Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.07.2013, Blaðsíða 60

Fréttatíminn - 26.07.2013, Blaðsíða 60
Hvað: Fótboltamót Hvenær: Laugardagur Klukkan: 15.15 Á laugardeg- inum verður haldið fótboltamót þar sem keppt verður í tveimur aldursflokkum, sex til fjórtán ára og fimmtán ára og eldri. Opnað verður fyrir skráningu klukkan 15.15 á laugardeginum og mun hún standa í sólar- hring. Skráningin fer fram í salnum en mótið sjálft verður á battavellinum. Fyrirkomulagið verður á þann hátt að fimm leik- menn eru í hverju liði en fjórir spila inni á vellinum í hvert sinn. Liðin verða kynjablönduð og verður bikar í verðlaun í aldurs- flokkunum tveimur. Kristján Davíð hjá knattspyrnufélagi SÁÁ hefur umsjón með mótinu og segir hann markmiðið að hafa gaman, skapa góða stemningu og spila saman fótbolta. „Ef ein- hverja vantar fleiri í sitt lið er um að gera að koma til mín og ég finn þá fólk sem vill slást í hópinn svo liðið verði fullskipað.“ A rnþór Jónsson var kjörinn for- maður SÁÁ fyrr í sumar en hafði áður starfað innan stjórnar sam- takanna í sautján ár. Arnþór er Vesturbæingur sem hætti í MR og hélt til Englands nítján ára gamall í tónlistar- nám og var síðar fastráðinn sellóleikari hjá Sin- fóníuhljómsveit Íslands í nokkur ár. Eftir alvar- legt bílslys tók Arnþór sér launalaust leyfi frá Sinfóníunni og heillaðist á þeim tíma af tölvu- tækninni og var svo árið 1993 meðal stofnenda fyrsta internetfyrirtækisins á Íslandi sem hét Miðheimar. „Þetta voru sérstakir tímar. Fólk skyldi ekki alveg hvað við vorum að tala um og hvað við vorum að selja; að tengja saman tölvur og eiga í samskiptum í gegnum þær var fram- andi tækni árið 1993. Sumir voru samt fljótir að grípa þetta og það var virkilega gaman að vera fyrstir á þessum markaði.“ Arnþór er mikill hjólreiðagarpur og hjólar nær daglega. „Ég hjóla yfirleitt í vinnuna en annars tek ég einn hring í kringum borgina, svona þrjátíu kílómetra. Það er miklu betra en að hamast inni við á hlaupabretti. Maður fær súrefni, D-vítamín, sólskin og birtu. Arnþór segir lítið mál að hjóla yfir vetrartímann. Allt sem til þurfi séu vettlingar, lambhúshetta og varkárni í snjónum. Að sögn formannsins eru helstu verkefnin framundan að veita daglega þá þjónustu sem þörf er á því ekkert lát sé á eftirspurninni. Einnig blasi við að ráðast verði í endurbætur á húsnæði Vogs. „Sjúkrahúsið Vogur verður þrjá- tíu ára í desember. Húsnæðið er gott og þar er gott að vera en byggingin er þó barn síns tíma. Við þurfum að ráðst í nauðsynlegar endurbætur á vaktinni, koma lyfjaumsýslu í öruggt skjól og fjölga herbergjum en þeim sjúklingum á Vogi hefur fjölgað mikið sem eru eldri og veikari og jafnvel hreyfihamlaðir og þarfnast sérstakrar aðhlynningar.“ Þá sé fjölskyldu- og barnaþjón- usta SÁÁ mikilvæg þjónusta sem þarf að efla og þróa áfram og mikið enn óunnið í réttindabar- áttu alkóhólista. Edrú-hátíðin hefur verið haldin í 25 ár og er í miklu uppáhaldi hjá formanninum. „Þetta er frábær hátíð fyrir fjölskyldu- og barnafólk. Þarna getur maður verið alveg áhyggjulaus með krakkana sína og allir hjálpast að. Í ár verð- ur frábær dagskrá fyrir alla, unga sem aldna. Það getur eiginlega ekkert klikkað og veðrið verður líka gott. Sólin á eftir að skína á okkur og í hjörtum okkar þessa daga.