Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.07.2013, Page 35

Fréttatíminn - 26.07.2013, Page 35
matur og vín 35Helgin 26.-28. júlí 2013 Svo létt á brauðið E N N E M M / S ÍA / N M 57 65 5 S tir-fry er sígild kínversk eldunaraðferð til að elda mat í wok-pönnu. Stir-fry er til- valið á virkum dögum. Það er fljót- legt og maður fær grænmeti og prótein á einum diski. Það er hollt og krefst ekki annars meðlætis en hrísgrjóna. (Þó það sé betra að hafa Riesling-vín með). Aðalreglan er að það á að elda grænmetið og prótínið í sitt hvoru lagi og sam- eina að eldun lokinni,“ segir Betty Wang á veitingastaðnum Bambus. Uppskrift 2 bollar brokkólí 2 bollar gulrætur 2 bollar kjúklingur, skorinn í bita 1/4 bolli sojasósa 2 tsk hvítlaukur, saxaður 2 tsk engifer, rifið 1 tsk pipar 1 msk maísmjöl Blandið saman sojasósu, hvítlauk og engiferi og hitið á stórri pönnu eða wok- pönnu í tvær mínútur. Bætið kjúklingi við og fulleldið. Setið til hliðar. Steikið gulrætur í nokkrar mínútur. Bætið svo við brokkólí. Bætið við hálfum bolla af vatni (eða kjúklingasoði) og látið suðuna koma upp. Blandið maísmjöli við smá kalt vatn. Hellið út á pönnuna og eldið þar til sósan verður þykk og „bubblandi“. Berið fram með einum bolla af hrísgrjón- um. Máltíðin er innan við 250 kalóríur. Plúsar Fáar hitaeiningar Ríkt af A og C-vítam- ínum Mínusar Saltríkt Drykkjar- föng Bjór: Tiger. Einn besti bjórinn í Asíu, passar vel með öllum asískum mat. Hvítvín: Riesling-vín. Góður förunautur með þessum holla rétti.  Matur uppSkrift frá veitingaStaðnuM BaMBuS Hollur kínverskur grænmetisréttur Betty Wang á veitingastaðnum Bambus eldar ljúffengan og bráðhollan „stir fry“-rétt. Það er fljótlegt að elda hann og bragðið kemur á óvart. Betty Wang töfrar fram góm- sætan „stir-fry“ rétt. Ljósmynd/Hari 74,6% ... kvenna 35 til 49 ára á höfuðborgar- svæðinu lesa Fréttatímann* *konur 35 – 49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent jan-mars. 2013 H E LGA R BL A Ð

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.