- lega og aðsniðnu leðursætin juku enn á þá tilfinningu. Hún náði síðan hámarki þegar ég ók af stað, hljóð- laust, því bíllinn sem ég prófaði er með svokallaða hybrid-vél, sem nýtir rafmagn að hluta til að knýja bílinn. Meira um það á eftir. Mér hafði verið bent á að prófa endilega sport-takkann á bílnum, sem ég og gerði. Og viti menn: bíll- inn breyttist í sportbíl. Þegar ég gaf í tók vélin heldur betur við sér, skipti sjálfkrafa og áreynslulaust af rafmagninu yfir í bensínið, enda rafmagninu einungis ætlað að knýja bílinn upp að 65 km hraða á klukku- stund en þá tekur bensínvélin við. Bíllinn liggur sérstaklega vel við akstri, jafnt í hægri borgarumferð sem í hraðari akstri á vegum úti. Það sem mér fannst einna helst einkenna Lexusinn var lítill hávaði hjá vélinni, jafnvel þótt bensínvélin væri í gangi, og veghljóð var að sama skapi mjög lítið. Bíllinn er búinn öllum mögulegum „lúxusfídus- um“, svo sem rafmagsstilltum sætum, skynjurum að framan og aftan, bakkmyndavél, sjö tommu litaskjá með þráðlausri tengingu við farsíma og öfl- ugum hljómflutningstækjum svo fátt eitt sé nefnt. Í mælaborðinu birtast allar þær upplýsingar sem þörf er á, meira að segja heiti laga sem verið er að hlusta á þannig að bílstjórinn þarf aldrei að gjóa augunum annað. Ennfremur eru allir takkar og stillingar innan seilingar, þeir helstu í stýrinu. Þó svo að bíllinn sé mikill pæjubíll er gert ráð fyrir því að börn þurfi að ferðast í honum – því flestar pæjur eru líka mömmur. ISOFIX festingar fyrir barnastóla eru mjög aðgengi- legar og gátu tveir fimm ára drengir, sem fengu að koma á rúntinn í fína bílnum, auðveldlega fest beltin sín sjálfir. Skottið er rúmgott þrátt fyrir að Hybrid-rafhlaðan sé geymd undir því. Auðvelt er að komast inn og út úr bílnum þótt hann sé tiltölulega lágur. Af því að við pæjur erum svo um- hverfislega þenkjandi – og vegna þess að við gleðjumst síður en svo þegar við reiðum fram á annan tug þúsunda í hvert sinn sem við fyllum bensíntankinn – þá er þessi nýja Hybrid-tækni algerlega málið. Lexus var fyrsti lúxusbíllinn til að tileinka sér tæknina sem hefur fest sig í sessi undanfarin ár og er notuð í æ fleiri bíla og nýtur vaxandi vinsælla meðal hagsýnna bílaeigenda. Hybrid-tæknin gerir það að verkum að eyðsla Lexusins er ekki nema 4,3 lítrar af eldsneyti á hverja hundrað kílómetra, sem er eins og eyðslugrannur smábíll. Munurinn er bara sá að hér erum við komin með eyðslugrannan lúxusbíl – fyrir pæjur. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is  ReynsluakstuR lexus Is 300h Myndir/Teitur Eyðslugrannur lúxusbíll fyrir pæjur Ný kynslóð Lexus IS er kominn á markað og er fáanlegur með Hybrid-tækninni sem gerir hann að eyðslugrönnum lúxusbíl. Vönduð innrétting og hönnun auk þess hve fimur hann er í akstri gerir hann ennfremur að hinum fullkomna pæjubíl. Plúsar + Fallegur að innan og utan. + Eyðir litlu. + Góður í akstri. Mínusar ÷ Hátt verð. Helstu upplýsingar IS 300h Hámarks afköst (DIN hö): 223 CO2 blandaður akstur (g/km): 99* Blandaður akstur (l/100km): 4.3* Hröðun 0-100 km/klst.: 8.3 Hámarkshraði (km/klst): 200 * Tölurnar miðast við IS 300h Eco

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.