“ Útilegulög við varðeld Hvað: Brennusöngur Hvenær: Sunnudagur Klukkan: 23.00 „Við syngjum þessi klassísku útilegulög eins og Óbyggðirnar kalla, Á Sprengi- sandi og Kveikjum eld. Lagið Ég er kominn heim er líka alltaf ómissandi í fjöldasöng,“ segir Valgeir Skagfjörð sem mun stjórna brennusöng á sunnudagskvöld. „Fólk fær svo textana á prentuðu formi svo það ætti ekki mikið að reka í vörðurnar.“ Hvað: Heilsusetur Þykkvabæjar Hvenær: Laugardegi og sunnudegi Klukkan: 11-15 á laugard og 12-15 á sunnud. Heilsusetur Þykkvabæjar verður með aðstöðu innandyra á Edrú-hátíðinni og mun bjóða upp á margvíslega þjónustu, svo sem herðanudd, heilun, regndropa- og natmeðferðir, orku- punktajöfnun ásamt höfuðbeina- og spjald- hryggsmeðferðum fyrir börn og fullorðna. „Við verðum þarna sex frá heilsusetrinu Þykkvabæ með nuddbekki og annað tilheyrandi,“ segir Brynja Rúnarsdóttir. Herðanuddið mun taka fimmtán til tuttugu mínútur og kosta þrjú þúsund krónur. „Fólk getur komið til okkar, sest á stól og fengið gott nudd fyrir herðar og aðeins niður á bak,“ segir Heilsusetrið Þykkvabæ flytur á Laugaland Brynja. Einnig verður boðið upp á heilun sem tekur klukkutíma og kostar fimm þúsund krónur. Að sögn Brynju er heilun náttúruleg aðferð til að stilla orkustöðvarnar og hefur áhrif á orku og tilfinningar fólks þar sem handayfirlögn er beitt. „Við bjóðum einnig upp á nat- og regndropa- meðferðir. Sú fyrrnefnda byggist á því að olíur er settar efst á bak, á háls og hnakka og vinna inn á taugakerfið. Regndropameðferðin er aðeins viðameiri en í henni eru notaðar níu tegundir af olíum sem fyrst eru settar á fætur og svo á bak með nuddi. Regndropameðferðinni lýkur svo með heitum bökstrum og slökun. Hún er góð fyrir bæði stoð- og ónæmiskerfið.“ Natmeðferðin kostar fimm þúsund krónur en regndropameð- ferðin átta þúsund. Á laugardeginum klukkan 13:00 verður boðið upp á ilmkjarnaolíukynningu. Örviðtal Hekla Jósefsdóttir Hvað er það besta við Edrúhátíðina? Kærleiksandinn. Hvað er mikilvægast í lífinu? Synir mínir. Hvernig er veðrið? Veðrið er lygilega gott. Fótboltamót á battavellinum  NýkjöriNN FormAður SÁÁ Leikur Á SeLLó og HjóLAr dAgLegA Sólin á eftir að skína á edrú-hátíðinni Sigurvegarinn syngur með hljóm- sveit kvöldsins Hvað: Söngkeppni barna Hvenær: Sunnudagur Klukkan: 16.00 Valgeir Skagfjörð hefur umsjón með Söngkeppni barna sem fram fer á sunnudagskvöld. Keppnin er öllum opin og fer skráning fram á staðnum. „Börnin koma með undirleik með sér eða syngja án undirleiks. Svo get ég líka spilað undir er því er að skipta,“ segir Valgeir. Auk verðlauna fær sigurvegarinn í keppninni að syngja með hljómsveit kvöldsins. 4 EDRÚ VERSLUNARMANNAHELGINA 2.-5. ÁGÚST 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.