Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.08.2013, Síða 10

Fréttatíminn - 23.08.2013, Síða 10
www.volkswagen.is Evrópu- og heimsmeistari Volkswagen Golf var kosinn bíll ársins í Evrópu 2013 á bílasýningunni í Genf og 66 bílablaðamenn hvaðanæva að útnefndu hann bíl ársins í heiminum á bílasýningunni í New York. Velkomin í reynsluakstur í HEKLU og hjá umboðsmönnum um land allt Nýr Golf kostar frá 3.540.000 kr. Golf Trendline, 1.4 TSI, beinskiptur, 122 hestöfl. Volkswagen Golf eyðir aðeins frá 3,8 l/100 km HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði Í gegnum tíðina hafa verið meiri fordómar gagnvart drykkju kvenna og því fleira sem hamlar þeim en körlum að viður- kenna vandann og leita sér aðstoðar,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, læknir hjá SÁÁ. Ríflega tvöfalt fleiri konur voru lagðar inn á Vog í fyrra en árið 2009. Samkvæmt könnun Capacent á drykkju kvenna tímabilið 2003 til 2013 drekkur um það til tíundi hluti kvenna eitt til tvö glös af léttvíni á dag. Að sögn Val- gerðar fylgir því oft mikil skömm að leita sér aðstoðar vegna áfengisneyslu og að skömmin geti verið meiri hjá konum en körlum þó það sé ekki algilt. „Oft eru þetta fullorðnar konur sem eru orðnar ömmur og finnst því ekki passa að skilgreina sig sem alkóhólista. Áfengisneysla þeirra getur valdið pirringi hjá börnum þeirra sem eru orðin fullorðin og svo eru komin barnabörn,“ segir Valgerður en bætir við að yfirleitt sé það þó þannig að for- dómarnir séu mestir hjá sjúklingunum sjálf- um. „Það er alltaf mikilvægt að viðurkenna vandann og tala um hann.“ Veikindi tengd neyslu Valgerður segir fullorðnar konur sem drekka mikið oft vera mjög veikar vegna neyslunnar án þess að gera sér grein fyrir því að hún sé orsökin og missi niður vitræna getu sem aukið geti við afneitun. Slíkt feli vandann enn meira. „Þær eru oft orðnar mjög veikar í lifr- inni, með magabólgur og detta og meiða sig. Margt fólk, bæði konur og karlar, er oft orðið mjög veikt þegar það leitar sér fyrst aðstoðar. „Margir okkar sjúklinga koma frá spítalanum eftir að hafa leitað þangað vegna afleiðinga áfengisneyslu. Fólk á að gera eitthvað í vand- anum áður en það lendir á sjúkrahúsi.“ Auking á daglegri neyslu „Áfengisvandi er stærsti fíknivandinn og veldur mestum skaða,“ segir Valgerður og bendir á að sull eða dagleg neysla áfengis hafi aukist mikið á Íslandi á síðastliðnum fimmtán árum. Samkvæmt tölum SÁÁ fyrir síðasta ár voru þrjátíu og sjö prósent sjúklinga Vogs dagdrykkjufólk. Árið 2004 var hlutfallið sextán prósent. Áfengisneysla er almennari en áður og er bjór stór hluti af neyslunni. Valgerður tekur sem dæmi að almennt sé viðhorfið gagnvart því að fá sér einn bjór yfir sjónvarpsþætti það að slíkt sé innan marka en ef einhver fær einfaldan gin yfir sjónvarpinu þyki það mikið. Í þeim tilfellum þar sem stór, sterkur bjór er drukkinn er áfengismagnið í honum meira en í einföldum gin. „Á tímabili var mikil umræða um að sterkir drykkir væru orsök ofdrykkju og að lausnin væri að bjóða frekar upp á léttvín en þarna er það sama á ferðinni,“ segir hún. Fyrstu merki áfengisvanda er eigin skömm Valgerður segir fyrsta merki þess að um áfengisvanda sé að ræða að það hvarfli að fólki sjálfu að það drekki of mikið eða að nákomnir hafi orð á því. „Þegar maður sjálfur er óánægður með drykkjuna hjá sér er líklegt að um vanda sé að ræða. Til dæmis þegar drukknir eru þrír bjórar þegar ætlunin er að drekka einn. Þá er voða skrítið að halda sig ekki bara við einn og þá gæti verið einhver skýring sem vert er að skoða.“ Í Von, húsi SÁÁ, við Efstaleiti í Reykjavík geta aðstandendur sótt leiðbeiningar frá ráð- gjöfum og segir Valgerður oft gott að tala við einhvern utanaðkomandi sem ekki er í fjölskyldunni. Bæði er hægt að mæta í Von án fyrirvara eða panta tíma. Við Efstaleiti og á Akureyri rekur SÁÁ göngudeildir og er algengt að fólk leiti sér fyrst upplýsinga og aðstoðar þar og í mörgum tilvikum er hægt að leysa vandann án þess að til innritunar á Vog þurfi að koma. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is  Velferðarmál TVöfalT fleiri konur á Vogi nú en árið 2009 Fordómar gagnvart drykkju kvenna Á undanförnum árum hefur áfengisneysla Íslendinga aukist og eru konur þar engin undantekning. Meiri fordómar ríkja í samfélaginu gagnvart drykkju kvenna en karla en oft eru fordómarnir mestir hjá sjúklingunum sjálfum sem þykir það ekki passa við móður- eða ömmuhlutverkið að vera skilgreind sem alkóhólisti. Um það bil 10% kvenna drekkur eitt til tvö glös af léttvíni á dag og hefur það hlutfall haldist frá árinu 2007. Samkvæmt könnun Capacent. 1,5% kvenna drekka 3 eða fleiri á dag árið 2013. 40% 30% 20% 10% 0% Hlutfall dagdrykkjufólks í sjúklingahópnum á Sjúkrahúsinu Vogi 2004 2012 Valgerður Rúnarsdóttir, læknir hjá SÁÁ, segir meiri fordóma gagnvart ofdrykkju kvenna en karla og að það geti hindrað konur frá því að leita sér aðstoðar. Mynd/Hari. 10 fréttir Helgin 23.-25. ágúst 2013
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.